Fjórða Mósebók
28 Jehóva sagði nú við Móse: 2 „Gefðu Ísraelsmönnum þessi fyrirmæli: ‚Gætið þess að færa mér fórnir mínar, brauð mitt. Þið skuluð færa mér eldfórnir sem ljúfan* ilm handa mér á tilsettum tíma.‘+
3 Segðu við þá: ‚Þetta er eldfórnin sem þið eigið að færa Jehóva: tvö gallalaus veturgömul hrútlömb á dag í brennifórn.+ 4 Fórnaðu öðru hrútlambinu að morgni og hinu í ljósaskiptunum*+ 5 og færðu með þeim kornfórn úr tíunda hluta úr efu* af fínu mjöli blönduðu fjórðungi úr hín* af olíu úr steyttum ólívum.+ 6 Þetta er dagleg brennifórn,+ eldfórn sem er ljúfur* ilmur handa Jehóva og komið var á við Sínaífjall. 7 Tilheyrandi drykkjarfórn á að vera fjórðungur úr hín með hverju hrútlambi.+ Helltu áfenginu við helgidóminn sem drykkjarfórn handa Jehóva. 8 Fórnaðu hinu hrútlambinu í ljósaskiptunum* ásamt sömu korn- og drykkjarfórn og um morguninn. Færðu það sem eldfórn, ljúfan* ilm handa Jehóva.+
9 En á hvíldardegi+ á að fórna tveim gallalausum veturgömlum hrútlömbum og tveim tíundu úr efu af fínu olíublönduðu mjöli að kornfórn ásamt tilheyrandi drykkjarfórn. 10 Þetta er brennifórn sem á að færa á hvíldardeginum auk daglegu brennifórnarinnar með tilheyrandi drykkjarfórn.+
11 Í byrjun hvers mánaðar* skuluð þið færa Jehóva í brennifórn tvö ungnaut, einn hrút og sjö gallalaus veturgömul hrútlömb,+ 12 og þrjá tíundu úr efu af fínu olíublönduðu mjöli að kornfórn+ fyrir hvert naut, tvo tíundu úr efu af fínu olíublönduðu mjöli að kornfórn fyrir hrútinn+ 13 og tíunda hluta úr efu af fínu olíublönduðu mjöli að kornfórn fyrir hvert hrútlamb. Þetta er brennifórn, ljúfur* ilmur+ og eldfórn handa Jehóva. 14 Tilheyrandi drykkjarfórnir eiga að vera hálf hín af víni fyrir naut,+ þriðjungur úr hín fyrir hrútinn+ og fjórðungur úr hín fyrir hrútlamb.+ Þetta er brennifórnin sem á að færa í hverjum mánuði árið um kring. 15 Auk þess á að færa Jehóva kiðling að syndafórn fyrir utan hina daglegu brennifórn og tilheyrandi drykkjarfórn.
16 Fjórtánda dag fyrsta mánaðarins eru páskar Jehóva.+ 17 Og 15. dag mánaðarins er haldin hátíð. Þið skuluð borða ósýrt brauð í sjö daga.+ 18 Fyrsta daginn á að halda heilaga samkomu. Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu. 19 Þið skuluð bera fram tvö ungnaut, einn hrút og sjö veturgömul hrútlömb í brennifórn, í eldfórn handa Jehóva. Fórnardýrin eiga að vera gallalaus.+ 20 Þið skuluð fórna þeim með tilheyrandi kornfórnum úr fínu olíublönduðu mjöli,+ þrem tíundu úr efu fyrir naut og tveim tíundu úr efu fyrir hrútinn. 21 Fórnið tíunda hluta úr efu fyrir hvert af hrútlömbunum sjö 22 og auk þess einni geit í syndafórn til að friðþægja fyrir ykkur. 23 Færið þessar fórnir auk morgunbrennifórnarinnar sem er þáttur í hinni daglegu brennifórn. 24 Þið skuluð fórna þessu á sama hátt á hverjum degi í sjö daga sem mat,* eldfórn sem er ljúfur* ilmur handa Jehóva. Fórnið þessu með daglegu brennifórninni og tilheyrandi drykkjarfórn. 25 Sjöunda daginn skuluð þið halda heilaga samkomu.+ Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu.+
26 Á degi frumgróðans,+ á viknahátíðinni+ þegar þið færið Jehóva nýtt korn að fórn,+ skuluð þið halda heilaga samkomu. Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu.+ 27 Þið skuluð færa tvö ungnaut, einn hrút og sjö veturgömul hrútlömb í brennifórn sem ljúfan* ilm handa Jehóva+ 28 og tilheyrandi kornfórn úr fínu olíublönduðu mjöli, þrjá tíundu úr efu fyrir hvert naut, tvo tíundu úr efu fyrir hrútinn, 29 tíunda hluta úr efu fyrir hvert af hrútlömbunum sjö 30 og auk þess einn kiðling til að friðþægja fyrir ykkur.+ 31 Þið skuluð fórna þessu með tilheyrandi drykkjarfórnum auk daglegu brennifórnarinnar og kornfórnarinnar. Fórnardýrin eiga að vera gallalaus.+