LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
„Hafið ekki áhyggjur“
Jehóva hjálpaði fátækum í Ísrael til forna. Á hvaða vegu hjálpar hann fátækum þjónum sínum nú á dögum?
Hann hefur kennt þeim að temja sér rétt viðhorf til peninga. – Lúk 12:15; 1Tí 6:6–8.
Hann hefur hjálpað þeim að hafa sjálfsvirðingu. – Job 34:19.
Hann hefur kennt þeim að vera vinnusamir og forðast skaðlegar venjur. – Okv 14:23; 20:1; 2Kor 7:1.
Hann hefur leitt þá inn í kærleiksríkt bræðralag. – Jóh 13:35; 1Jó 3:17, 18.
Hann gefur þeim von. – Sl 9:19; Jes 65:21–23.
Við þurfum ekki að hafa áhyggjur sama hvað staða okkar virðist vonlaus. (Jes 30:15) Jehóva sér fyrir efnislegum þörfum okkar ef við einbeitum okkur fyrst og fremst að ríki hans. – Mt 6:31–33.
HORFÐU Á MYNDBANDIÐ KÆRLEIKURINN BREGST ALDREI ÞRÁTT FYRIR ... FÁTÆKT – KONGÓ OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvernig hafa bræður okkar og systur, sem búa í nágrenni við staði þar sem umdæmismót eru haldin, sýnt mótsgestum sem koma langt að gestrisni?
Hvað lærum við af myndbandinu um umhyggju Jehóva fyrir fátækum?
Hvernig getum við líkt eftir Jehóva sama hvernig við erum stödd fjárhagslega?