Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 2. Kroníkubók 2:6
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 6 En hver er fær um að reisa honum hús? Himinninn og himnanna himnar rúma hann ekki.+ Hvernig á þá maður eins og ég að reisa honum hús nema til þess eins að láta fórnarreyk stíga upp frammi fyrir honum?

  • 2. Kroníkubók 6:18–21
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 18 En getur Guð búið hjá mönnunum á jörðinni?+ Himinninn og himnanna himnar rúma þig ekki einu sinni,+ hvað þá þetta hús sem ég hef byggt.+ 19 Hlustaðu nú á bæn þjóns þíns og sýndu mér velvild, Jehóva Guð minn. Heyrðu ákall mitt um hjálp og bænina sem þjónn þinn ber fram fyrir þig. 20 Megi augu þín vaka yfir þessu húsi dag og nótt, yfir staðnum sem þú sagðist ætla að velja handa nafni þínu,+ svo að þú heyrir bænina sem þjónn þinn biður meðan hann snýr sér í átt að þessum stað. 21 Og hlustaðu á áköll þjóns þíns um hjálp og áköll þjóðar þinnar, Ísraels, þegar hún snýr í átt að þessum stað.+ Hlustaðu á himnum þar sem þú býrð,+ já, viltu hlusta og fyrirgefa.+

  • Nehemíabók 9:6
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 6 Þú einn ert Jehóva.+ Þú gerðir himnana, já, himin himnanna og allan þeirra her, jörðina og allt sem á henni er, höfin og allt sem í þeim er. Þú heldur öllu á lífi og her himnanna fellur fram fyrir þér.

  • Postulasagan 17:24
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 24 Sá Guð sem gerði heiminn og allt sem í honum er, hann sem er Drottinn himins og jarðar,+ hann býr ekki í musterum sem menn hafa gert.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila