FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | NEHEMÍABÓK 9-11
Trúir þjónar Jehóva styðja sanna tilbeiðslu
Þjónar Guðs studdu sanna tilbeiðslu af fúsum vilja á ýmsa vegu
Þjóðin undirbjó og hélt laufskálahátíðina á réttan hátt.
Dag hvern safnaðist fólkið saman til að hlusta á upplestur úr lögmáli Guðs og það veitti því mikla gleði.
Fólkið játaði syndir sínar, baðst fyrir og bað Jehóva um blessun.
Fólkið féllst á að halda áfram að styðja sanna tilbeiðslu að öllu leyti.
Áframhaldandi stuðningur við sanna tilbeiðslu fól í sér:
Að giftast aðeins þeim sem tilbiðja Jehóva.
Leggja fram fjárframlög.
Halda hvíldardaginn.
Sjá fyrir eldiviði á fórnaraltarið.
Færa Jehóva frumgróða uppskerunnar og frumburð hjarðarinnar.