Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp17 Nr. 1 bls. 5-6
  • Hvernig geturðu gert lesturinn áhugaverðan?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig geturðu gert lesturinn áhugaverðan?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
  • Svipað efni
  • Hver skipti Biblíunni í kafla og vers?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
  • Njóttu góðs af daglegum biblíulestri
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
  • Prófaðu þetta
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Hvernig geturðu haft sem mest gagn af Biblíunni?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
wp17 Nr. 1 bls. 5-6
Kona notar biblíunámsgögn við biblíulesturinn.

FORSÍÐUEFNI | AÐ HAFA SEM MEST GAGN AF BIBLÍULESTRI

Hvernig geturðu gert lesturinn áhugaverðan?

Verður leiðinlegt fyrir þig að lesa í Biblíunni? Eða hvetjandi? Það fer að miklu leyti eftir því hvernig þú nálgast viðfangsefnið. Skoðum hvað hægt er að gera til að lesturinn verði áhugaverðari og ánægjulegri.

Veldu áreiðanlega nútímaþýðingu. Ef þú lest torskilinn texta með mörgum úreltum orðum er hæpið að þú hafir ánægju af lestrinum. Finndu þér því Biblíu á auðskildu máli sem nær til hjartans. Þýðingin þarf jafnframt að vera vönduð og nákvæm.a

Notaðu tæknina. Núna er Biblían fáanleg í rafrænu formi, ekki aðeins innbundin í bók. Sumar Biblíur er hægt að lesa beint á Netinu eða hlaða niður í tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Sumar útgáfur hafa að geyma hjálpargögn sem auðvelda lesandanum að finna fleiri vers um sama efni eða bera saman biblíuþýðingar. Og ef þú kýst heldur að hlusta á biblíulestur en að lesa geturðu nálgast Biblíuna upplesna á ýmsum tungumálum. Mörgum finnst gott að hlusta á biblíulestur þegar þeir ferðast til og frá vinnu, sjá um þvottinn eða sinna öðrum verkum sem gera þeim kleift að hlusta á meðan. Veldu aðferð sem hentar þér.

Notaðu biblíunámsgögn. Með biblíunámsgögnum geturðu fengið enn þá meira út úr lestrinum. Kort af biblíulöndunum auðvelda þér að staðsetja atburði sem þú lest um og fá betri yfirsýn yfir þá. Ýmis hjálpargögn geta auðveldað þér að rannsaka Biblíuna svo sem efni í þessu tímariti og á vefsíðunni jw.org/is, undir „Biblían og lífið“.

Notaðu mismunandi aðferðir. Ef þér finnst ógnvekjandi að lesa Biblíuna spjaldanna á milli geturðu örvað áhugann með því að byrja á því sem höfðar sérstaklega til þín. Ef þú vilt fræðast um þekktar biblíupersónur geturðu lesið um hverja persónu fyrir sig. Þú finnur dæmi um það í rammagreininni sem fylgir þessari grein. Rammagreinin heitir: „Rannsakaðu Biblíuna með því að kynnast sögupersónum.“ Þú getur líka valið að raða lestrinum eftir viðfangsefni eða tímaröð. Hvernig væri að prófa einhverja af þessum tillögum?

a Mörgum finnst biblíuþýðingin New World Translation of the Holy Scriptures nákvæm, áreiðanleg og auðlesin. Hún er gefin út af Vottum Jehóva og er til á meira en 130 tungumálum. Hægt er að nálgast hana á vefsíðunni jw.org eða með JW Library-appinu. Vottar Jehóva geta líka fært þér eintak af henni ef þú vilt það heldur.

RANNSAKAÐU BIBLÍUNA MEÐ ÞVÍ AÐ KYNNAST SÖGUPERSÓNUM

Nokkrar trúfastar konur

Abígail

1. Samúelsbók kafli 25.

Ester

Esterarbók kaflar 2-5, 7-9.

Hanna

1. Samúelsbók kaflar 1-2.

María

(Móðir Jesú) Matteus kaflar 1-2; Lúkas kaflar 1-2; sjá einnig Jóhannes 2:1-12; Postulasöguna 1:12-14; 2:1-4.

Rahab

Jósúabók kaflar 2, 6; sjá einnig Hebreabréfið 11:30, 31; Jakobsbréfið 2:24-26.

Rebekka

1. Mósebók kaflar 24-27.

Sara

1. Mósebók kaflar 17-18, 20-21, 23; sjá einnig Hebreabréfið 11:11; 1. Pétursbréf 3:1-6.

Nokkrir framúrskarandi menn

Abraham

1. Mósebók kaflar 11-24; sjá einnig 25:1-11.

Davíð

1. Samúelsbók kaflar 16-30; 2. Samúelsbók kaflar 1-24; 1. Konungabók kaflar 1-2.

Jesús

Guðspjöll Matteusar, Markúsar, Lúkasar og Jóhannesar.

Móse

2. Mósebók kaflar 2-20, 24, 32-34; 4. Mósebók kaflar 11-17, 20, 21, 27, 31; 5. Mósebók kafli 34.

Nói

1. Mósebók kaflar 5-9.

Páll

Postulasagan kaflar 7-9, 13-28.

Pétur

Matteus kaflar 4, 10, 14, 16-17, 26; Postulasagan kaflar 1-5, 8-12.

BIBLÍUNÁMSGÖGN GEFIN ÚT AF VOTTUM JEHÓVA

  • JW.ORG – Á vefsíðunni er fjöldi biblíunámsgagna, þar á meðal undir flipanum „Biblíuspurningar“. Þar eru líka leiðbeiningar um hvernig má sækja JW Library-appið.

  • Handbók biblíunemandans – Í þessum bæklingi eru kort yfir staði sem nefndir eru í Biblíunni auk skýringamynda og fleira.

  • Biblían – hver er boðskapur hennar? Þrjátíu og tveggja blaðsíðna bæklingur sem gefur útdrátt úr heildarboðskap Biblíunnar.

  • Insight on the Scriptures – Biblíualfræðibók í tveimur bindum með upplýsingum um fólk, staði og hugtök úr Biblíunni.b

  • „All Scripture Is Inspired of God and Beneficial“ – Þessi fræðibók greinir frá því hvenær, hvar og hvers vegna biblíubækurnar voru skrifaðar auk þess að gefa yfirlit yfir innihald hverrar bókar fyrir sig.c

  • The Bible – God’s Word or Man’s? – Þessi litla vandaða bók rannsakar rökin fyrir þeirri fullyrðingu Biblíunnar að hún sé orð Guðs.d

b Til á ýmsum tungumálum.

c Til á ýmsum tungumálum.

d Til á ýmsum tungumálum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila