Jesaja
3 Hinn sanni Drottinn, Jehóva hersveitanna,
sviptir Jerúsalem og Júda öllum stuðningi og vistum,
já, öllu brauði og vatni,+
2 hermanni og kappa,
dómara og spámanni,+ spásagnarmanni og öldungi,
3 fimmtíu manna höfðingja,+ tignarmanni og ráðgjafa,
galdramanni og særingamanni.+
4 Ég geri drengi að höfðingjum þeirra
og duttlungafullir* menn stjórna þeim.
Unglingur ræðst á öldunginn
og hinir lítils virtu ögra virtum mönnum.+
6 Maður grípur í bróður sinn heima hjá föður sínum og segir:
„Þú átt yfirhöfn – vertu leiðtogi okkar.
Taktu völdin yfir þessum rústum.“
7 En hann mótmælir og segir:
„Ég ætla ekki að binda um sár ykkar.*
Ég á hvorki mat né fatnað í húsi mínu.
Gerið mig ekki að leiðtoga fólksins.“
9 Svipur þeirra vitnar gegn þeim
og þeir básúna synd sína eins og Sódóma,+
þeir reyna ekki að fela hana.
Ógæfan kemur yfir þá og það er sjálfum þeim að kenna!
10 Segið hinum réttlátu að þeim farnist vel.
Þeim verður launað fyrir verk sín.*+
11 Illa fer fyrir hinum vonda,
hörmungar koma yfir hann
því að hann fær að upplifa það sama og hann gerði öðrum.
12 Yfirmenn fólks míns eru harðneskjulegir,
konur drottna yfir fólkinu.
Þjóð mín, leiðtogar þínir leiða þig afvega
og gera vegi þína ógreinanlega.+
13 Jehóva gengur fram til að ákæra,
hann stendur upp til að fella dóm yfir þjóðum.
14 Jehóva dæmir öldunga og höfðingja þjóðar sinnar.
„Þið hafið brennt víngarðinn
og þýfið frá hinum fátæku er heima hjá ykkur.+
15 Hvernig dirfist þið að gera út af við þjóð mína
og troða niður hina fátæku?“+ segir alvaldur Drottinn, Jehóva hersveitanna.
16 Jehóva segir: „Dætur Síonar eru hrokafullar,
ganga hnarreistar,
daðra með augunum og tipla um
til að láta klingja í ökklaböndunum.
17 Jehóva lætur því höfuð Síonardætra steypast út í hrúðri,
Jehóva gerir þær sköllóttar.+
18 Á þeim degi tekur Jehóva frá þeim skart þeirra:
ökklahringina, ennisböndin og skrautmánana,+
19 eyrnalokka þeirra, armbönd og slæður,
20 höfuðbúnað, ökklakeðjur og brjóstborða,
ilmvatnsglös* og verndargripi,*
21 hringa og nefhringi,
22 hátíðarfatnað, kjóla, skikkjur og veski,
23 handspegla+ þeirra og línklæðnað,*
vefjarhetti og sjöl.