Hósea
10 „Ísrael er úrkynjaður* vínviður sem ber ávöxt.+
Því meiri ávöxt sem hann ber því fleiri ölturu reisir hann,+
því betri sem uppskera landsins er því glæsilegri gerir hann helgisúlur sínar.+
2 Hjörtu þeirra eru hræsnisfull,
nú verða þeir fundnir sekir.
Guð mun brjóta ölturu þeirra og eyðileggja súlur þeirra.
3 Nú munu þeir segja: ‚Við höfum engan konung+ því að við óttuðumst ekki Jehóva.
Og hvað getur konungur gert fyrir okkur?‘
4 Þeir tala innantóm orð, sverja falska eiða+ og gera sáttmála.
Dómar þeirra eru eins og eitrað illgresi sem sprettur í plógförum á akri.+
5 Íbúar Samaríu munu óttast um kálfslíkneskið í Betaven.+
Fólkið mun syrgja það
og eins falsguðaprestarnir sem glöddust yfir því og dýrð þess
því að það verður tekið frá þeim og flutt í útlegð.
6 Líkneskið verður flutt til Assýríu sem gjöf handa stórkonungi.+
Efraím verður niðurlægður
og Ísrael skammast sín fyrir að hafa fylgt óviturlegum ráðum.+
8 Fórnarhæðunum í Betaven,+ synd Ísraels,+ verður eytt.+
Þyrnar og þistlar munu vaxa á ölturum hans.+
Fólk mun segja við fjöllin: ‚Hyljið okkur!‘
og við hæðirnar: ‚Hrynjið yfir okkur!‘+
9 Allt frá dögum Gíbeu hefurðu syndgað,+ Ísrael.
Þar stendurðu enn í sömu sporum.
Stríð gerði ekki út af við ódæðismennina í Gíbeu.
10 Ég mun líka aga þá þegar mér þóknast.
Þjóðir munu safnast gegn þeim
þegar báðar syndir þeirra verða lagðar á þá.*
11 Efraím var tamin kvíga sem naut þess að þreskja.
Ég hlífði fallegum hálsi hennar.
Nú spenni ég Efraím fyrir plóginn.+
Júda skal plægja, Jakob skal herfa.
12 Sáið réttlæti og uppskerið tryggan kærleika,
plægið land til ræktunar+
meðan enn er tími til að leita Jehóva.+
Þá kemur hann og fræðir ykkur um réttlæti.+
13 En þið hafið plægt illsku
og uppskorið ranglæti.+
Þið hafið borðað ávöxt blekkingarinnar.
Þú treystir á sjálfan þig
og þína mörgu hermenn.
14 Orrustugnýr mun rísa gegn þjóð þinni
og víggirtar borgir þínar verða allar lagðar í eyði+
eins og þegar Salman eyddi Bet Arbel
á orrustudeginum þegar mæður voru brytjaðar niður ásamt börnum sínum.
15 Þannig fer fyrir þér, Betel,+ vegna þess að illska þín er mikil.