-
3. Mósebók 7:23–25Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
23 „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Þið megið ekki borða neina fitu+ úr nauti, hrútlambi eða geit. 24 Fitu úr sjálfdauðri skepnu og skepnu sem annað dýr hefur drepið má hafa til allra annarra nota, en þið megið undir engum kringumstæðum borða hana.+ 25 Sá sem borðar fitu úr skepnu sem hann færir Jehóva að eldfórn skal upprættur úr þjóð sinni.*
-
-
1. Konungabók 8:64Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
64 Þennan dag helgaði konungur miðhluta forgarðsins sem er fyrir framan hús Jehóva því að þar átti hann að færa brennifórnirnar, kornfórnirnar og fitustykki samneytisfórnanna, en koparaltarið+ sem stóð frammi fyrir Jehóva var of lítið til að rúma brennifórnirnar, kornfórnirnar og fitustykki+ samneytisfórnanna.
-