-
4. Mósebók 27:12–14Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
12 Síðan sagði Jehóva við Móse: „Farðu upp á Abarímfjall+ og horfðu yfir landið sem ég ætla að gefa Ísraelsmönnum.+ 13 Þegar þú hefur séð það muntu safnast til fólks þíns*+ eins og Aron bróðir þinn+ 14 því að þið gerðuð uppreisn gegn skipun minni þegar fólkið kvartaði við mig í óbyggðum Sin. Þið helguðuð mig ekki frammi fyrir fólkinu þegar ég gaf því vatn.“+ (Þetta eru Meríbavötn+ við Kades+ í óbyggðum Sin.)+
-
-
5. Mósebók 1:37Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
37 (Jehóva reiddist mér jafnvel vegna ykkar og sagði: „Þú færð ekki heldur að fara þangað.+
-
-
5. Mósebók 3:26Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
26 En Jehóva var enn reiður út í mig vegna ykkar+ og hlustaði ekki á mig. Jehóva sagði við mig: ‚Nú er nóg komið! Nefndu þetta aldrei framar við mig.
-