Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 2. Kroníkubók 13
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

2. Kroníkubók – yfirlit

      • Abía Júdakonungur (1–22)

        • Abía sigrar Jeróbóam (3–20)

2. Kroníkubók 13:1

Millivísanir

  • +1Kon 15:1, 2

2. Kroníkubók 13:2

Millivísanir

  • +2Kr 11:20, 21
  • +Jós 18:28; 1Sa 10:26
  • +1Kon 15:6

2. Kroníkubók 13:3

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „útvalda“.

  • *

    Orðrétt „útvöldum“.

Millivísanir

  • +2Kr 11:1

2. Kroníkubók 13:5

Neðanmáls

  • *

    Það er, varanlegum og óbreytanlegum sáttmála.

Millivísanir

  • +2Sa 7:12, 13; 1Kr 17:11, 14; Lúk 1:32
  • +1Mó 49:10; 2Sa 7:8; Sl 78:70, 71
  • +Sl 89:28, 29

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.12.2005, bls. 20

2. Kroníkubók 13:6

Millivísanir

  • +2Kr 10:2
  • +1Kon 11:26, 27; 12:20

2. Kroníkubók 13:8

Millivísanir

  • +1Kon 12:26, 28; 2Kr 11:15

2. Kroníkubók 13:9

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „kom til að fylla hönd sína“.

Millivísanir

  • +2Kr 11:14
  • +1Kon 12:31, 33; 13:33

2. Kroníkubók 13:10

Millivísanir

  • +2Kr 11:16

2. Kroníkubók 13:11

Neðanmáls

  • *

    Það er, skoðunarbrauðin.

Millivísanir

  • +2Mó 29:39
  • +2Mó 30:1
  • +2Mó 25:30
  • +2Mó 25:31
  • +2Mó 27:20

2. Kroníkubók 13:12

Millivísanir

  • +4Mó 10:9

2. Kroníkubók 13:14

Millivísanir

  • +2Kr 14:11; 18:31

2. Kroníkubók 13:17

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „útvaldir“.

2. Kroníkubók 13:18

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „studdust við“.

Millivísanir

  • +2Kon 18:1, 5; 1Kr 5:20; 2Kr 16:8; Sl 22:5; 37:5; Nah 1:7

2. Kroníkubók 13:19

Neðanmáls

  • *

    Eða „þorpin í kring“.

Millivísanir

  • +1Kon 12:28, 29
  • +Jóh 11:54

2. Kroníkubók 13:20

Millivísanir

  • +1Sa 25:38; 1Kon 14:20; Pos 12:21–23

2. Kroníkubók 13:21

Millivísanir

  • +5Mó 17:17

2. Kroníkubók 13:22

Neðanmáls

  • *

    Eða „skýringarriti“.

Millivísanir

  • +2Kr 9:29; 12:15

Almennt

2. Kron. 13:11Kon 15:1, 2
2. Kron. 13:22Kr 11:20, 21
2. Kron. 13:2Jós 18:28; 1Sa 10:26
2. Kron. 13:21Kon 15:6
2. Kron. 13:32Kr 11:1
2. Kron. 13:52Sa 7:12, 13; 1Kr 17:11, 14; Lúk 1:32
2. Kron. 13:51Mó 49:10; 2Sa 7:8; Sl 78:70, 71
2. Kron. 13:5Sl 89:28, 29
2. Kron. 13:62Kr 10:2
2. Kron. 13:61Kon 11:26, 27; 12:20
2. Kron. 13:81Kon 12:26, 28; 2Kr 11:15
2. Kron. 13:92Kr 11:14
2. Kron. 13:91Kon 12:31, 33; 13:33
2. Kron. 13:102Kr 11:16
2. Kron. 13:112Mó 29:39
2. Kron. 13:112Mó 30:1
2. Kron. 13:112Mó 25:30
2. Kron. 13:112Mó 25:31
2. Kron. 13:112Mó 27:20
2. Kron. 13:124Mó 10:9
2. Kron. 13:142Kr 14:11; 18:31
2. Kron. 13:182Kon 18:1, 5; 1Kr 5:20; 2Kr 16:8; Sl 22:5; 37:5; Nah 1:7
2. Kron. 13:191Kon 12:28, 29
2. Kron. 13:19Jóh 11:54
2. Kron. 13:201Sa 25:38; 1Kon 14:20; Pos 12:21–23
2. Kron. 13:215Mó 17:17
2. Kron. 13:222Kr 9:29; 12:15
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
Biblían – Nýheimsþýðingin
2. Kroníkubók 13:1–22

Síðari Kroníkubók

13 Á 18. stjórnarári Jeróbóams konungs varð Abía konungur yfir Júda.+ 2 Hann ríkti í þrjú ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Míkaja+ og var dóttir Úríels frá Gíbeu.+ Abía og Jeróbóam áttu í stríði hvor við annan.+

3 Abía hélt til bardaga með 400.000 manna her, sterka og þjálfaða* hermenn.+ Jeróbóam fylkti her sínum gegn honum, 800.000 þjálfuðum* stríðsköppum. 4 Abía tók sér stöðu á Semaraímfjalli, sem er í fjalllendi Efraíms, og sagði: „Hlustið á mig, Jeróbóam og allur Ísrael. 5 Vitið þið ekki að Jehóva Guð Ísraels gaf Davíð og sonum hans+ konungdóm yfir Ísrael um alla eilífð+ með saltsáttmála?*+ 6 En Jeróbóam+ Nebatsson, þjónn Salómons sonar Davíðs, setti sig upp á móti herra sínum og gerði uppreisn gegn honum.+ 7 Dugleysingjar og illmenni slógust í lið með honum og þeir urðu öflugri en Rehabeam sonur Salómons. Rehabeam var þá ungur og óöruggur og gat ekki staðið gegn þeim.

8 Og nú þykist þið geta staðið gegn konungdómi Jehóva, sem er í höndum sona Davíðs, af því að þið eruð fjölmennir og hafið hjá ykkur gullkálfana sem Jeróbóam gerði að guðum handa ykkur.+ 9 Hafið þið ekki rekið burt presta Jehóva,+ afkomendur Arons, og Levítana og skipað ykkar eigin presta eins og þjóðir annarra landa?+ Hver sem kom* með ungnaut og sjö hrúta gat orðið prestur guða sem eru engir guðir. 10 En Jehóva er Guð okkar+ og við höfum ekki yfirgefið hann. Prestar okkar, afkomendur Arons, þjóna Jehóva og Levítarnir aðstoða þá. 11 Á hverjum morgni og hverju kvöldi+ láta þeir reykinn af brennifórnum og ilmreykelsum+ stíga upp til Jehóva. Þeir leggja brauðstaflana*+ á borðið úr skíragulli og á hverju kvöldi kveikja þeir á gullljósastikunni+ og lömpum hennar.+ Við rækjum skyldur okkar við Jehóva Guð okkar en þið hafið yfirgefið hann. 12 Takið eftir: Hinn sanni Guð er með okkur og fer fyrir okkur. Prestar hans eru hér með lúðrana, tilbúnir til að blása til atlögu gegn ykkur. Ísraelsmenn, berjist ekki gegn Jehóva, Guði forfeðra ykkar, því að þið munuð ekki hafa erindi sem erfiði.“+

13 En Jeróbóam sendi launsáturslið til að koma aftan að þeim. Meginherinn var því fyrir framan Júdamenn en launsátursliðið fyrir aftan þá. 14 Þegar Júdamenn sneru sér við sáu þeir að ráðist var á þá bæði að framan og aftan. Þá hrópuðu þeir til Jehóva+ og prestarnir blésu hátt í lúðrana. 15 Síðan ráku Júdamenn upp heróp. Þegar þeir hrópuðu sigraði hinn sanni Guð Jeróbóam og allan Ísrael frammi fyrir Abía og Júdamönnum. 16 Ísraelsmenn lögðu á flótta en Guð lét þá falla í hendur Júdamanna. 17 Abía og menn hans stráfelldu þá og 500.000 þjálfaðir* menn féllu úr röðum Ísraelsmanna. 18 Þannig voru Ísraelsmenn niðurlægðir þennan dag en Júdamenn voru þeim yfirsterkari af því að þeir reiddu sig á* Jehóva, Guð forfeðra sinna.+ 19 Abía elti Jeróbóam og vann af honum borgir: Betel+ og tilheyrandi þorp,* Jesana og tilheyrandi þorp og Efraín+ og tilheyrandi þorp. 20 Jeróbóam endurheimti aldrei völd sín á meðan Abía lifði. Að lokum laust Jehóva hann svo að hann dó.+

21 En Abía varð sífellt öflugri. Hann tók sér 14 konur+ og eignaðist 22 syni og 16 dætur. 22 Það sem er ósagt af sögu Abía, því sem hann gerði og sagði, er skráð í riti* Iddós spámanns.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila