Upprifjun á efni Boðunarskólans
Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 25. apríl 2011. Umsjónarmaður skólans stjórnar 20 mínútna upprifjun á efni sem farið hefur verið yfir á tímabilinu 7. mars til 25. apríl 2011.
1. Hvers vegna gerðist það að „margir íbúar af öðru þjóðerni tóku Gyðingatrú“? (Est. 8:17) [w06 1.3. bls. 11 gr. 3]
2. Af hverju fékk Satan að ganga fyrir Jehóva? (Job. 1:6; 2:1) [w06 1.4. bls. 13 gr. 6]
3. Hvað gaf Satan í skyn þegar hann spurði: „Er Job guðhræddur að ástæðulausu“? (Job. 1:9) [w95 1.5. bls. 19 gr. 6]
4. Af hverju er það traustvekjandi að vita að Jehóva skuli vera „vitur í hjarta og mikill að mætti“? (Job. 9:4) [w07 1.7. bls. 25 gr. 16]
5. Elífas talaði um mann sem „svelgir í sig ranglæti eins og vatn“. Hvernig eru orð hans lýsandi fyrir hugarfar Satans? (Job. 15:16) [w10 15.2. bls. 20 gr. 1-2]
6. Hvað má læra af áköfum andmælum Jobs í Jobsbók 19:2? [w06 1.4. bls. 15 gr. 5]
7. Hvað gerði Job kleift að vera ráðvandur? (Job. 27:5) [w09 15.4. bls. 6 gr. 17]
8. Hvernig getum við líkt eftir Job þegar aðrir eru hjálparþurfi? (Job. 29:12, 13) [w02 1.6. bls. 29 gr. 19, 20]
9. Að hvaða leyti voru ráð Elíhús ólík ráðum þremenninganna Elífasar, Bildads og Sófars? (Job. 33:1, 6) [w06 1.10. bls. 20 gr. 15]
10. Hvaða áhrif ættu máttarverk Guðs að hafa á okkur? (Job. 37:14) [w06 1.4. bls. 16 gr. 4]