-
Sálmur 78:43–51Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
43 hvernig hann birti tákn sín í Egyptalandi+
og kraftaverk sín á Sóansvæðinu.
44 Hann breytti Nílarám í blóð+
svo að þeir gátu ekki drukkið úr þeim.
46 Hann gaf gráðugum engisprettum uppskeru þeirra
og engisprettusveim ávöxt erfiðis þeirra.+
47 Hann eyddi vínviði þeirra
og mórfíkjutrjám með hagli.+
49 Hann lét þá kenna á brennandi reiði sinni
með bræði, gremju og raunum.
Sveitir engla færðu þeim ógæfu.
50 Hann ruddi reiði sinni braut.
Hann þyrmdi ekki lífi þeirra
heldur gaf þá* drepsóttinni á vald.
51 Að lokum felldi hann alla frumburði Egypta,+
frumgróða karlmennsku þeirra í tjöldum Kams.
-