Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Dómarabókin 21
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Dómarabókin – yfirlit

      • Ættkvísl Benjamíns bjargað (1–25)

Dómarabókin 21:1

Millivísanir

  • +Dóm 20:1
  • +Dóm 21:18

Dómarabókin 21:2

Millivísanir

  • +Dóm 20:18, 26

Dómarabókin 21:4

Millivísanir

  • +3Mó 3:1

Dómarabókin 21:7

Millivísanir

  • +3Mó 5:4; 19:12; Mt 5:33
  • +Dóm 21:1, 18

Dómarabókin 21:8

Millivísanir

  • +Dóm 20:1

Dómarabókin 21:10

Millivísanir

  • +Dóm 21:5

Dómarabókin 21:11

Neðanmáls

  • *

    Eða „Helgið eyðingu“. Sjá orðaskýringar.

Dómarabókin 21:12

Millivísanir

  • +Jós 18:1

Dómarabókin 21:13

Millivísanir

  • +Dóm 20:46, 47

Dómarabókin 21:14

Millivísanir

  • +Dóm 21:8, 12

Dómarabókin 21:15

Millivísanir

  • +Dóm 21:6

Dómarabókin 21:18

Millivísanir

  • +3Mó 19:12; Dóm 21:1

Dómarabókin 21:19

Millivísanir

  • +Jós 18:1

Dómarabókin 21:21

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Sílódætur“.

Dómarabókin 21:22

Millivísanir

  • +Dóm 21:12, 14
  • +Dóm 21:1, 18

Dómarabókin 21:23

Millivísanir

  • +Dóm 20:48

Dómarabókin 21:25

Millivísanir

  • +Dóm 17:6; 1Sa 8:4, 5

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.2.2005, bls. 21

    1.11.1995, bls. 30-31

    Er til skapari?, bls. 133-134

Almennt

Dóm. 21:1Dóm 20:1
Dóm. 21:1Dóm 21:18
Dóm. 21:2Dóm 20:18, 26
Dóm. 21:43Mó 3:1
Dóm. 21:73Mó 5:4; 19:12; Mt 5:33
Dóm. 21:7Dóm 21:1, 18
Dóm. 21:8Dóm 20:1
Dóm. 21:10Dóm 21:5
Dóm. 21:12Jós 18:1
Dóm. 21:13Dóm 20:46, 47
Dóm. 21:14Dóm 21:8, 12
Dóm. 21:15Dóm 21:6
Dóm. 21:183Mó 19:12; Dóm 21:1
Dóm. 21:19Jós 18:1
Dóm. 21:22Dóm 21:12, 14
Dóm. 21:22Dóm 21:1, 18
Dóm. 21:23Dóm 20:48
Dóm. 21:25Dóm 17:6; 1Sa 8:4, 5
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
Biblían – Nýheimsþýðingin
Dómarabókin 21:1–25

Dómarabókin

21 Ísraelsmenn höfðu svarið þennan eið í Mispa:+ „Enginn okkar skal gifta Benjamíníta dóttur sína.“+ 2 Þess vegna fór fólkið til Betel+ og það sat þar frammi fyrir hinum sanna Guði til kvölds og grét og kveinaði. 3 Menn sögðu: „Jehóva Guð Ísraels, hvers vegna hefur þetta gerst í Ísrael? Hvers vegna á að vanta eina ættkvísl í Ísrael?“ 4 Daginn eftir fór fólk snemma á fætur og reisti altari þar til að færa brennifórnir og samneytisfórnir.+

5 Síðan sögðu Ísraelsmenn: „Hverjir af öllum ættkvíslum Ísraels komu ekki þegar við söfnuðumst saman frammi fyrir Jehóva?“ en þeir höfðu svarið þess dýran eið að þeir sem kæmu ekki upp til Jehóva í Mispa yrðu teknir af lífi. 6 Ísraelsmenn hörmuðu það sem hafði komið fyrir Benjamín bróður þeirra. „Í dag hefur ein ættkvísl verið höggvin af Ísrael,“ sögðu þeir. 7 „Hvernig getum við útvegað konur handa þeim sem eru eftir fyrst við höfum svarið við Jehóva+ að gefa þeim enga af dætrum okkar?“+

8 Þeir spurðu: „Hverjir meðal ættkvísla Ísraels komu ekki upp til Jehóva í Mispa?“+ Svo vildi til að enginn hafði komið frá Jabes í Gíleað í búðirnar þar sem fólkið var samankomið. 9 Þegar fólkið var talið kom í ljós að þar var enginn af íbúum Jabes í Gíleað. 10 Þá sendi söfnuðurinn 12.000 af öflugustu hermönnunum þangað og gaf þeim þessi fyrirmæli: „Farið og fellið íbúa Jabes í Gíleað með sverði, einnig konur og börn.+ 11 Þetta skuluð þið gera: Drepið* alla karlmenn og sömuleiðis allar konur sem hafa haft kynmök við karlmann.“ 12 Meðal íbúa Jabes í Gíleað fundu þeir 400 ungar konur sem voru hreinar meyjar og höfðu aldrei haft kynmök við karlmann. Þeir tóku þær með sér til búðanna í Síló+ sem er í Kanaanslandi.

13 Söfnuðurinn sendi síðan boð til Benjamínítanna á Rimmonkletti+ og bauð þeim frið. 14 Benjamínítarnir sneru þá aftur heim. Menn gáfu þeim konurnar frá Jabes í Gíleað+ sem þeir höfðu þyrmt en þær voru ekki nógu margar handa þeim. 15 Fólkið harmaði það sem hafði komið fyrir Benjamín+ því að Jehóva hafði valdið klofningi meðal ættkvísla Ísraels. 16 Öldungar safnaðarins spurðu: „Hvernig eigum við að útvega konur handa mönnunum sem eru eftir fyrst búið er að útrýma öllum konum í Benjamín?“ 17 Þeir héldu áfram: „Eftirlifandi Benjamínítar þurfa að geta haldið erfðalandi sínu svo að engin af ættkvíslunum verði afmáð úr Ísrael. 18 En við megum ekki gefa þeim konur af dætrum okkar því að Ísraelsmenn hafa svarið: ‚Bölvaður sé sá sem gefur Benjamín konu.‘“+

19 Síðan sögðu þeir: „Á hverju ári er Jehóva haldin hátíð í Síló+ sem er norður af Betel, austan við þjóðveginn frá Betel til Síkem og sunnan við Lebóna.“ 20 Þeir sögðu Benjamínítunum: „Leggist í launsátur í víngörðunum. 21 Þegar þið sjáið ungu konurnar í Síló* koma út til að dansa hringdans skuluð þið stökkva út úr víngörðunum og nema á brott sína konuna hver. Farið síðan heim í Benjamínsland. 22 Ef feður þeirra eða bræður kæra okkur skulum við segja við þá: ‚Sýnið okkur skilning þeirra vegna því að við gátum ekki útvegað þeim öllum konu með því að fara í stríð+ og þið gátuð ekki gefið þeim konur án þess að rjúfa eiðinn.‘“+

23 Benjamínítarnir gerðu þetta. Hver og einn þeirra nam á brott konu af hópi kvennanna sem voru að dansa. Síðan fóru þeir heim til erfðalands síns, endurreistu borgir sínar+ og settust að í þeim.

24 Ísraelsmenn fóru líka þaðan, hver og einn til sinnar ættkvíslar og ættar. Þeir héldu þaðan hver til erfðalands síns.

25 Á þeim tíma var enginn konungur í Ísrael.+ Hver og einn gerði það sem honum sjálfum fannst rétt.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila