Sálmur
Til tónlistarstjórans. Söngljóð.
66 Öll jörðin hrópi af fögnuði frammi fyrir Guði.+
3 Segið við Guð: „Hversu mikilfengleg eru verk þín!+
Óvinir þínir koma skríðandi til þín
vegna þíns mikla máttar.+
5 Komið og sjáið verk Guðs,
stórfengleg verk hans í þágu mannanna.+
Þar fögnuðum við yfir honum.+
Hinir þrjósku skulu ekki hreykja sér.+ (Sela)
8 Lofið Guð okkar, þið þjóðir,+
látið lofsöng um hann hljóma.
10 Þú hefur reynt okkur, Guð,+
hreinsað okkur eins og menn hreinsa silfur.
11 Þú leiddir okkur í net,
lagðir á okkur* þunga byrði.
12 Þú leyfðir dauðlegum mönnum að traðka okkur niður,*
við gengum gegnum eld og vatn
en þú leiddir okkur á stað þar sem við gátum hvílst.
13 Ég kem í hús þitt með brennifórnir,+
ég efni heit mín við þig,+
14 þau sem varir mínar lofuðu+
og munnur minn hét þegar ég var í mikilli neyð.
15 Ég færi þér feit dýr að brennifórn
og fórnarreyk af hrútum.
Ég fórna nautum og geithöfrum. (Sela)
16 Komið og hlustið, þið öll sem óttist Guð,
ég ætla að segja ykkur hvað hann hefur gert fyrir mig.+
17 Ég hrópaði til hans með munni mínum
og lofaði hann með tungu minni.
18 Ef ég hefði alið á illsku í hjarta mínu
hefði Jehóva ekki hlustað á mig.+
20 Lofaður sé Guð sem hafnaði ekki bæn minni
og synjaði mér ekki um tryggan kærleika sinn.