Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 56
  • Getur Satan djöfullinn stjórnað fólki?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Getur Satan djöfullinn stjórnað fólki?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Hverju svarar Biblían?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
  • Stöndum gegn Satan, þá mun hann flýja
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Er Satan djöfullinn raunverulegur?
    Biblíuspurningar og svör
  • „Standið gegn djöflinum“ eins og Jesús gerði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
Sjá meira
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 56

Getur Satan djöfullinn stjórnað fólki?

Svar Biblíunnar

Satan djöfullinn og illir andar hafa svo mikil áhrif á mannkynið að Biblían segir: „Allur heimurinn er á valdi hins vonda.“ (1. Jóhannesarbréf 5:19) Biblían bendir á aðferðir sem Satan notar til að hafa áhrif á fólk.

  • Blekking. Biblían hvetur kristna menn til að vera viðbúna svo að þeir geti „staðist vélabrögð djöfulsins“. (Efesusbréfið 6:11) Eitt af brögðum hans er að telja fólki trú um að útsendarar hans séu þjónar Guðs. – 2. Korintubréf 11:13-15.

  • Andatrú. Satan villir um fyrir fólki með því að nota miðla, spákonur og þá sem stunda kukl eða stjörnuspeki. (5. Mósebók 18:10-12) Annað sem getur einnig gert fólk berskjaldað fyrir áhrifum illra anda er eiturlyfjaneysla, dáleiðsla og hugleiðslutækni. – Lúkas 11:24-26.

  • Falstrú. Trúfélög og kirkjudeildir, sem kenna falskar kenningar, fá fólk til að fara ekki eftir því sem Guð segir. (1. Korintubréf 10:20) Í Biblíunni eru slíkar falskenningar kallaðar ‚lærdómar illra anda‘. – 1. Tímóteusarbréf 4:1.

  • Andseta. Í Biblíunni er sagt frá einstaklingum sem voru haldnir illum öndum. Illir andar höfðu vald yfir þeim. Stundum var þetta fólk slegið blindu eða málleysi og það stundaði jafnvel sjálfsmeiðingar. – Matteus 12:22; Markús 5:2-5.

Hvernig er hægt að forðast áhrif Satans?

Þú þarft ekki að lifa í stöðugum ótta við að verða fyrir áhrifum illra anda því að Biblían sýnir hvernig þú getur staðið gegn Satan með góðum árangri:

  • Lærðu að þekkja aðferðir Satans svo að þér sé ekki „ókunnugt um vélráð hans“. – 2. Korintubréf 2:11.

  • Aflaðu þér biblíuþekkingar og farðu síðan eftir því sem þú lærir. Það verndar þig fyrir áhrifum Satans að fara eftir meginreglum Biblíunnar. – Efesusbréfið 6:11-18.

  • Losaðu þig við allt sem tengist andatrú, þar á meðal tónlist, bækur, tímarit, veggspjöld og myndbönd sem ýta undir andatrúariðkun. – Postulasagan 19:19.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila