Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w14 1.9. bls. 6
  • Guð getur hughreyst þig

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Guð getur hughreyst þig
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Svipað efni
  • Hvernig veitir Guð huggun?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
  • Hvar er sanna huggun að fá?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Huggum þá sem hryggir eru
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Mesta gjöf Guðs – hvers vegna er hún svona verðmæt?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
w14 1.9. bls. 6

FORSÍÐUEFNI | HEFUR GUÐ ÁHUGA Á ÞÉR?

Guð getur hughreyst þig

„Guð, sem huggar hina beygðu, hann huggaði oss.“ – 2. KORINTUBRÉF 7:6, Biblían 1981.

Ung kona les í biblíunni sinni.

Guðs sonur elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.‘ – GALATABRÉFIÐ 2:20.

AF HVERJU SUMIR ERU Í VAFA: Margir þurfa nauðsynlega á huggun að halda. Þrátt fyrir það finnst mörgum það bera vott um eigingirni að biðja Guð um að grípa inn í og hjálpa þeim að takast á við vandamálin. Kona að nafni Raquel segir: „Þegar ég hugsa um þann gríðarlega fjölda fólks sem býr á jörðinni og hversu alvarleg vandamál það glímir við virðast mínar áhyggjur svo smávægilegar að ég hika við að biðja Guð um hjálp.“

ORÐ GUÐS KENNIR: Guð hefur nú þegar skorist í leikinn með einstökum hætti til að hjálpa mönnunum og hugga þá. Allir jarðarbúar hafa fengið syndina í arf. Það merkir að þeir eru ófærir um að rísa fullkomlega undir kröfum Guðs. Samt sem áður „elskaði [Guð] okkur og sendi son sinn [Jesú Krist] til að vera friðþæging fyrir syndir okkar“. (1. Jóhannesarbréf 4:10) Með fórnardauða Jesú gerir Guð okkur mögulegt að fá fyrirgefningu synda okkar, öðlast hreina samvisku og von um eilíft líf í friðsömum nýjum heimi.a En er þessi fórn bara færð fyrir mannkynið í heild eða endurspeglar hún áhuga Guðs á þér sem einstaklingi?

Lítum á orð Páls postula. Hann var svo djúpt snortinn af því að Jesús skyldi hafa fórnað lífi sínu fyrir mennina að hann skrifaði: „Ég [lifi] í trúnni á Guðs son sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.“ (Galatabréfið 2:20) Jesús dó að vísu áður en Páll tók kristna trú en engu að síður leit Páll á þessa fórn sem gjöf frá Guði til sín sem einstaklings.

Fórnardauði Jesú er líka gjöf frá Guði til þín sem einstaklings. Þessi gjöf staðfestir hversu dýrmætur þú ert í augum Guðs. Hún getur veitt þér „eilífa huggun og góða von“ og þar af leiðandi styrkt þig „í sérhverju góðu verki og orði“. – 2. Þessaloníkubréf 2:16, 17.

En nú eru liðin næstum 2.000 ár síðan Jesús fórnaði lífi sínu. Eru einhver merki um að Guð reyni að ná til þín núna?

a Hægt er að lesa meira um fórn Jesú í 5. kafla bókarinnar Hvað kennir Biblían? sem gefin er út af Vottum Jehóva.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila