Fyrri Kroníkubók
3 Þetta voru synir Davíðs sem hann eignaðist í Hebron:+ Amnon,+ frumburðurinn, en móðir hans var Akínóam+ frá Jesreel. Næstur kom Daníel en móðir hans var Abígail+ frá Karmel. 2 Sá þriðji var Absalon,+ sonur Maöku dóttur Talmaí, konungs í Gesúr. Sá fjórði var Adónía+ sonur Haggítar. 3 Sá fimmti var Sefatja en móðir hans var Abítal. Sá sjötti var Jitream en móðir hans var Egla kona Davíðs. 4 Þessa sex syni eignaðist hann í Hebron. Þar ríkti hann í 7 ár og 6 mánuði en í Jerúsalem ríkti hann í 33 ár.+
5 Þessa eignaðist hann í Jerúsalem:+ Símea, Sóbab, Natan+ og Salómon.+ Hann átti þessa fjóra með Batsebu+ Ammíelsdóttur. 6 Hann eignaðist níu aðra syni: Jíbhar, Elísama, Elífelet, 7 Nóga, Nefeg, Jafía, 8 Elísama, Eljada og Elífelet. 9 Þetta voru allir synir Davíðs að undanskildum sonum hjákvennanna. Tamar+ var systir þeirra.
10 Sonur Salómons var Rehabeam,+ sonur hans var Abía,+ sonur hans Asa,+ sonur hans Jósafat,+ 11 sonur hans Jóram,+ sonur hans Ahasía,+ sonur hans Jóas,+ 12 sonur hans Amasía,+ sonur hans Asaría,+ sonur hans Jótam,+ 13 sonur hans Akas,+ sonur hans Hiskía,+ sonur hans Manasse,+ 14 sonur hans Amón+ og sonur hans Jósía.+ 15 Synir Jósía voru Jóhanan, frumburðurinn, næstur kom Jójakím,+ Sedekía+ var sá þriðji og Sallúm sá fjórði. 16 Synir* Jójakíms voru Jekonja+ sonur hans og Sedekía sonur hans. 17 Synir Jekonja, sem var tekinn til fanga, voru Sealtíel, 18 Malkíram, Pedaja, Seneasser, Jekamja, Hósama og Nedabja. 19 Synir Pedaja voru Serúbabel+ og Símeí. Synir Serúbabels voru Mesúllam og Hananja og Selómít var systir þeirra. 20 Hann eignaðist fimm aðra syni: Hasúba, Óhel, Berekía, Hasadja og Júsab Hesed. 21 Synir Hananja voru Pelatja og Jesaja. Sonur* Jesaja var Refaja, sonur* Refaja var Arnan, sonur* Arnans var Óbadía og sonur* Óbadía var Sekanja. 22 Synir Sekanja voru Semaja og synir hans: Hattús, Jígal, Baría, Nearja og Safat, alls sex. 23 Synir Nearja voru Eljóenaí, Hiskía og Asríkam, þrír talsins. 24 Og synir Eljóenaí voru Hódavja, Eljasíb, Pelaja, Akkúb, Jóhanan, Delaja og Ananí, alls sjö.