Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w19 júní bls. 31
  • Fornri bókrollu „rúllað út“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fornri bókrollu „rúllað út“
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Svipað efni
  • Frá bókrollu til bókar — hvernig Biblían varð að bók
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • „Söngurinn við hafið“ – handrit sem brúar bilið
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Hvernig varðveittist bókin?
    Bók fyrir alla menn
  • Esekíel hafði yndi af að kynna boðskap Guðs
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2017
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
w19 júní bls. 31
Brennda slitrið frá Engedí. Slitrið frá Engedí „rúllað út“.

Fornri bókrollu „rúllað út“

Ekki var hægt að lesa brennda slitrið frá Engedí þegar það fannst árið 1970. Þrívíddarskönnun hefur leitt í ljós að í þessari bókrollu sé hluti af 3. Mósebók, þar með talið eiginnafn Guðs.

ÁRIÐ 1970 fundu fornleifafræðingar brennda bókrollu við Engedí í Ísrael nálægt vesturströnd Dauðahafsins. Þeir fundu hana þegar þeir voru að grafa upp samkunduhús sem var brennt þegar þorpið var lagt í eyði, líklega á sjöttu öld. Bókrollan var svo illa farin að ekki var hægt að lesa hana. Það var ekki einu sinni hægt að rúlla henni út án þess að skemma hana. En með hjálp þrívíddarskanna var hægt að „rúlla út“ bókrollunni. Og með stafrænum myndahugbúnaði er hægt að lesa hana.

Hvað kom í ljós þegar búið var að skanna bókrolluna? Hún hefur að geyma biblíutexta. Í slitrinu eru nokkur vers úr byrjun 3. Mósebókar. Í þessum versum er meðal annars að finna fjórstafanafnið, eiginnafn Guðs á hebresku. Bókrollan er talin vera frá árunum 50–400 sem þýðir að hún er elsta hebreska biblíuritið sem hefur fundist frá því að Kúmranhandritin fundust. „Þar til hægt var að lesa úr slitrinu frá Engedí af 3. Mósebók hafði verið um þúsund ára langt bil á milli Dauðahafshandritanna, sem voru rituð seint á tímum síðara musterisins og eru um tvö þúsund ára gömul, og miðaldahandritsins Aleppo Codex frá tíundu öld,“ segir Gil Zohar í dagblaðinu The Jerusalem Post. Sérfræðingar segja að bókrollan sýni að texti Tórunnar „hafi varðveist vel í þúsundir ára án þess að mistök afritara hafi slæðst inn.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila