Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 3. Mósebók 14:49–53
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 49 Hann á að taka tvo fugla, sedrusvið, skarlatsrautt efni og ísóp til að hreinsa húsið.*+ 50 Hann á að slátra öðrum fuglinum yfir leirkeri með fersku vatni. 51 Síðan á hann að taka sedrusviðinn, ísópinn, skarlatsrauða efnið og lifandi fuglinn, dýfa þeim í blóð fuglsins sem var slátrað yfir ferska vatninu og sletta því sjö sinnum í átt að húsinu.+ 52 Hann á að hreinsa húsið* með blóði fuglsins, ferska vatninu, lifandi fuglinum, sedrusviðnum, ísópnum og skarlatsrauða efninu. 53 Eftir það á hann að sleppa lifandi fuglinum á víðavangi fyrir utan borgina og friðþægja fyrir húsið. Þá er það hreint.

  • 4. Mósebók 19:6
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 6 Presturinn á að taka sedrusvið, ísóp+ og skarlatsrautt efni og kasta því á eldinn þar sem kýrin er brennd.

  • 4. Mósebók 19:9
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 9 Hreinn maður á að safna saman ösku kýrinnar+ og láta hana á hreinan stað fyrir utan búðirnar. Ísraelsmenn eiga að geyma öskuna og nota hana til að gera hreinsunarvatn.+ Þetta er syndafórn.

  • Sálmur 51:7
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    •  7 Hreinsaðu mig af synd minni með ísóp svo að ég verði hreinn,+

      þvoðu mig svo að ég verði hvítari en snjór.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila