Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w20 febrúar bls. 31
  • Vissir þú?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vissir þú?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
  • Svipað efni
  • Fjögur orð sem breyttu heiminum
    Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar
  • Hvað segir Biblían um Daníel?
    Biblíuspurningar og svör
  • Daníelsbók dregin fyrir rétt
    Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar
  • Bók sem þú getur treyst — 3. hluti
    Vaknið! – 2011
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
w20 febrúar bls. 31
Sívalningur úr leir þar sem sjá má nafnið Belsassar.

Sívalningur úr leir þar sem sjá má nafnið Belsassar. (Sýnt í raunstærð.)

Vissir Þú?

Hvernig staðfestir fornleifafræðin tilvist og hlutverk Belsassars í Babýlon?

Í MÖRG ár héldu biblíugagnrýnendur því fram að Belsassar konungur, sem nefndur er í Daníelsbók, hefði aldrei verið til. (Dan. 5:1) Ástæðan fyrir því var að fornleifafræðingar gátu ekki fundið neinar sannanir fyrir tilvist hans. Það breyttist hins vegar árið 1854. Hvers vegna?

Það ár var breski konsúllinn John George Taylor að kanna rústir í hinni fornu borg Úr, sem er nú í Suður-Írak. Könnuðurinn fann þar nokkra sívalninga úr leir í stórum turni. Hver sívalningur var um 10 sentímetra langur og með fleygrúnum. Á einum sívalningnum var bæn um langa ævi Nabónídusar Babýloníukonungs og um Belsassar, elsta son hans. Jafnvel gagnrýnendur þurftu að vera sammála um að þessi fornleifafundur sannaði tilvist Belsassars.

En í Biblíunni segir ekki aðeins að Belsassar hafi verið til heldur líka að hann hafi verið konungur. Enn á ný voru gagnrýnendur tortryggnir. Enskur vísindamaður á 19. öld, sem hét William Talbot, skrifaði til dæmis að sumir héldu því fram að „Bel-sar-ussur [Belsassar] hefði verið meðstjórnandi Nabónídusar föður síns. En fyrir því eru ekki til nokkrar einustu sannanir.“

Að lokum gerðu aðrar fleygrúnatöflur út um málið, en þær skýrðu frá því að Nabónídus konungur, faðir Belsassars, hefði stundum verið fjarri höfuðborginni svo árum skipti. Hver sat við völd í fjarveru hans? „Þegar Nabónídus var fjarri,“ segir í Encyclopaedia Britannica, „treysti hann Belsassar fyrir konungdóminum og stærstum hluta hers síns.“ Belsassar var því í raun meðstjórnandi föður síns í Babýlon á þeim tíma. Fornleifafræðingurinn og málvísindamaðurinn Alan Millard sagði þess vegna að það væri viðeigandi að „kalla Belsassar ,konung‘ í Daníelsbók“.

Í augum þjóna Guðs er aðalsönnunin fyrir því að Daníelsbók sé áreiðanleg og innblásin af Guði auðvitað að finna í Biblíunni sjálfri. – 2. Tím. 3:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila