Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w20 september bls. 31
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
  • Svipað efni
  • Viðhorf kristins manns til yfirvalds
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
  • Friðarstjórn Guðs
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Þeir sem eru ráðvandir Jehóva eru hamingjusamir
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Af hverju eigum við að virða yfirvald?
    „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
w20 september bls. 31
Táknmynd af Jehóva í hásæti sem er eins og smaragður og margir englar standa umhverfis. Geislar af skæru ljósi umlykja hásætið.

Spurningar frá lesendum

Er verið að tala um mennska stjórnendur í Prédikaranum 5:7 eða líka Jehóva?

Í þessu áhugaverða versi segir: „Sjáir þú hinn snauða undirokaðan og að rétti og réttlæti er hallað í héraðinu þá furða þú þig ekki á því athæfi því að hár vakir yfir háum og hinn hæsti yfir þeim öllum.“ – Préd. 5:7.

Frá mannlegum sjónarhóli gæti þessi lýsing vel átt við menn í valdastöðu. En ef við hugsum lengra sjáum við líka að versið bendir á viss sannindi um Jehóva sem ættu að veita okkur huggun og ró.

Prédikarinn 5:7 talar um valdhafa sem kúgar fátæka og sýnir þeim óréttlæti. Þessi valdhafi ætti að muna að einhver með meira vald og í hærri stöðu er að öllum líkindum að fylgjast með honum. Það gæti líka verið að það séu aðrir sem hafa jafnvel enn hærri stöðu. Þegar mannlegar stjórnir eru annars vegar má vera að allir valdhafarnir séu spilltir og að venjulegt fólk þurfi að líða fyrir alla spillinguna og óréttlætið.

En sama hversu vonlaus staðan virðist vera getum við verið viss um að Jehóva vakir yfir valdhöfum manna. Við getum beðið hann um hjálp og varpað áhyggjum okkar á hann. (Sálm. 55:23; Fil. 4:6, 7) Við vitum að „augu Drottins skima um alla jörðina til þess að geta komið þeim til hjálpar sem eru heils hugar við hann“. – 2. Kron. 16:9.

Prédikarinn 5:7 varpar þess vegna ljósi á raunverulega stöðu manna í valdastöðu – það er alltaf einhver sem hefur meira vald en þeir. En það sem er mikilvægara er að þetta vers getur minnt okkur á að Jehóva er hinn hæsti, já, hinn alvaldi. Hann stjórnar nú fyrir atbeina sonar síns, Jesú Krists, sem er konungur Guðsríkis. Hinn almáttugi, sem tekur eftir öllu, er algerlega réttlátur og sanngjarn og það er sonur hans líka.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila