Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 2. Mósebók 27
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

2. Mósebók – yfirlit

      • Brennifórnaraltarið (1–8)

      • Forgarðurinn (9–19)

      • Olía fyrir ljósastikuna (20, 21)

2. Mósebók 27:1

Neðanmáls

  • *

    Alin jafngilti 44,5 cm. Sjá viðauka B14.

Millivísanir

  • +2Mó 40:29; 2Kr 4:1; Heb 13:10
  • +2Mó 38:1–7

2. Mósebók 27:2

Millivísanir

  • +3Mó 4:25
  • +1Kon 8:64

2. Mósebók 27:3

Neðanmáls

  • *

    Eða „fituöskuna“, það er, ösku blandaða fitu fórnardýranna.

Millivísanir

  • +1Kon 7:45

2. Mósebók 27:7

Millivísanir

  • +4Mó 4:14, 15

2. Mósebók 27:8

Millivísanir

  • +2Mó 25:40; 1Kr 28:12; Pos 7:44; Heb 8:5

2. Mósebók 27:9

Millivísanir

  • +2Mó 40:8; 1Kon 6:36
  • +2Mó 38:9–15

2. Mósebók 27:10

Neðanmáls

  • *

    Eða „hringir“ til festingar.

2. Mósebók 27:11

Neðanmáls

  • *

    Eða „hringjum“ til festingar.

2. Mósebók 27:14

Millivísanir

  • +2Mó 39:33, 40

2. Mósebók 27:16

Millivísanir

  • +2Mó 35:25
  • +2Mó 38:18, 19

2. Mósebók 27:17

Millivísanir

  • +2Mó 38:17

2. Mósebók 27:18

Millivísanir

  • +2Mó 27:9

2. Mósebók 27:19

Millivísanir

  • +2Mó 38:20; 4Mó 3:36, 37

2. Mósebók 27:20

Millivísanir

  • +2Mó 39:33, 37; 3Mó 24:1–3

2. Mósebók 27:21

Millivísanir

  • +2Mó 30:8
  • +2Mó 26:33; 40:3; Heb 9:2, 3
  • +4Mó 18:23

Almennt

2. Mós. 27:12Mó 40:29; 2Kr 4:1; Heb 13:10
2. Mós. 27:12Mó 38:1–7
2. Mós. 27:23Mó 4:25
2. Mós. 27:21Kon 8:64
2. Mós. 27:31Kon 7:45
2. Mós. 27:74Mó 4:14, 15
2. Mós. 27:82Mó 25:40; 1Kr 28:12; Pos 7:44; Heb 8:5
2. Mós. 27:92Mó 40:8; 1Kon 6:36
2. Mós. 27:92Mó 38:9–15
2. Mós. 27:142Mó 39:33, 40
2. Mós. 27:162Mó 35:25
2. Mós. 27:162Mó 38:18, 19
2. Mós. 27:172Mó 38:17
2. Mós. 27:182Mó 27:9
2. Mós. 27:192Mó 38:20; 4Mó 3:36, 37
2. Mós. 27:202Mó 39:33, 37; 3Mó 24:1–3
2. Mós. 27:212Mó 30:8
2. Mós. 27:212Mó 26:33; 40:3; Heb 9:2, 3
2. Mós. 27:214Mó 18:23
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
Biblían – Nýheimsþýðingin
2. Mósebók 27:1–21

Önnur Mósebók

27 Þú skalt gera altari úr akasíuviði.+ Það á að vera fimm álnir* á lengd og fimm álnir á breidd. Altarið á að vera ferningslaga og þrjár álnir á hæð.+ 2 Gerðu horn+ sem standa upp af fjórum hornum altarisins og eru hluti af því. Leggðu altarið kopar.+ 3 Gerðu fötur til að fjarlægja öskuna,* ásamt skóflum, skálum, göfflum og eldpönnum. Öll áhöld altarisins eiga að vera úr kopar.+ 4 Gerðu grind úr kopar fyrir altarið. Hún á að vera eins og net, og festu fjóra koparhringi við fjögur horn netsins. 5 Láttu netið sitja fyrir neðan brún altarisins og ná niður í mitt altarið. 6 Gerðu stangir úr akasíuviði fyrir altarið og leggðu þær kopar. 7 Stöngunum er rennt í hringina þannig að þær séu báðum megin á altarinu þegar það er borið.+ 8 Altarið á að vera eins og kassi úr borðum, holt að innan. Láttu gera það alveg eins og þér hefur verið sýnt á þessu fjalli.+

9 Gerðu forgarð+ kringum tjaldbúðina. Á suðurhlið hans eiga að vera tjöld úr fínu tvinnuðu líni, 100 álnir á lengd.+ 10 Þar eiga að vera 20 súlur með 20 undirstöðuplötum úr kopar. Krókarnir á súlunum og festingar* þeirra eru úr silfri. 11 Tjöldin á norðurhliðinni eiga einnig að vera 100 álnir á lengd með 20 súlum og 20 undirstöðuplötum úr kopar, ásamt silfurkrókum og festingum* fyrir súlurnar. 12 Vestan megin eiga að vera 50 álna löng tjöld með tíu súlum og tíu undirstöðuplötum. 13 Forgarðurinn á að vera 50 álnir á breidd að austanverðu, móti sólarupprásinni. 14 Tjöldin eiga að vera 15 álnir á lengd öðrum megin með þrem súlum og þrem undirstöðuplötum.+ 15 Og hinum megin eiga tjöldin líka að vera 15 álnir á lengd með þrem súlum og þrem undirstöðuplötum.

16 Fyrir inngangi forgarðsins á að vera 20 álna breitt forhengi ofið úr bláu garni, purpuralitri ull, skarlatsrauðu garni og fínu tvinnuðu líni,+ með fjórum súlum og fjórum undirstöðuplötum fyrir þær.+ 17 Allar súlurnar kringum forgarðinn eiga að vera með festingum og krókum úr silfri en undirstöðuplöturnar eiga að vera úr kopar.+ 18 Forgarðurinn á að vera 100 álnir á lengd+ og 50 álnir á breidd og tjöldin kringum hann 5 álnir á hæð, gerð úr fínu tvinnuðu líni. Undirstöðuplöturnar eiga að vera úr kopar. 19 Öll áhöld og allur búnaður sem er notaður í þjónustunni við tjaldbúðina á að vera úr kopar, svo og tjaldhælar hennar og allir tjaldhælar forgarðsins.+

20 Segðu Ísraelsmönnum að færa þér hreina olíu úr steyttum ólívum til lýsingar svo að það logi stöðugt á lömpunum.+ 21 Aron og synir hans eiga að sjá til þess að það logi frá kvöldi til morguns frammi fyrir Jehóva á lömpunum+ sem eru í samfundatjaldinu fyrir utan fortjaldið við örk vitnisburðarins.+ Þetta er varanlegt ákvæði sem Ísraelsmenn eiga að halda kynslóð eftir kynslóð.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila