Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jeremía 49:7
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 7 Um Edóm. Jehóva hersveitanna segir:

      „Er engin viska lengur í Teman?+

      Eru góð ráð horfin frá hinum skynsömu?

      Er viska þeirra rotin?

  • Harmljóðin 4:22
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 22 Refsingin fyrir afbrot þín, dóttirin Síon, er á enda.

      Hann flytur þig aldrei aftur í útlegð.+

      Hann ætlar að snúa sér að afbrotum þínum, dóttirin Edóm,

      afhjúpa syndir þínar.+

  • Esekíel 25:12
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 12 Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva: ‚Edóm hefur verið í hefndarhug gegn Júdamönnum og bakað sér mikla sekt með því að hefna sín á þeim.+

  • Óbadía 10–13
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 10 Vegna ofbeldisins sem Jakob bróðir þinn varð fyrir+

      mun skömm hylja þig+

      og þú munt hverfa fyrir fullt og allt.+

      11 Daginn sem þú horfðir aðgerðalaus á,

      daginn sem ókunnir menn tóku her hans til fanga,+

      þegar útlendingar héldu inn um hlið hans og vörpuðu hlutkesti+ um Jerúsalem,

      þá varstu eins og einn af þeim.

      12 Hvernig gastu hlakkað yfir óförum bróður þíns á óheilladegi hans?+

      Hvernig gastu fagnað daginn sem Júdamönnum var tortímt?+

      Og hvernig gastu verið svona stórorður á neyðardegi þeirra?

      13 Hvernig gastu farið inn um hlið þjóðar minnar á hörmungadegi hennar?+

      Hvernig gastu hlakkað yfir ógæfu hans á hörmungadegi hans?

      Og hvernig gastu látið greipar sópa um auðæfi hans á hörmungadegi hans?+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • Íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila