-
2. Kroníkubók 5:11–14Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
11 Þegar prestarnir komu út úr helgidóminum (en allir prestarnir sem voru viðstaddir höfðu helgað sig,+ sama hvaða flokki þeir tilheyrðu)+ 12 stóðu allir Levítasöngvararnir,+ sem voru undir stjórn Asafs,+ Hemans,+ Jedútúns+ og sona þeirra og bræðra, austan við altarið klæddir fötum úr fínu efni. Þeir héldu á málmgjöllum, hörpum og öðrum strengjahljóðfærum og með þeim voru 120 prestar sem blésu í lúðra.+ 13 Lúðrablásararnir og söngvararnir lofuðu Jehóva og þökkuðu honum í sameiningu. Þeir lofuðu Jehóva með lúðrablæstri, málmgjöllum og öðrum hljóðfærum „því að hann er góður, tryggur kærleikur hans varir að eilífu“.+ Þá fyllti ský húsið, hús Jehóva.+ 14 Prestarnir gátu ekki gegnt þjónustu sinni fyrir skýinu því að dýrð Jehóva fyllti hús hins sanna Guðs.+
-