-
Jeremía 7:23, 24Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
23 En ég gaf þeim þessi fyrirmæli: „Hlýðið mér, þá verð ég Guð ykkar og þið verðið fólk mitt.+ Gangið veginn sem ég vísa ykkur á svo að ykkur vegni vel.“‘+ 24 En þeir hlustuðu ekki og gáfu mér engan gaum+ heldur fóru sínar eigin leiðir,* þrjóskuðust við og fylgdu sínu illa hjarta.+ Þeim fór aftur, þeir bættu sig ekki.
-
-
Jeremía 11:7, 8Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
7 Ég hef varað forfeður ykkar eindregið við frá þeim degi sem ég leiddi þá út úr Egyptalandi og fram á þennan dag. Ég varaði þá við hvað eftir annað* og sagði: „Hlýðið mér.“+ 8 En þeir lokuðu eyrunum og hlustuðu ekki heldur þrjóskuðust við og hver og einn fylgdi sínu illa hjarta.+ Þess vegna lét ég rætast á þeim öll orð þessa sáttmála sem ég sagði þeim að halda en þeir héldu ekki.‘“
-