Jobsbók
5 Kallaðu bara! Heldurðu að einhver svari þér?
Til hvers af hinum heilögu ætlarðu að snúa þér?
2 Gremjan drepur heimskingjann
og öfundin verður einfeldningnum að bana.
3 Ég hef séð heimskingjann festa rætur
en skyndilega kemur bölvun yfir bústað hans.
4 Synir hans eru hvergi nærri öruggir,
þeir eru troðnir niður í borgarhliðinu+ og enginn kemur þeim til bjargar.
5 Svangur maður borðar uppskeru hans
og tekur jafnvel það sem vex meðal þyrnanna.
Eignir feðganna eru teknar frá þeim.
6 Skaðsemi sprettur ekki upp úr moldinni
og mótlæti vex ekki upp úr jörðinni.
7 Nei, maðurinn er fæddur til að þjást,
rétt eins og neistarnir fljúga upp í loftið.
8 En ég myndi leita til Guðs
og leggja mál mitt fyrir hann,
9 fyrir hann sem gerir mikla og óskiljanlega hluti,
kraftaverk sem ekki verða talin.
10 Hann lætur rigna á jörðina
og sendir vatn yfir landið.
11 Hann upphefur hinn lága
og leiðir hinn niðurbeygða í öruggt skjól.
12 Hann kollvarpar áformum hinna lævísu
svo að hendur þeirra fá engu áorkað.
13 Hann fangar hina vitru í slægð þeirra+
svo að áform þeirra verða að engu.
14 Þeir lenda í myrkri um hábjartan dag
og þreifa sig áfram um hádegi eins og það væri nótt.
15 Hann bjargar fólki undan beittum orðum* þeirra
og fátækum úr greipum hins sterka.
16 Hinn lágt setti á sér þá von
en munnur ranglátra þagnar.
17 Sá sem Guð leiðréttir er hamingjusamur.
Hafnaðu því ekki ögun Hins almáttuga!
18 Hann veitir sár en bindur um það,
hann slær en læknar með höndum sínum.
19 Hann bjargar þér úr sex þrengingum
og sú sjöunda gerir þér ekki heldur mein.
20 Í hungursneyð bjargar hann þér frá dauða
og í stríði frá valdi sverðsins.
21 Þú ert varinn fyrir svipuhöggum tungunnar+
og þarft ekki að óttast þegar eyðingin kemur.
22 Þú hlærð að eyðingu og hungri
og óttast ekki villidýr jarðar.
23 Steinarnir á sléttunni valda þér ekki skaða*
og dýr merkurinnar láta þig í friði.
24 Þú veist að þér er óhætt í tjaldi þínu
og einskis er vant þegar þú horfir yfir beitilönd þín.
25 Þú eignast fjölda barna,
afkomendur þínir verða eins margir og jurtirnar á jörðinni.
26 Þú verður kraftmikill allt til dauðadags
eins og þroskað korn sem safnað er í knippi.
27 Við höfum kynnt okkur þetta og svona er það.
Hlustaðu og sættu þig við það.“