Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 1. Samúelsbók 21
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

1. Samúelsbók – yfirlit

      • Davíð borðar skoðunarbrauð í Nób (1–9)

      • Davíð gerir sér upp vitfirringu í Gat (10–15)

1. Samúelsbók 21:1

Millivísanir

  • +1Sa 22:9, 19
  • +1Sa 18:13

1. Samúelsbók 21:4

Neðanmáls

  • *

    Eða „frá kynlífi“.

Millivísanir

  • +2Mó 25:30; 3Mó 24:5, 9; Mt 12:3, 4
  • +2Mó 19:15; 3Mó 15:16; 2Sa 11:11

1. Samúelsbók 21:5

Millivísanir

  • +3Mó 15:18

1. Samúelsbók 21:6

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „frá augliti“.

Millivísanir

  • +3Mó 24:7–9; Mr 2:25, 26; Lúk 6:3, 4

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.10.2002, bls. 27

    Mesta mikilmenni, kafli 31

1. Samúelsbók 21:7

Millivísanir

  • +1Sa 22:9; Sl 52:yfirskrift
  • +1Mó 36:1

1. Samúelsbók 21:9

Neðanmáls

  • *

    Eða „á Eikisléttu“.

Millivísanir

  • +1Sa 17:51, 54
  • +1Sa 17:2, 50
  • +2Mó 28:6

1. Samúelsbók 21:10

Millivísanir

  • +1Sa 27:1
  • +Jós 11:22; 1Sa 5:8; 17:4; 27:2; Sl 56:yfirskrift

1. Samúelsbók 21:11

Millivísanir

  • +1Sa 18:6–8; 29:4, 5

1. Samúelsbók 21:12

Millivísanir

  • +Sl 56:3, 6

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.5.1987, bls. 28-29

1. Samúelsbók 21:13

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „í hendi þeirra“.

Millivísanir

  • +Sl 34:yfirskrift

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    1.2024, bls. 2-3

    Varðturninn,

    1.4.2005, bls. 32

    1.5.1987, bls. 28-29

Almennt

1. Sam. 21:11Sa 22:9, 19
1. Sam. 21:11Sa 18:13
1. Sam. 21:42Mó 25:30; 3Mó 24:5, 9; Mt 12:3, 4
1. Sam. 21:42Mó 19:15; 3Mó 15:16; 2Sa 11:11
1. Sam. 21:53Mó 15:18
1. Sam. 21:63Mó 24:7–9; Mr 2:25, 26; Lúk 6:3, 4
1. Sam. 21:71Sa 22:9; Sl 52:yfirskrift
1. Sam. 21:71Mó 36:1
1. Sam. 21:91Sa 17:51, 54
1. Sam. 21:91Sa 17:2, 50
1. Sam. 21:92Mó 28:6
1. Sam. 21:101Sa 27:1
1. Sam. 21:10Jós 11:22; 1Sa 5:8; 17:4; 27:2; Sl 56:yfirskrift
1. Sam. 21:111Sa 18:6–8; 29:4, 5
1. Sam. 21:12Sl 56:3, 6
1. Sam. 21:13Sl 34:yfirskrift
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
Biblían – Nýheimsþýðingin
1. Samúelsbók 21:1–15

Fyrri Samúelsbók

21 Davíð kom til Nób,+ til Ahímeleks prests. Ahímelek skalf af ótta þegar hann hitti Davíð. „Hvers vegna ertu einn á ferð? Er enginn með þér?“+ spurði hann. 2 Davíð svaraði Ahímelek presti: „Konungurinn fól mér að sinna ákveðnu erindi en sagði: ‚Enginn má vita neitt um þessa sendiför og fyrirmælin sem ég hef gefið þér.‘ Ég hef mælt mér mót við menn mína á ákveðnum stað. 3 Ef þú átt fimm brauð aflögu gefðu mér þau eða bara hvað sem er til.“ 4 Presturinn svaraði Davíð: „Ég á ekki til venjulegt brauð en það er til heilagt brauð+ sem þið getið fengið, svo framarlega sem menn þínir hafa haldið sig frá konum.“*+ 5 Davíð svaraði prestinum: „Við höfum haldið okkur frá konum eins og í fyrri herferðum mínum.+ Mennirnir passa vel upp á að halda líkama sínum heilögum í venjulegri ferð. Og hvað þá núna!“ 6 Presturinn gaf honum þá heilaga brauðið+ því að ekkert annað brauð var til. Þetta var skoðunarbrauð sem hafði verið tekið úr tjaldbúð* Jehóva daginn sem því var skipt út fyrir nýtt brauð.

7 Þennan dag var einn af þjónum Sáls staddur þarna því að honum bar skylda til að vera frammi fyrir Jehóva. Hann hét Dóeg+ og var Edómíti+ og var yfir fjárhirðum Sáls.

8 Davíð spurði Ahímelek: „Ertu með spjót eða sverð sem ég get fengið? Erindi konungs var svo áríðandi að ég tók hvorki með mér sverð mitt né önnur vopn.“ 9 Presturinn svaraði: „Sverð Filisteans Golíats,+ sem þú felldir í Eikidal,*+ er hérna. Það er vafið í klæði á bak við hökulinn.+ Ef þú vilt fá það skaltu taka það því að við höfum ekkert annað.“ „Ekkert sverð jafnast á við það,“ sagði Davíð. „Láttu mig fá það.“

10 Sama dag lagði Davíð aftur af stað á flóttanum+ undan Sál og kom loks til Akíss, konungs í Gat.+ 11 Þjónar Akíss sögðu við hann: „Er þetta ekki Davíð, konungur landsins? Er það ekki hann sem sungið var um undir dansi:

‚Sál hefur fellt sínar þúsundir

og Davíð sínar tugþúsundir‘?“+

12 Davíð varð bilt við þegar hann heyrði þetta og hann varð mjög hræddur+ við Akís, konung í Gat. 13 Hann þóttist því vera genginn af vitinu+ frammi fyrir þeim og lét öllum illum látum innan um þá.* Hann krafsaði í hurðir borgarhliðsins og slefaði í skeggið. 14 „Þið sjáið að maðurinn er brjálaður,“ sagði Akís þá við þjóna sína. „Hvers vegna komið þið með hann til mín? 15 Er ekki nóg af vitfirringum hér? Vantar mig einn brjálæðing í viðbót? Hvers vegna ætti ég að hleypa honum inn í hús mitt?“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila