-
Daníel 3:26, 27Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
26 Nebúkadnesar gekk að dyrum logandi eldsofnsins og sagði: „Sadrak, Mesak og Abed Negó, þjónar hins hæsta Guðs,+ gangið út og komið hingað!“ Sadrak, Mesak og Abed Negó gengu þá út úr eldinum. 27 Skattlandsstjórarnir, höfðingjarnir, landstjórarnir og ráðgjafar konungs sem voru þar samankomnir+ sáu að líkamar mannanna höfðu ekki beðið neinn skaða í eldinum,+ ekki eitt einasta hár á höfði þeirra var sviðnað, föt þeirra voru alveg eins og áður og það var ekki einu sinni brunalykt af þeim.
-