Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w21 janúar bls. 31
  • Vissir þú?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vissir þú?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Svipað efni
  • Nafn Guðs í aldanna rás
    Nafn Guðs sem vara mun að eilífu
  • Á Guð sér nafn?
    Biblíuspurningar og svör
  • Er rangt að nefna nafn Guðs?
    Vaknið! – 1999
  • Nafn Guðs
    Vaknið! – 2017
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
w21 janúar bls. 31
Nafn Guðs greypt í stein.

Áletrun á steini: „Bölvaður sé Hagaf sonur Hagav af Jahve Sabaot.“

Vissir þú?

Hvernig styður forn áletrun frásögu Biblíunnar?

Í BIBLE Lands Museum í Jerúsalem getur að líta stein með áletrun frá sjöundu öld f.Kr. Hann fannst í grafarhelli skammt frá Hebron í Ísrael. Áletrunin hljóðar svo: „Bölvaður sé Hagaf sonur Hagav af Jahve Sabaot.“ Hvernig styður þessi áletrun frásögu Biblíunnar? Hún sýnir að nafn Guðs, Jehóva eða Jahve, ritað JHVH með fornhebresku letri, var vel þekkt á biblíutímanum og að fólk notaði það í daglegu lífi. Aðrar áletranir í grafarhellunum sýna að þeir sem hittust þar og földu sig rituðu nafn Guðs á veggina ásamt öðrum sérnöfnum sem fela í sér mynd af nafni hans.

Dr. Rachel Nabulsi við University of Georgia segir um þessar áletranir: „Ítrekuð notkun nafnsins JHVH segir mikla sögu. [Biblíu-]textarnir og áletranirnar sýna að JHVH skipaði stóran sess í daglegu lífi í Ísrael og Júda.“ Þetta rennur stoðum undir frásögu Biblíunnar en í henni kemur nafn Guðs fyrir mörg þúsund sinnum, ritað JHVH með hebresku letri. Sérnöfn fólu oft í sér nafn Guðs.

Áletrunin „Jahve Sabaot“ á steininum merkir ,Jehóva hersveitanna‘. Þetta virðist benda til þess að ekki aðeins nafn Guðs heldur líka orðasambandið ,Jehóva hersveitanna‘ hafi verið almennt notað á biblíutímanum. Það samræmist notkun Biblíunnar á hugtakinu ,Jehóva hersveitanna‘ en það kemur fyrir oftar en 250 sinnum í Hebresku ritningunum, aðallega í bókum Jesaja, Jeremía og Sakaría.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila