FYRRI KRONÍKUBÓK
5 Synir Jafets voru Gómer, Magóg, Madaí, Javan, Túbal,+ Mesek+ og Tíras.+
6 Synir Gómers voru Askenas, Rífat og Tógarma.+
7 Synir Javans voru Elísa, Tarsis, Kittím og Ródaním.*
8 Synir Kams voru Kús,+ Mísraím, Pút og Kanaan.+
9 Synir Kúss voru Seba,+ Havíla, Sabta, Raema+ og Sabteka.
Synir Raema voru Séba og Dedan.+
10 Kús eignaðist auk þess Nimrod.+ Hann var fyrstur manna til að verða voldugur á jörðinni.
11 Mísraím eignaðist Lúdím,+ Anamím, Lehabím, Naftúhím,+ 12 Patrúsím,+ Kaslúhím (sem Filistear+ eru komnir af) og Kaftórím.*+
13 Kanaan eignaðist Sídon+ frumburð sinn og Het+ 14 og varð auk þess ættfaðir Jebúsíta,+ Amoríta,+ Gírgasíta,+ 15 Hevíta,+ Arkíta, Síníta, 16 Arvadíta,+ Semaríta og Hamatíta.
18 Arpaksad eignaðist Sela+ og Sela eignaðist Eber.
19 Eber eignaðist tvo syni. Annar þeirra hét Peleg*+ því að á hans dögum tvístraðist fólkið á jörðinni.* Bróðir hans hét Joktan.
20 Joktan eignaðist Almódad, Selef, Hasarmavet, Jera,+ 21 Hadóram, Úsal, Dikla, 22 Óbal, Abímael, Saba, 23 Ófír,+ Havíla+ og Jóbab. Allir þessir voru synir Joktans.
28 Synir Abrahams voru Ísak+ og Ísmael.+
29 Þetta eru afkomendur þeirra: Frumburður Ísmaels var Nebajót.+ Síðan fæddust Kedar,+ Adbeel, Míbsam,+ 30 Misma, Dúma, Massa, Hadad, Tema, 31 Jetúr, Nafis og Kedma. Þetta voru synir Ísmaels.
32 Ketúra+ hjákona Abrahams fæddi þessa syni: Simran, Joksan, Medan, Midían,+ Jísbak og Súa.+
Synir Joksans voru Séba og Dedan.+
33 Synir Midíans voru Efa,+ Efer, Hanok, Abída og Eldaa.
Allir þessir voru afkomendur Ketúru.
34 Abraham eignaðist Ísak.+ Synir Ísaks voru Esaú+ og Ísrael.+
35 Synir Esaú voru Elífas, Regúel, Jeús, Jaelam og Kóra.+
36 Synir Elífasar voru Teman,+ Ómar, Sefó, Gatam, Kenas, Timna og Amalek.+
37 Synir Regúels voru Nahat, Sera, Samma og Missa.+
38 Synir Seírs+ voru Lótan, Sóbal, Síbeon, Ana, Díson, Eser og Dísan.+
39 Synir Lótans voru Hórí og Hómam. Systir Lótans var Timna.+
40 Synir Sóbals voru Alvan, Manahat, Ebal, Sefó og Ónam.
Synir Síbeons voru Aja og Ana.+
41 Sonur* Ana var Díson.
Synir Dísons voru Hemdan, Esban, Jítran og Keran.+
42 Synir Esers+ voru Bílhan, Saavan og Akan.
Synir Dísans voru Ús og Aran.+
43 Þetta eru konungarnir sem ríktu í Edómslandi+ áður en konungar ríktu yfir Ísraelsmönnum:+ Bela Beórsson. Borgin hans hét Dínhaba. 44 Þegar Bela dó varð Jóbab, sonur Sera frá Bosra,+ konungur eftir hann. 45 Þegar Jóbab dó varð Húsam frá landi Temaníta konungur eftir hann. 46 Þegar Húsam dó varð Hadad Bedadsson konungur eftir hann. Það var hann sem sigraði Midíaníta í Móabslandi.* Borgin hans hét Avít. 47 Þegar Hadad dó varð Samla frá Masreka konungur eftir hann. 48 Þegar Samla dó varð Sál frá Rehóbót við Fljótið konungur eftir hann. 49 Þegar Sál dó varð Baal Hanan Akbórsson konungur eftir hann. 50 Þegar Baal Hanan dó varð Hadad konungur eftir hann. Borgin hans hét Pagú og kona hans hét Mehetabeel og var dóttir Matredar Mesahabsdóttur. 51 Síðan dó Hadad.
Furstar* Edóms voru Timna fursti, Alva fursti, Jetet fursti,+ 52 Oholíbama fursti, Ela fursti, Pínon fursti, 53 Kenas fursti, Teman fursti, Mibsar fursti, 54 Magdíel fursti og Íram fursti. Þetta voru furstarnir í Edóm.
2 Synir Ísraels+ voru: Rúben,+ Símeon,+ Leví,+ Júda,+ Íssakar,+ Sebúlon,+ 2 Dan,+ Jósef,+ Benjamín,+ Naftalí,+ Gað+ og Asser.+
3 Synir Júda voru Er, Ónan og Sela. Þessa þrjá syni eignaðist hann með kanversku konunni, dóttur Súa.+ En Er frumburður Júda gerði það sem var illt í augum Jehóva svo að hann lét hann deyja.+ 4 Tamar+ tengdadóttir Júda ól honum Peres+ og Sera. Júda átti alls fimm syni.
5 Synir Peresar voru Hesrón og Hamúl.+
6 Synir Sera voru Simrí, Etan, Heman, Kalkól og Dara, alls fimm.
7 Sonur* Karmí var Akar* sem leiddi ógæfu yfir Ísrael.+ Hann reyndist ótrúr og óhlýðnaðist fyrirmælunum um það sem átti að eyða.*+
8 Sonur* Etans var Asarja.
9 Synirnir sem Hesrón eignaðist voru Jerahmeel,+ Ram+ og Kelúbaí.*
10 Ram eignaðist Ammínadab+ og Ammínadab eignaðist Nakson+ sem var höfðingi afkomenda Júda. 11 Nakson eignaðist Salma,+ Salma eignaðist Bóas,+ 12 Bóas eignaðist Óbeð og Óbeð eignaðist Ísaí.+ 13 Ísaí eignaðist Elíab frumburð sinn. Abínadab+ var annar í röðinni, Símea sá þriðji,+ 14 Netanel sá fjórði, Raddaí sá fimmti, 15 Ósem sá sjötti og Davíð+ sá sjöundi. 16 Systur þeirra voru Serúja og Abígail.+ Synir Serúju voru Abísaí,+ Jóab+ og Asael,+ þrír talsins. 17 Abígail fæddi Amasa+ en faðir Amasa var Jeter Ísmaelíti.
18 Kaleb* Hesrónsson eignaðist syni með Asúbu konu sinni og með Jeríót. Þetta voru synir hennar: Jeser, Sóbab og Ardon. 19 Þegar Asúba dó gekk Kaleb að eiga Efrat+ og hún ól honum Húr.+ 20 Húr eignaðist Úrí og Úrí eignaðist Besalel.+
21 Síðar meir gekk Hesrón að eiga dóttur Makírs+ en hann var faðir Gíleaðs.+ Hann giftist henni þegar hann var 60 ára og hún ól honum Segúb. 22 Segúb eignaðist Jaír+ sem átti 23 borgir í Gíleaðlandi.+ 23 (Íbúar Gesúr+ og Sýrlands+ tóku af þeim Havót Jaír+ ásamt Kenat+ og þorpunum sem tilheyrðu henni,* alls 60 borgir.) Allir þessir voru afkomendur Makírs föður Gíleaðs.
24 Eftir dauða Hesróns+ í Kaleb Efrata ól Abía kona Hesróns honum Ashúr+ föður Tekóa.*+
25 Synir Jerahmeels frumburðar Hesróns voru Ram, frumburðurinn, og Búna, Óren, Ósem og Ahía. 26 Jerahmeel átti aðra konu sem hét Atara. Hún var móðir Ónams. 27 Synir Rams frumburðar Jerahmeels voru Maas, Jamín og Eker. 28 Synir Ónams voru Sammaí og Jada. Synir Sammaí voru Nadab og Abísúr. 29 Kona Abísúrs hét Abíhaíl. Hún ól honum Akban og Mólíd. 30 Synir Nadabs voru Seled og Appaím en Seled dó barnlaus. 31 Sonur* Appaíms var Jíseí, sonur* Jíseí var Sesan og sonur* Sesans var Ahlaí. 32 Synir Jada bróður Sammaí voru Jeter og Jónatan en Jeter dó barnlaus. 33 Synir Jónatans voru Pelet og Sasa. Þetta voru afkomendur Jerahmeels.
34 Sesan átti enga syni, aðeins dætur. En Sesan átti egypskan þjón sem hét Jarha. 35 Sesan gaf Jarha þjóni sínum dóttur sína að konu og þau eignuðust Attaí. 36 Attaí eignaðist Natan, Natan eignaðist Sabad, 37 Sabad eignaðist Eflal, Eflal eignaðist Óbeð, 38 Óbeð eignaðist Jehú, Jehú eignaðist Asarja, 39 Asarja eignaðist Heles, Heles eignaðist Eleasa, 40 Eleasa eignaðist Sísemaí, Sísemaí eignaðist Sallúm, 41 Sallúm eignaðist Jekamja og Jekamja eignaðist Elísama.
42 Synir Kalebs*+ bróður Jerahmeels voru Mesa frumburður hans, sem var faðir Sífs, og synir Maresa föður Hebrons. 43 Synir Hebrons voru Kóra, Tappúa, Rekem og Sema. 44 Sema eignaðist Raham föður Jorkeams. Rekem eignaðist Sammaí. 45 Sonur Sammaí var Maon. Maon var faðir Bet Súrs.+ 46 Efa hjákona Kalebs fæddi Haran, Mósa og Gases. Haran eignaðist Gases. 47 Synir Jehdaí voru Regem, Jótam, Gesan, Pelet, Efa og Saaf. 48 Maaka hjákona Kalebs fæddi Seber og Tírkana. 49 Þegar fram liðu stundir fæddi hún Saaf föður Madmanna+ og Sefa, föður Makbena og Gíbea.+ Dóttir Kalebs+ var Aksa.+ 50 Þetta voru afkomendur Kalebs.
Synir Húrs+ frumburðar Efrötu+ voru Sóbal, faðir Kirjat Jearíms,+ 51 Salma faðir Betlehems+ og Haref, faðir Bet Gaders. 52 Sóbal, faðir Kirjat Jearíms, átti syni: Haróe og hálfa Menúhót-ætt. 53 Ættir Kirjat Jearíms voru Jítrítar,+ Pútítar, Súmatítar og Misraítar. Af þeim komu Sóreatítar+ og Estaólítar.+ 54 Synir Salma voru Betlehem,+ Netófatítar, Atrót Bet Jóab, helmingur Manahatíta og Sóreítar. 55 Ættir fræðimannanna sem bjuggu í Jabes voru Tíreatítar, Símeatítar og Súkatítar. Þetta voru Kenítarnir+ sem komu af Hammat föður Rekabsættar.+
3 Þetta voru synir Davíðs sem hann eignaðist í Hebron:+ Amnon,+ frumburðurinn, en móðir hans var Akínóam+ frá Jesreel. Næstur kom Daníel en móðir hans var Abígail+ frá Karmel. 2 Sá þriðji var Absalon,+ sonur Maöku dóttur Talmaí, konungs í Gesúr. Sá fjórði var Adónía+ sonur Haggítar. 3 Sá fimmti var Sefatja en móðir hans var Abítal. Sá sjötti var Jitream en móðir hans var Egla kona Davíðs. 4 Þessa sex syni eignaðist hann í Hebron. Þar ríkti hann í 7 ár og 6 mánuði en í Jerúsalem ríkti hann í 33 ár.+
5 Þessa eignaðist hann í Jerúsalem:+ Símea, Sóbab, Natan+ og Salómon.+ Hann átti þessa fjóra með Batsebu+ Ammíelsdóttur. 6 Hann eignaðist níu aðra syni: Jíbhar, Elísama, Elífelet, 7 Nóga, Nefeg, Jafía, 8 Elísama, Eljada og Elífelet. 9 Þetta voru allir synir Davíðs að undanskildum sonum hjákvennanna. Tamar+ var systir þeirra.
10 Sonur Salómons var Rehabeam,+ sonur hans var Abía,+ sonur hans Asa,+ sonur hans Jósafat,+ 11 sonur hans Jóram,+ sonur hans Ahasía,+ sonur hans Jóas,+ 12 sonur hans Amasía,+ sonur hans Asaría,+ sonur hans Jótam,+ 13 sonur hans Akas,+ sonur hans Hiskía,+ sonur hans Manasse,+ 14 sonur hans Amón+ og sonur hans Jósía.+ 15 Synir Jósía voru Jóhanan, frumburðurinn, næstur kom Jójakím,+ Sedekía+ var sá þriðji og Sallúm sá fjórði. 16 Synir* Jójakíms voru Jekonja+ sonur hans og Sedekía sonur hans. 17 Synir Jekonja, sem var tekinn til fanga, voru Sealtíel, 18 Malkíram, Pedaja, Seneasser, Jekamja, Hósama og Nedabja. 19 Synir Pedaja voru Serúbabel+ og Símeí. Synir Serúbabels voru Mesúllam og Hananja og Selómít var systir þeirra. 20 Hann eignaðist fimm aðra syni: Hasúba, Óhel, Berekía, Hasadja og Júsab Hesed. 21 Synir Hananja voru Pelatja og Jesaja. Sonur* Jesaja var Refaja, sonur* Refaja var Arnan, sonur* Arnans var Óbadía og sonur* Óbadía var Sekanja. 22 Synir Sekanja voru Semaja og synir hans: Hattús, Jígal, Baría, Nearja og Safat, alls sex. 23 Synir Nearja voru Eljóenaí, Hiskía og Asríkam, þrír talsins. 24 Og synir Eljóenaí voru Hódavja, Eljasíb, Pelaja, Akkúb, Jóhanan, Delaja og Ananí, alls sjö.
4 Synir Júda voru Peres,+ Hesrón,+ Karmí, Húr+ og Sóbal.+ 2 Reaja sonur Sóbals eignaðist Jahat og Jahat eignaðist Ahúmaí og Lahad. Af þeim komu ættir Sóreatíta.+ 3 Faðir Etams*+ átti þessa syni: Jesreel, Jisma og Jídbas (en systir þeirra hét Haselelpóní), 4 og Penúel var faðir Gedórs og Eser faðir Húsa. Þetta voru synir Húrs+ sem var frumburður Efrötu og faðir Betlehems.+ 5 Ashúr+ faðir Tekóa+ átti tvær konur, þær Heleu og Naeru. 6 Naera ól honum Ahússam, Hefer, Temní og Ahastarí. Þetta voru synir Naeru. 7 Synir Heleu voru Seret, Jísehar og Etnan. 8 Kós eignaðist Anúb og Sóbeba og ættir Aharhels Harúmssonar.
9 Jaebes naut meiri virðingar en bræður hans. Móðir hans nefndi hann Jaebes* því að hún sagði: „Ég fæddi hann með kvölum.“ 10 Jaebes ákallaði Guð Ísraels og sagði: „Blessaðu mig og víkkaðu út landsvæði mitt. Láttu hönd þína vera með mér og hlífðu mér við ógæfu svo að ég verði ekki fyrir neinum skaða.“ Og Guð veitti honum það sem hann bað um.
11 Kelúb bróðir Súha eignaðist Mehír sem var faðir Estóns. 12 Estón eignaðist Bet Rafa, Pasea og Tehinna, föður Ír Nahasar. Þetta voru mennirnir frá Reka. 13 Synir Kenasar voru Otníel+ og Seraja og sonur* Otníels var Hatat. 14 Meonotaí eignaðist Ofra. Seraja eignaðist Jóab, föður Ge Harasíms* sem dregur nafn sitt af því að íbúarnir voru smiðir.
15 Synir Kalebs+ Jefúnnesonar voru Írú, Ela og Naam. Sonur* Ela var Kenas. 16 Synir Jehallelels voru Síf, Sífa, Tirja og Asarel. 17 Synir Esra voru Jeter, Mered, Efer og Jalon. Hún* varð barnshafandi og fæddi Mirjam, Sammaí og Jísba föður Estemóa. 18 (Kona hans sem var Gyðingur fæddi Jered föður Gedórs, Heber föður Sókó og Jekútíel föður Sanóa.) Þetta voru synirnir sem Mered eignaðist með Bitju eiginkonu sinni en hún var dóttir faraós.
19 Synir konu Hódía, sem var systir Nahams, voru feður Kegílu Garmíta og Estemóa Maakatíta. 20 Synir Símonar voru Amnon, Rinna, Ben Hanan og Tílon. Synir Jíseí voru Sóhet og Ben Sóhet.
21 Synir Sela+ Júdasonar voru Er faðir Leka, Laeda faðir Maresa og ættir vefara sem ófu úr gæðaefni og voru afkomendur Asbea, 22 einnig Jókím, mennirnir frá Kóseba, Jóas og Saraf, sem giftust móabískum konum, og Jasúbí Lehem. Þetta byggist á ævafornum heimildum.* 23 Þeir voru leirkerasmiðir og bjuggu í Netaím og Gedera. Þar bjuggu þeir og unnu fyrir konung.
24 Synir Símeons+ voru Nemúel, Jamín, Jaríb, Sera og Sál.+ 25 Sonur Sáls var Sallúm, sonur hans Mibsam og sonur hans Misma. 26 Synir* Misma voru Hammúel sonur hans, Sakkúr sonur hans og Símeí sonur hans. 27 Símeí átti 16 syni og 6 dætur en bræður hans áttu ekki marga syni og engin af ættum þeirra var jafn fjölmenn og Júdamenn.+ 28 Þeir bjuggu í Beerseba,+ Mólada,+ Hasar Súal,+ 29 Bílha, Esem,+ Tólad, 30 Betúel,+ Horma,+ Siklag,+ 31 Bet Markabót, Hasar Súsím,+ Bet Bíreí og Saaraím. Þetta voru borgir þeirra þar til Davíð tók við völdum.
32 Þeir bjuggu líka í Etam, Aín, Rimmon, Tóken og Asan,+ fimm borgum, 33 og þorpunum í kringum þessar borgir, allt til Baal. Þetta var ættartala þeirra og staðirnir þar sem þeir bjuggu. 34 Síðan voru það Mesóbab, Jamlek, Jósa Amasjason, 35 Jóel, Jehú, sonur Jósibja og sonarsonur Seraja Asíelssonar, 36 og Eljóenaí, Jaakóba, Jesóhaja, Asaja, Adíel, Jesímíel, Benaja 37 og Sísa sem var sonur Sífeí, sonar Allons, sonar Jedaja, sonar Simrí, sonar Semaja. 38 Þessir sem hér eru nafngreindir voru höfðingjar í ættum sínum og ættir forfeðra þeirra urðu mjög fjölmennar. 39 Þeir komu að útjaðri Gedór og í dalinn austanverðan til að leita að beitilandi fyrir hjarðir sínar. 40 Þeir fundu loks vænt og gott beitiland. Landrýmið var mikið og þar var rólegt og friðsælt. Kamítar+ höfðu áður búið þar. 41 Þeir sem eru nafngreindir hér komu þangað á dögum Hiskía+ Júdakonungs og réðust á tjöld Kamítanna og Meúnítanna sem bjuggu þar. Þeir gereyddu þeim* svo að engin ummerki sjást um þá nú á tímum. Þeir settust þar að vegna þess að þar var beitiland fyrir hjarðir þeirra.
42 Af Símeonítum fóru 500 menn til Seírfjalls+ en leiðtogar þeirra voru Pelatja, Nearja, Refaja og Ússíel synir Jíseí. 43 Þeir drápu Amalekítana+ sem höfðu komist undan og þar hafa þeir búið alla tíð síðan.
5 Þetta eru synir Rúbens+ frumburðar Ísraels. Hann var frumburðurinn en þar sem hann flekkaði* rúm föður síns+ var frumburðarrétturinn gefinn sonum Jósefs+ Ísraelssonar. Þess vegna var hann ekki skráður sem frumburðurinn í ættartölum. 2 Júda+ skaraði fram úr bræðrum sínum og af honum átti framtíðarleiðtoginn að koma+ en þó kom frumburðarrétturinn í hlut Jósefs. 3 Synir Rúbens frumburðar Ísraels voru Hanok, Pallú, Hesrón og Karmí.+ 4 Synir* Jóels voru Semaja sonur hans, Góg sonur hans, Símeí sonur hans, 5 Míka sonur hans, Reaja sonur hans, Baal sonur hans 6 og Beera sonur hans sem Tílgat Pilneser*+ Assýríukonungur flutti í útlegð. Hann var höfðingi Rúbeníta. 7 Bræður hans voru skráðir eftir ættum sínum í ættartölunum: Jeíel höfðingi, Sakaría 8 og Bela sonur Asasar, sonar Sema, sonar Jóels. Afkomendur Bela bjuggu í Aróer+ og allt til Nebó og Baal Meon.+ 9 Í austurátt náði landsvæði þeirra allt að eyðimörkinni sem er við Efratfljót+ því að þeir höfðu eignast mikið búfé í Gíleaðlandi.+ 10 Á dögum Sáls háðu þeir stríð við Hagríta. Þeir sigruðu þá og bjuggu síðan í tjöldum þeirra á öllu svæðinu fyrir austan Gíleað.
11 Afkomendur Gaðs bjuggu við hliðina á þeim í Basanlandi, allt til Salka.+ 12 Jóel var höfðinginn í Basan, Safam var næstur honum og Jaenaí og Safat voru einnig leiðtogar. 13 Og bræður þeirra voru eftir ættum sínum: Mikael, Mesúllam, Seba, Jóraí, Jaekan, Sía og Eber, alls sjö. 14 Þetta voru synir Abíhaíls, sonar Húrí, sonar Jaróa, sonar Gíleaðs, sonar Mikaels, sonar Jesísaí, sonar Jahdós, sonar Búss. 15 Ahí, sonur Abdíels Gúnísonar, var ættarhöfðingi þeirra. 16 Þeir bjuggu í Gíleað,+ Basan+ og tilheyrandi þorpum* og í öllum beitilöndum Sarons, eins langt og þau náðu. 17 Þeir voru allir skráðir í ættartölur á dögum Jótams+ Júdakonungs og Jeróbóams*+ Ísraelskonungs.
18 Í her Rúbeníta, Gaðíta og hálfrar ættkvíslar Manasse voru 44.760 stríðskappar sem báru skjöld og sverð, voru vopnaðir boga og voru þjálfaðir í hernaði. 19 Þeir háðu stríð við Hagríta,+ Jetúr, Nafis+ og Nódab. 20 Þeir fengu hjálp og Hagrítar og allir bandamenn þeirra féllu í hendur þeirra. Þeir höfðu hrópað til Guðs á hjálp í stríðinu og hann bænheyrði þá af því að þeir treystu á hann.+ 21 Þeir tóku hjarðir þeirra að herfangi: 50.000 úlfalda, 250.000 sauði og 2.000 asna. Auk þess tóku þeir 100.000 manns. 22 Mannfallið var mikið þar sem þetta var stríð hins sanna Guðs.+ Þeir bjuggu síðan á landsvæði þeirra allt til útlegðarinnar.+
23 Afkomendur hálfrar ættkvíslar Manasse+ bjuggu á svæðinu sem nær frá Basan til Baal Hermon og til Senír og Hermonfjalls.+ Þeir voru fjölmargir. 24 Þetta voru ættarhöfðingjar þeirra: Efer, Jíseí, Elíel, Asríel, Jeremía, Hódavja og Jahdíel. Þeir voru miklir kappar og nafntogaðir menn, höfðingjar ætta sinna. 25 En þeir voru ótrúir Guði forfeðra sinna og tilbáðu guði* þjóðanna sem bjuggu í landinu+ og Guð hafði útrýmt þegar þeir lögðu landið undir sig. 26 Guð Ísraels blés þá Púl Assýríukonungi í brjóst+ (það er Tílgat Pilneser+ Assýríukonungi) að flytja Rúbeníta, Gaðíta og hálfa ættkvísl Manasse í útlegð. Hann flutti þá til Hala, Habor, Hara og Gósanfljóts+ og þar eru þeir enn þann dag í dag.
6 Synir Leví+ voru Gerson, Kahat+ og Merarí.+ 2 Synir Kahats voru Amram, Jísehar,+ Hebron og Ússíel.+ 3 Börn* Amrams+ voru Aron,+ Móse+ og Mirjam.+ Og synir Arons voru Nadab, Abíhú,+ Eleasar+ og Ítamar.+ 4 Eleasar eignaðist Pínehas,+ Pínehas eignaðist Abísúa, 5 Abísúa eignaðist Búkkí, Búkkí eignaðist Ússí, 6 Ússí eignaðist Serahja, Serahja eignaðist Merajót, 7 Merajót eignaðist Amarja, Amarja eignaðist Ahítúb,+ 8 Ahítúb eignaðist Sadók,+ Sadók eignaðist Akímaas,+ 9 Akímaas eignaðist Asarja, Asarja eignaðist Jóhanan 10 og Jóhanan eignaðist Asarja. Hann gegndi prestsþjónustu í musterinu* sem Salómon byggði í Jerúsalem.
11 Asarja eignaðist Amarja, Amarja eignaðist Ahítúb, 12 Ahítúb eignaðist Sadók,+ Sadók eignaðist Sallúm, 13 Sallúm eignaðist Hilkía,+ Hilkía eignaðist Asarja, 14 Asarja eignaðist Seraja+ og Seraja eignaðist Jósadak.+ 15 Jósadak fór í útlegð þegar Jehóva lét Nebúkadnesar flytja Júda og Jerúsalem í útlegð.
16 Synir Leví voru Gersom,* Kahat og Merarí. 17 Þetta eru nöfn sona Gersoms: Libní og Símeí.+ 18 Synir Kahats voru Amram, Jísehar, Hebron og Ússíel.+ 19 Synir Merarí voru Mahelí og Músí.
Þetta eru ættir Levíta eftir forfeðrum þeirra:+ 20 Af Gersom+ eru komnir: Libní sonur hans, Jahat sonur hans, Simma sonur hans, 21 Jóa sonur hans, Íddó sonur hans, Sera sonur hans og Jeatraí sonur hans. 22 Synir* Kahats voru Ammínadab sonur hans, Kóra+ sonur hans, Assír sonur hans, 23 Elkana sonur hans, Ebjasaf+ sonur hans, Assír sonur hans, 24 Tahat sonur hans, Úríel sonur hans, Ússía sonur hans og Sál sonur hans. 25 Synir Elkana voru Amasaí og Ahímót. 26 Synir Elkana* voru Sofaí sonur hans, Nahat sonur hans, 27 Elíab sonur hans, Jeróham sonur hans og Elkana+ sonur hans. 28 Synir Samúels+ voru Jóel, frumburðurinn, og Abía sem var næstur honum.+ 29 Synir* Merarí voru Mahelí,+ Libní sonur hans, Símeí sonur hans, Ússa sonur hans, 30 Símea sonur hans, Haggía sonur hans og Asaja sonur hans.
31 Þetta eru þeir sem Davíð fól að stjórna söngnum í húsi Jehóva eftir að örkinni hafði verið komið þar fyrir.+ 32 Þeir sáu um sönginn í tjaldbúðinni, það er samfundatjaldinu, þar til Salómon byggði hús Jehóva í Jerúsalem.+ Þeir gegndu þjónustu sinni í samræmi við fyrirmælin sem þeir höfðu fengið.+ 33 Þetta eru mennirnir sem gegndu þessari þjónustu með sonum sínum: af Kahatítum: Heman+ söngvari, sonur Jóels,+ sonar Samúels, 34 sonar Elkana,+ sonar Jeróhams, sonar Elíels, sonar Tóa, 35 sonar Súfs, sonar Elkana, sonar Mahats, sonar Amasaí, 36 sonar Elkana, sonar Jóels, sonar Asaría, sonar Sefanía, 37 sonar Tahats, sonar Assírs, sonar Ebjasafs, sonar Kóra, 38 sonar Jísehars, sonar Kahats, sonar Leví, sonar Ísraels.
39 Asaf+ bróðir hans stóð honum á hægri hönd. Asaf var sonur Berekía, sonar Símea, 40 sonar Mikaels, sonar Baaseja, sonar Malkía, 41 sonar Etní, sonar Sera, sonar Adaja, 42 sonar Etans, sonar Simma, sonar Símeí, 43 sonar Jahats, sonar Gersoms, sonar Leví.
44 Bræður þeirra, afkomendur Merarí,+ voru vinstra megin: Etan+ sonur Kísí, sonar Abdí, sonar Mallúks, 45 sonar Hasabja, sonar Amasía, sonar Hilkía, 46 sonar Amsí, sonar Baní, sonar Semers, 47 sonar Mahelí, sonar Músí, sonar Merarí, sonar Leví.
48 Bræðrum þeirra, hinum Levítunum, var falið að gegna allri annarri þjónustu við tjaldbúðina, hús hins sanna Guðs.+ 49 Aron og synir hans+ létu fórnarreyk stíga upp af brennifórnaraltarinu+ og reykelsisaltarinu.+ Þeir sinntu háheilögum störfum til að friðþægja fyrir Ísrael+ í samræmi við fyrirmæli Móse, þjóns hins sanna Guðs. 50 Þetta voru afkomendur Arons:+ Eleasar+ sonur hans, Pínehas sonur hans, Abísúa sonur hans, 51 Búkkí sonur hans, Ússí sonur hans, Serahja sonur hans, 52 Merajót sonur hans, Amarja sonur hans, Ahítúb+ sonur hans, 53 Sadók+ sonur hans og Akímaas sonur hans.
54 Þetta eru staðirnir þar sem Levítarnir settust að og slógu upp tjaldbúðum:* Fyrsti hluturinn féll á afkomendur Arons af ætt Kahatíta 55 og þeir fengu því Hebron+ í landi Júda ásamt beitilandinu í kring. 56 En Kaleb Jefúnneson fékk landið og þorpin í kringum borgina.+ 57 Afkomendur Arons fengu griðaborgirnar,*+ það er Hebron,+ einnig Líbna+ og beitilönd hennar, Jattír,+ Estemóa og beitilönd hennar,+ 58 Hílen og beitilönd hennar, Debír+ og beitilönd hennar, 59 Asan+ og beitilönd hennar og Bet Semes+ og beitilönd hennar. 60 Frá ættkvísl Benjamíns fengu þeir Geba+ og beitilönd hennar, Alemet og beitilönd hennar og Anatót+ og beitilönd hennar. Ættir þeirra fengu alls 13 borgir.+
61 Öðrum Kahatítum var úthlutað* tíu borgum frá ættum annarra ættkvísla og frá hálfu ættkvíslinni, hálfri ættkvísl Manasse.+
62 Gersomítar fengu eftir ættum sínum 13 borgir frá ættkvísl Íssakars, ættkvísl Assers, ættkvísl Naftalí og ættkvísl Manasse í Basan.+
63 Ættir Meraríta fengu með hlutkesti 12 borgir frá ættkvísl Rúbens, ættkvísl Gaðs og ættkvísl Sebúlons.+
64 Þannig gáfu Ísraelsmenn Levítunum þessar borgir ásamt beitilöndum þeirra.+ 65 Og borgunum sem hér eru nefndar var úthlutað með hlutkesti frá ættkvísl Júda, ættkvísl Símeons og ættkvísl Benjamíns.
66 Nokkrar ættir Kahatíta fengu borgir frá ættkvísl Efraíms.+ 67 Þær fengu griðaborgirnar,* það er Síkem+ og beitilönd hennar í Efraímsfjöllum, Geser+ og beitilönd hennar, 68 Jokmeam og beitilönd hennar, Bet Hóron+ og beitilönd hennar, 69 Ajalon+ og beitilönd hennar og Gat Rimmon+ og beitilönd hennar. 70 Aðrar ættir Kahatíta fengu Aner og beitilönd hennar og Bíleam og beitilönd hennar frá hálfri ættkvísl Manasse.
71 Gersomítar fengu Gólan+ í Basan og beitilönd hennar og Astarót og beitilönd hennar frá hálfri ættkvísl Manasse.+ 72 Frá ættkvísl Íssakars fengu þeir Kedes og beitilönd hennar, Daberat+ og beitilönd hennar,+ 73 Ramót og beitilönd hennar og Anem og beitilönd hennar. 74 Frá ættkvísl Assers fengu þeir Masal og beitilönd hennar, Abdón og beitilönd hennar,+ 75 Húkok og beitilönd hennar og Rehób+ og beitilönd hennar. 76 Og frá ættkvísl Naftalí fengu þeir Kedes+ í Galíleu+ og beitilönd hennar, Hammon og beitilönd hennar og Kirjataím og beitilönd hennar.
77 Aðrir Merarítar fengu Rimmónó og beitilönd hennar og Tabor og beitilönd hennar frá ættkvísl Sebúlons.+ 78 Á Jórdansvæðinu í grennd við Jeríkó, austan megin við Jórdan, voru þeim fengnar frá ættkvísl Rúbens: Beser í óbyggðunum og beitilönd hennar, Jahas+ og beitilönd hennar, 79 Kedemót+ og beitilönd hennar og Mefaat og beitilönd hennar. 80 Og frá ættkvísl Gaðs fengu þeir Ramót í Gíleað og beitilönd hennar, Mahanaím+ og beitilönd hennar, 81 Hesbon+ og beitilönd hennar og Jaser+ og beitilönd hennar.
7 Synir Íssakars voru Tóla, Púa, Jasúb og Simron,+ alls fjórir. 2 Synir Tóla voru Ússí, Refaja, Jeríel, Jahemaí, Jíbsam og Samúel. Þeir voru höfðingjar ætta sinna. Af Tóla komu dugmiklir hermenn sem voru 22.600 á dögum Davíðs. 3 Afkomendur* Ússí voru Jísrahja og synir Jísrahja, þeir Mikael, Óbadía, Jóel og Jissía. Allir fimm voru höfðingjar. 4 Í ættartölum þeirra voru skráðir eftir ættum þeirra 36.000 hermenn sem voru færir til bardaga enda áttu þeir margar konur og syni. 5 Bræður þeirra af öllum ættum Íssakars voru dugmiklir hermenn. Samkvæmt ættartölum voru þeir alls 87.000 talsins.+
6 Synir Benjamíns+ voru Bela,+ Beker+ og Jedíael,+ þrír talsins. 7 Synir Bela voru Esbon, Ússí, Ússíel, Jerímót og Írí, alls fimm. Þeir voru höfðingjar ætta sinna, dugmiklir hermenn, og í ættartölum þeirra voru 22.034 menn.+ 8 Synir Bekers voru Semíra, Jóas, Elíeser, Eljóenaí, Omrí, Jeremót, Abía, Anatót og Alemet. Allir þessir voru synir Bekers. 9 Í ættartölum þeirra voru 20.200 dugmiklir hermenn skráðir eftir ættarhöfðingjum sínum. 10 Synir* Jedíaels+ voru Bílhan og synir Bílhans: Jeús, Benjamín, Ehúð, Kenaana, Setan, Tarsis og Ahísahar. 11 Allir þessir voru synir Jedíaels. Meðal afkomenda þessara ættarhöfðingja voru 17.200 dugmiklir hermenn, færir til bardaga.
12 Súppítar og Húppítar* voru afkomendur Írs.+ Húsítar* voru afkomendur Akers.
13 Synir Naftalí+ voru Jahsíel, Gúní, Jeser og Sallúm, afkomendur* Bílu.+
14 Synir Manasse+ voru: Asríel sem sýrlensk hjákona hans ól. (Hún fæddi Makír+ föður Gíleaðs. 15 Makír tók konu handa Húppím og Súppím en systir hans hét Maaka.) Annar sonurinn hét Selofhað+ en Selofhað átti aðeins dætur.+ 16 Maaka kona Makírs fæddi son og nefndi hann Peres en bróðir hans hét Seres. Synir hans voru Úlam og Rekem. 17 Og sonur* Úlams var Bedan. Þetta voru synir Gíleaðs, sonar Makírs, sonar Manasse. 18 Systir hans var Hammóleket. Hún fæddi Íshód, Abíeser og Mahela. 19 Synir Semída voru Ahjan, Sekem, Líkhí og Aníam.
20 Synir Efraíms+ voru þessir: Sútela,+ Bered sonur hans, Tahat sonur hans, Eleada sonur hans, Tahat sonur hans, 21 Sabad sonur hans, Sútela sonur hans og einnig Eser og Elead. Menn frá Gat,+ sem fæddust í landinu, drápu þá þegar þeir fóru til að ræna hjörðum þeirra. 22 Efraím faðir þeirra syrgði þá lengi og bræður hans komu til að hugga hann. 23 Síðan lagðist hann með konu sinni og hún varð barnshafandi og fæddi son. En hann nefndi hann Bería* því að hún fæddi hann þegar ógæfa dundi yfir heimili hans. 24 Dóttir hans var Seera sem byggði Neðri-+ og Efri-Bet Hóron+ og Ússen Seera. 25 Síðan voru það Refa sonur hans, Resef, Tela sonur hans, Tahan sonur hans, 26 Laedan sonur hans, Ammíhúd sonur hans, Elísama sonur hans, 27 Nún sonur hans og Jósúa*+ sonur hans.
28 Landsvæði þeirra þar sem þeir settust að voru Betel+ og tilheyrandi þorp* austur til Naaran og vestur til Geser og tilheyrandi þorpa, og einnig Síkem og tilheyrandi þorp allt til Aja* og tilheyrandi þorpa. 29 Afkomendur Manasse áttu borgir hinum megin við landamæri sín: Bet Sean+ og tilheyrandi þorp, Taanak+ og tilheyrandi þorp, Megiddó+ og tilheyrandi þorp og Dór+ og tilheyrandi þorp. Í þessum borgum bjuggu afkomendur Jósefs, sonar Ísraels.
30 Synir Assers voru Jimna, Jísva, Jísví og Bería.+ Systir þeirra hét Sera.+ 31 Synir Bería voru Heber og Malkíel sem var faðir Birsaíts. 32 Heber eignaðist Jaflet, Sómer og Hótam og Súu systur þeirra. 33 Synir Jaflets voru Pasak, Bímhal og Asvat. Þetta voru synir Jaflets. 34 Synir Semers* voru Ahí, Róhga, Jehúbba og Aram. 35 Synir Helems* bróður hans voru Sófa, Jímna, Seles og Amal. 36 Synir Sófa voru Súa, Harnefer, Súal, Berí, Jímra, 37 Beser, Hód, Samma, Silsa, Jítran og Beera. 38 Synir Jeters voru Jefúnne, Pispa og Ara. 39 Synir Úlla voru Ara, Hanníel og Risja. 40 Allir þessir voru synir Assers, höfðingjar ætta sinna, útvaldir, dugmiklir hermenn og foringjar hershöfðingjanna. Samkvæmt ættartölum þeirra+ höfðu þeir 26.000 menn+ sem voru hæfir til að gegna herþjónustu.
8 Benjamín+ eignaðist Bela+ frumburð sinn. Asbel+ var annar í röðinni, Ahra sá þriðji, 2 Nóha sá fjórði og Rafa sá fimmti. 3 Synir Bela voru Addar, Gera,+ Abíhúd, 4 Abísúa, Naaman, Ahóa, 5 Gera, Sefúfan og Húram. 6 Þetta voru synir Ehúðs, ættarhöfðingjar íbúanna í Geba+ sem voru fluttir í útlegð til Manahat: 7 Naaman, Ahía og Gera, en það var hann sem flutti þá í útlegð. Hann eignaðist Ússa og Akíhúð. 8 Saharaím eignaðist börn í Móabslandi eftir að hafa hrakið fólkið burt. Húsím og Baara voru eiginkonur hans.* 9 Með Hódes konu sinni eignaðist hann Jóbab, Síbja, Mesa, Malkam, 10 Jeús, Sokja og Mirma. Þetta voru synir hans, ættarhöfðingjar.
11 Með Húsím eignaðist hann Abítúb og Elpaal. 12 Synir Elpaals voru Eber, Míseam, Semed (sem byggði Ónó+ og Lód+ og tilheyrandi þorp),* 13 Bería og Sema. Þetta voru ættarhöfðingjar íbúanna í Ajalon.+ Þeir ráku burt íbúana í Gat. 14 Ahjó, Sasak, Jeremót, 15 Sebadja, Arad, Eder, 16 Mikael, Jispa og Jóha voru synir Bería. 17 Sebadja, Mesúllam, Hiskí, Heber, 18 Jísmeraí, Jíslía og Jóbab voru synir Elpaals. 19 Jakím, Síkrí, Sabdí, 20 Elíenaí, Silletaí, Elíel, 21 Adaja, Beraja og Simrat voru synir Símeí. 22 Jíspan, Eber, Elíel, 23 Abdón, Síkrí, Hanan, 24 Hananja, Elam, Antótía, 25 Jífdeja og Penúel voru synir Sasaks. 26 Og Samseraí, Seharja, Atalja, 27 Jaaresja, Elía og Síkrí voru synir Jeróhams. 28 Þessir menn voru ættarhöfðingjar samkvæmt ættartölum sínum. Þeir bjuggu í Jerúsalem.
