Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp16 Nr. 3 bls. 3
  • Þegar ástvinur deyr

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þegar ástvinur deyr
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
  • Svipað efni
  • Hvernig geta aðrir hjálpað?
    Þegar ástvinur deyr
  • „Grátið með grátendum“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • Hvernig get ég borið sorg mína?
    Þegar ástvinur deyr
  • Að takast á við sorgina
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
wp16 Nr. 3 bls. 3
Syrgjandi kona.

FORSÍÐUEFNI

Þegar ástvinur deyr

„Guð veit hvað er fyrir bestu, vina mín. Ekki gráta.“

Þessum orðum var hvíslað að konu að nafni Bebe. Hún var að jarða pabba sinn sem fórst í bílslysi.

Þau feðgin höfðu verið mjög náin. Athugasemdin kom frá fjölskylduvini sem meinti vel en samt særðu orðin Bebe frekar en að hugga hana. „Það var ekki fyrir bestu að hann dó,“ sagði hún aftur og aftur við sjálfa sig. Þegar Bebe sagði frá reynslu sinni í bók mörgum árum síðar, var augljóst að hún syrgði pabba sinn enn.

Það getur tekið langan tíma að komst yfir sorgina, eins og Bebe komst að raun um, sérstaklega ef syrgjandinn var mjög náinn hinum látna. Í Biblíunni er dauðinn réttilega kallaður „síðasti óvinurinn“. (1. Korintubréf 15:26) Hann ryðst inn í líf okkar af óstöðvandi afli þegar við eigum síst von á honum og rænir okkur þeim sem okkur þykir vænt um. Enginn okkar er ónæmur fyrir skaðanum sem dauðinn veldur. Það er því ekkert óeðlilegt að við stöndum ráðalaus frammi fyrir dauðanum og afleyðingum hans.

Þú hefur kannski velt fyrir þér eftirfarandi spurningum: Hve langan tíma tekur að komast yfir sorgina? Hvernig er hægt að takast á við sorgina? Hvernig get ég hughreyst syrgjendur? Og er einhver von fyrir látna ástvini?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila