Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Prédikarinn 6
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Prédikarinn – yfirlit

      • Að njóta ekki eigna sinna (1–6)

      • Njóttu þess sem þú hefur núna (7–12)

Prédikarinn 6:1

Neðanmáls

  • *

    Eða „ógæfa“.

Prédikarinn 6:3

Neðanmáls

  • *

    Eða „og fær ekki einu sinni greftrun“.

Millivísanir

  • +Pré 4:2, 3

Prédikarinn 6:5

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „fær það meiri hvíld“.

Millivísanir

  • +Job 3:11, 13; 14:1

Prédikarinn 6:6

Millivísanir

  • +Job 30:23; Pré 3:20; Róm 5:12

Prédikarinn 6:7

Millivísanir

  • +1Mó 3:19; Okv 16:26

Prédikarinn 6:8

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „ganga frammi fyrir þeim sem lifa“.

Millivísanir

  • +Sl 49:10; Pré 2:15, 16

Prédikarinn 6:9

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    8.2021, bls. 21

    Vaknið!: Að nota tímann skynsamlega

    Varðturninn,

    1.11.2006, bls. 15

    1.6.1988, bls. 29-30

Prédikarinn 6:10

Neðanmáls

  • *

    Eða „sótt mál gegn sér voldugri manni“.

Prédikarinn 6:12

Millivísanir

  • +1Kr 29:15; Job 8:9; 14:1, 2; Sl 102:11

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.4.1997, bls. 22

Almennt

Préd. 6:3Pré 4:2, 3
Préd. 6:5Job 3:11, 13; 14:1
Préd. 6:6Job 30:23; Pré 3:20; Róm 5:12
Préd. 6:71Mó 3:19; Okv 16:26
Préd. 6:8Sl 49:10; Pré 2:15, 16
Préd. 6:121Kr 29:15; Job 8:9; 14:1, 2; Sl 102:11
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
Biblían – Nýheimsþýðingin
Prédikarinn 6:1–12

Prédikarinn

6 Ég hef séð annað undir sólinni sem er dapurlegt* og það er algengt meðal manna: 2 Hinn sanni Guð gefur manni auðæfi, eigur og heiður svo að hann skortir ekkert sem hann langar í. En hinn sanni Guð gerir honum ekki kleift að njóta þess heldur leyfir ókunnugum manni að njóta þess. Það er tilgangslaust og mikið böl. 3 Þótt maður eignist hundrað börn, lifi mörg ár og nái hárri elli verð ég að segja að andvana fætt barn er betur sett en hann+ ef hann nýtur ekki gæða lífsins áður en hann fer í gröfina.* 4 Það kom í heiminn til einskis og fór burt í myrkri og nafn þess er hulið myrkri. 5 Þótt það hafi aldrei séð sólina né vitað neitt er það samt betur sett* en slíkur maður.+ 6 Hvaða gagn er að því að lifa þúsund ár tvisvar en njóta ekki gæða lífsins? Fara ekki allir sömu leiðina?+

7 Maðurinn stritar til að fylla magann+ en samt verður hann aldrei saddur. 8 Hvaða yfirburði hefur vitur maður yfir heimskan+ eða hvaða gagn hefur fátækur maður af því að kunna að takast á við lífið?* 9 Það er betra að njóta þess sem maður sér en að eltast við langanir sínar. Það er líka tilgangslaust og eftirsókn eftir vindi.

10 Það sem til er orðið hefur þegar fengið nafn og eðli mannsins er þekkt. Maðurinn getur ekki deilt við sér voldugri mann.* 11 Því fleiri orð, þeim mun minna merkja þau. Og hvaða gagn hefur maðurinn af þeim? 12 Hver veit hvernig best er að maður lifi sína stuttu og tilgangslausu ævi sem er eins og hverfull skuggi?+ Hver getur sagt manninum hvað gerist undir sólinni eftir að hann er farinn?

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila