7 Blessaður er sá maður sem setur traust sitt á Jehóva,
sem treystir algerlega á Jehóva.+
8 Hann verður eins og tré gróðursett hjá vatni
og teygir rætur sínar að læknum.
Hann finnur ekki fyrir hitanum þegar hann kemur
og blöð hans eru sígræn.+
Í þurru árferði er hann áhyggjulaus
og ber ávöxt án afláts.