Hósea
9 „Gleðstu ekki, Ísrael,+
fagnaðu ekki eins og aðrar þjóðir
Þú elskar vændislaunin sem þú færð á hverjum þreskivelli.+
2 En þreskivöllurinn og vínpressan munu tæmast
og nýja vínið þrýtur.+
3 Menn munu ekki lengur búa í landi Jehóva.+
Efraím snýr aftur til Egyptalands
og í Assýríu borða þeir óhreinan mat.+
Þær eru eins og sorgarbrauð,
allir sem borða það verða óhreinir.
Brauð þeirra er aðeins handa þeim sjálfum,
það kemur ekki í hús Jehóva.
5 Hvað ætlið þið að gera á hátíðardeginum,
á hátíðardegi Jehóva?
6 Þeir þurfa að flýja eyðinguna.+
Egyptaland safnar þeim saman+ og Memfis grefur þá.+
Illgresi leggur* undir sig silfurgersemar þeirra
og þyrnirunnar vaxa í tjöldum þeirra.
Spámaðurinn reynist vera kjáni og andans maður verður viti sínu fjær.
Þar sem sekt þín er mikil verður fjandskapurinn gegn þér mikill.“
8 Varðmaður+ Efraíms var með Guði mínum.+
En nú eru spámenn hans+ eins og gildrur fuglafangara á öllum vegum hans.
Fjandskapur ríkir í húsi Guðs hans.
9 Þeir eru gerspilltir eins og á dögum Gíbeu.+
Hann minnist afbrota þeirra og refsar þeim fyrir syndir þeirra.+
10 „Ég fann Ísrael eins og vínber í óbyggðum.+
Ég sá forfeður ykkar eins og snemmsprottnar fíkjur á fíkjutré.
En þeir leituðu til Baals Peórs.+
11 Vegsemd Efraíms flýgur burt eins og fugl.
Fæðing, þungun og getnaður heyrir sögunni til.+
12 Og þótt þeir ali upp börn
geri ég þá barnlausa þar til enginn er eftir.+
Já, illa fer fyrir þeim þegar ég sný burt frá þeim!+
13 Efraím, gróðursettur í haga, var mér eins og Týrus.+
En nú verður Efraím að leiða syni sína til slátrarans.“
14 Gefðu þeim, Jehóva, það sem þeir eiga skilið:
móðurlíf sem missir fóstur og uppþornuð brjóst.
15 „Öll illskuverk þeirra voru framin í Gilgal+ og þar fór ég að hata þá.
Ég rek þá burt úr landi* mínu vegna illsku þeirra.+
Ég elska þá ekki framar,+
allir höfðingjar þeirra eru þrjóskir.
16 Efraím verður felldur.+
Rót hans þornar upp og þeir bera engan ávöxt.
Og þótt þeir eignist börn bana ég elskuðum afkvæmum þeirra.“