Hósea
takið eftir, Ísraelsmenn,
hlustaðu, konungsætt,*
því að dómurinn beinist gegn ykkur
þar sem þið eruð snara fyrir Mispa
og útbreitt net yfir Tabor.+
3 Ég þekki Efraím
og Ísrael er mér ekki hulinn.
4 Verk þeirra hindra þá í að snúa aftur til Guðs síns
því að lauslætisandi* ríkir meðal þeirra+
og þeir vilja ekki kannast við Jehóva.
5 Hroki Ísraels vitnar gegn honum.*+
Ísrael og Efraím hafa báðir hrasað vegna sektar sinnar
og Júda hefur hrasað með þeim.+
6 Þeir lögðu af stað með sauði sína og naut til að leita Jehóva
en fundu hann ekki.
Hann hafði yfirgefið þá.+
Á einum mánuði verður þeim eytt* ásamt jörðum* þeirra.
8 Blásið í horn+ í Gíbeu, lúður í Rama!+
Hrópið heróp í Betaven:+ Af stað, Benjamín!
9 Efraím, fólk mun hrylla við þér á degi refsingarinnar.+
Ég hef tilkynnt ættkvíslum Ísraels það sem er óhjákvæmilegt að gerist.
10 Höfðingjar Júda eru eins og þeir sem færa landamörk.+
Ég úthelli heift minni yfir þá eins og vatni.
11 Efraím er kúgaður, réttvísin kremur hann
því að hann var ákveðinn í að fylgja andstæðingi sínum.+
12 Þess vegna var ég Efraím eins og mölfluga
og Júdamönnum eins og rotnun.
13 Þegar Efraím sá sjúkdóm sinn og Júda sár sitt
leitaði Efraím til Assýríu+ og sendi boðbera til stórkonungs.
En hann gat ekki læknað ykkur,
hann gat ekki grætt sár ykkar.
14 Ég verð Efraím eins og ungljón
og Júdamönnum eins og sterkt ljón.
Ég mun sjálfur rífa þá sundur og hverfa á braut.+
Ég dreg þá burt og enginn getur bjargað þeim.+
15 Ég fer burt og sný aftur á minn stað þar til þeir hafa goldið fyrir synd sína.
Þá munu þeir sækjast eftir velvild minni.*+
Þeir munu leita til mín í neyð sinni.“+