10 Þar eiga að vera 20 súlur með 20 undirstöðuplötum úr kopar. Krókarnir á súlunum og festingar þeirra eru úr silfri. 11 Tjöldin á norðurhliðinni eiga einnig að vera 100 álnir á lengd með 20 súlum og 20 undirstöðuplötum úr kopar, ásamt silfurkrókum og festingum fyrir súlurnar.