29 Jeíel faðir* Gíbeons bjó í Gíbeon.+ Kona hans hét Maaka.+ 30 Frumburður hans var Abdón og á eftir honum fæddust Súr, Kís, Baal, Nadab, 31 Gedór, Ahjó og Seker. 32 Miklót eignaðist Símea. Þeir bjuggu í nágrenni við bræður sína í Jerúsalem ásamt hinum bræðrum sínum.
33 Ner+ eignaðist Kís, Kís eignaðist Sál+ og Sál eignaðist Jónatan,+ Malkísúa,+ Abínadab+ og Esbaal.*+ 34 Sonur Jónatans var Meríbaal*+ og Meríbaal eignaðist Míka.+ 35 Synir Míka voru Píton, Melek, Tarea og Akas. 36 Akas eignaðist Jóadda og Jóadda eignaðist Alemet, Asmavet og Simrí. Simrí eignaðist Mósa. 37 Mósa eignaðist Bínea. Sonur hans var Rafa, sonur hans Eleasa og sonur hans Asel. 38 Asel átti sex syni. Þeir hétu Asríkam, Bokrú, Ísmael, Searja, Óbadía og Hanan. Allir þessir voru synir Asels. 39 Synir Eseks bróður hans voru Úlam frumburður hans, Jeús næstelsti sonurinn og Elífelet sá þriðji. 40 Synir Úlams voru dugmiklir hermenn og færar bogaskyttur. Þeir áttu marga syni og sonarsyni, alls 150. Þetta voru allt afkomendur Benjamíns.
9 Allir Ísraelsmenn voru skráðir í ættartölur en þær eru skráðar í Bók Ísraelskonunga. Júdamenn voru fluttir í útlegð til Babýlonar vegna ótrúmennsku sinnar.+ 2 Þeir fyrstu sem sneru aftur til landareigna sinna og borga voru nokkrir Ísraelsmenn, prestarnir, Levítarnir og musterisþjónarnir.*+ 3 Afkomendur Júda,+ Benjamíns,+ Efraíms og Manasse sem settust að í Jerúsalem voru: 4 Útaí sonur Ammíhúds, sonar Omrí, sonar Imrí, sonar Baní, en hann var afkomandi Peresar+ Júdasonar. 5 Af Sílónítum: Asaja, frumburðurinn, og synir hans. 6 Og af sonum Sera:+ Jegúel og bræður þeirra, 690 manns.
7 Af afkomendum Benjamíns: Sallú sonur Mesúllams, sonar Hódavja, sonar Hassenúa, 8 einnig Jíbneja Jeróhamsson, Ela, sonur Ússí Míkrísonar, og Mesúllam sonur Sefatja, sonar Regúels, sonar Jíbneja. 9 Og bræður þeirra voru 956 samkvæmt ættartölum þeirra. Allir þessir menn voru höfðingjar ætta sinna.
10 Af prestunum voru það Jedaja, Jójaríb, Jakín,+ 11 Asarja sonur Hilkía, sonar Mesúllams, sonar Sadóks, sonar Merajóts, sonar Ahítúbs, eins af æðstu mönnunum í húsi* hins sanna Guðs, 12 Adaja sonur Jeróhams, sonar Pashúrs, sonar Malkía, Maesí sonur Adíels, sonar Jahsera, sonar Mesúllams, sonar Mesillemíts, sonar Immers, 13 og einnig bræður þeirra, ættarhöfðingjar sem voru 1.760 talsins. Þeir voru dugmiklir menn, hæfir til að gegna þjónustu við hús hins sanna Guðs.
14 Af Levítunum voru það Semaja+ sonur Hassúbs, sonar Asríkams, sonar Hasabja, af afkomendum Merarí; 15 Bakbakkar, Heres, Galal og Mattanja sonur Míka, sonar Síkrí, sonar Asafs, 16 Óbadía sonur Semaja, sonar Galals, sonar Jedútúns, og Berekía sonur Asa, sonar Elkana, en hann bjó í þorpum Netófatíta.+
17 Hliðverðirnir+ voru Sallúm, Akkúb, Talmón og Ahíman. Sallúm bróðir þeirra var foringi þeirra 18 og áður hafði hann staðið við konungshliðið austan til.+ Þetta voru hliðverðirnir í búðum Levítanna. 19 Sallúm sonur Kóre, sonar Ebjasafs, sonar Kóra, og bræður hans af ætt hans, Kóraítarnir, höfðu það verkefni að gæta dyra tjaldsins. Feður þeirra höfðu einnig haft umsjón með búðum Jehóva og gætt dyranna. 20 Pínehas+ Eleasarsson+ hafði áður verið leiðtogi þeirra. Jehóva var með honum. 21 Sakaría+ Meselemjason var hliðvörður við inngang samfundatjaldsins.
22 Alls voru 212 valdir til að vera hliðverðir við þröskuldana. Þeir settust að í þorpum sínum samkvæmt ættartölum sínum.+ Davíð og Samúel sjáandi+ höfðu skipað þá í embætti af því að þeim var treystandi. 23 Þeir og synir þeirra sáu um að gæta hliðanna að húsi Jehóva,+ tjaldbúðarhúsinu. 24 Hliðverðirnir stóðu gegnt áttunum fjórum: austri, vestri, norðri og suðri.+ 25 Bræður þeirra áttu að koma úr þorpum sínum öðru hverju til að þjóna með þeim, sjö daga í senn. 26 Fjórir aðalhliðverðir, Levítar, fengu það ábyrgðarhlutverk að hafa umsjón með herbergjunum* og fjárhirslunum í húsi hins sanna Guðs.+ 27 Á nóttinni stóðu þeir vörð allt í kringum hús hins sanna Guðs því að þeir sáu um gæsluna og höfðu lykil til að opna hliðin á hverjum morgni.
28 Nokkrir þeirra sáu um áhöldin+ sem voru notuð við þjónustuna. Þeir töldu þau þegar þeir báru þau inn og þegar þeir báru þau út. 29 Nokkrir þeirra voru settir yfir hin áhöldin, öll heilögu áhöldin,+ fína mjölið,+ vínið,+ olíuna,+ reykelsið*+ og balsamolíuna.+ 30 Nokkrir synir prestanna blönduðu smyrsl úr balsamolíu. 31 Mattitja, sem var Levíti og frumburður Sallúms Kóraíta, var treyst fyrir bakstrinum.+ 32 Nokkrir af Kahatítunum, bræðrum þeirra, sáu um brauðstaflana*+ og áttu að bera þá fram á hverjum hvíldardegi.+
33 Þetta voru söngvararnir, ættarhöfðingjar Levíta sem voru í herbergjunum.* Þeir voru leystir undan öðrum skyldum því að þeir áttu að vera reiðubúnir til þjónustu dag og nótt. 34 Þessir menn voru ættarhöfðingjar Levíta samkvæmt ættartölum sínum. Þeir bjuggu í Jerúsalem.
35 Jeíel faðir Gíbeons bjó í Gíbeon.+ Kona hans hét Maaka. 36 Frumburður hans var Abdón og á eftir honum fæddust Súr, Kís, Baal, Ner, Nadab, 37 Gedór, Ahjó, Sakaría og Miklót. 38 Miklót eignaðist Símeam. Þeir bjuggu í nágrenni við bræður sína í Jerúsalem ásamt hinum bræðrum sínum. 39 Ner+ eignaðist Kís, Kís eignaðist Sál+ og Sál eignaðist Jónatan,+ Malkísúa,+ Abínadab+ og Esbaal. 40 Sonur Jónatans var Meríbaal+ og Meríbaal eignaðist Míka.+ 41 Synir Míka voru Píton, Melek, Tahrea og Akas. 42 Akas eignaðist Jaera og Jaera eignaðist Alemet, Asmavet og Simrí. Simrí eignaðist Mósa. 43 Mósa eignaðist Bínea. Sonur hans var Refaja, sonur hans Eleasa og sonur hans Asel. 44 Asel átti sex syni. Þeir hétu Asríkam, Bokrú, Ísmael, Searja, Óbadía og Hanan. Þetta voru synir Asels.
10 Filistear herjuðu nú á Ísrael. Ísraelsmenn flúðu undan þeim en margir voru felldir á Gilbóafjalli.+ 2 Filistear eltu Sál og syni hans og drápu Jónatan, Abínadab og Malkísúa+ syni Sáls. 3 Sál átti nú í vök að verjast. Bogaskytturnar komu auga á hann, hæfðu hann og særðu.+ 4 Þá sagði Sál við skjaldsvein sinn: „Dragðu sverð þitt og rektu mig í gegn. Annars koma þessir óumskornu menn og fara hrottalega með mig.“+ En skjaldsveinninn vildi það ekki því að hann var lafhræddur. Sál tók þá sverð sitt og lét sig falla á það.+ 5 Þegar skjaldsveinninn sá að Sál var dáinn lét hann sig líka falla á sverð sitt og dó. 6 Þannig dóu Sál og synir hans þrír og öll ætt hans í einu.+ 7 Þegar Ísraelsmönnum í dalnum* varð ljóst að allir voru flúnir og Sál og synir hans dánir yfirgáfu þeir borgir sínar og flúðu. Filistear komu síðan og settust að í þeim.
8 Daginn eftir, þegar Filistear komu til að ræna þá sem höfðu fallið, fundu þeir lík Sáls og sona hans á Gilbóafjalli.+ 9 Þeir rændu hann, hjuggu af honum höfuðið og klæddu hann úr herklæðunum.* Síðan sendu þeir menn um allt land Filistea til að flytja skurðgoðum sínum+ og fólkinu fréttirnar. 10 Þeir lögðu herklæði hans í hof guðs síns og festu upp hauskúpu hans í hofi Dagóns.+
11 Þegar íbúarnir í Jabes+ í Gíleað fréttu af öllu sem Filistear höfðu gert við Sál+ 12 lögðu allir hermenn borgarinnar af stað, sóttu lík Sáls og sona hans og fluttu þau til Jabes. Síðan grófu þeir bein þeirra undir stóra trénu í Jabes+ og föstuðu í sjö daga.
13 Sál dó af því að hann hafði svikið Jehóva og óhlýðnast fyrirmælum Jehóva.+ Auk þess hafði hann leitað svara hjá andamiðli+ 14 í stað þess að ráðfæra sig við Jehóva. Hann lét hann því deyja og gaf Davíð Ísaísyni konungdóminn.+
11 Að nokkrum tíma liðnum söfnuðust allir Ísraelsmenn saman hjá Davíð í Hebron+ og sögðu: „Við erum hold þitt og bein.+ 2 Áður fyrr, þegar Sál var konungur, varst það þú sem fórst fyrir Ísrael í hernaði.+ Jehóva Guð þinn sagði við þig: ‚Þú verður hirðir þjóðar minnar, Ísraels. Þú verður leiðtogi yfir þjóð minni, Ísrael.‘“+ 3 Þegar allir öldungar Ísraels voru komnir til konungsins í Hebron gerði Davíð sáttmála við þá frammi fyrir Jehóva í Hebron. Síðan smurðu þeir Davíð til konungs yfir Ísrael+ eins og Jehóva hafði sagt fyrir milligöngu Samúels.+
4 Nokkru síðar hélt Davíð og allur Ísrael til Jerúsalem, það er Jebús,+ en þar bjuggu Jebúsítar.+ 5 Íbúar Jebús hæddust að Davíð og sögðu: „Þú kemst aldrei hingað inn!“+ En Davíð tók virkið Síon+ sem er nú kallað Davíðsborg.+ 6 Davíð hafði sagt: „Sá fyrsti sem ræðst á Jebúsíta verður foringi og hershöfðingi.“ Jóab+ Serújuson fór fyrstur upp og varð foringi. 7 Davíð settist síðan að í virkinu. Þess vegna var það nefnt Davíðsborg. 8 Hann hófst handa við að byggja umhverfis borgina, frá Milló* og allt í kring, en Jóab endurreisti aðra hluta borgarinnar. 9 Davíð efldist sífellt meir+ og Jehóva hersveitanna var með honum.
10 Þetta eru fremstu stríðskappar Davíðs. Þeir ásamt öllum Ísrael hjálpuðu honum að komast til valda og gerðu hann að konungi eins og Jehóva hafði lofað Ísrael.+ 11 Þetta er skrá yfir stríðskappa Davíðs: Jasóbeam+ sonur Hakmóníta, höfðingi hinna þriggja.+ Einu sinni sveiflaði hann spjóti sínu og drap yfir 300 menn.+ 12 Næstur honum var Eleasar,+ sonur Dódós Ahóhíta.+ Hann var einn af stríðsköppunum þrem. 13 Hann var með Davíð í Pas Dammím+ þar sem Filistear höfðu safnast saman til orrustu. Þar var byggakur. Liðið hafði flúið undan Filisteum 14 en hann tók sér stöðu á miðjum akrinum, varði hann og felldi Filisteana. Þannig veitti Jehóva mikinn sigur.+
15 Einu sinni fóru þrír af höfðingjunum 30 niður að klettinum, til Davíðs í Adúllamhelli,+ en hersveit Filistea hafði þá slegið upp búðum í Refaímdal.*+ 16 Davíð var í fjallavíginu en Filistear voru með setulið í Betlehem. 17 Þá sagði Davíð: „Ég vildi óska að ég gæti fengið vatn að drekka úr brunninum við borgarhliðið í Betlehem.“+ 18 Mennirnir þrír brutust þá inn í herbúðir Filistea og sóttu vatn í brunninn við borgarhliðið í Betlehem. Þeir færðu Davíð vatnið en Davíð vildi ekki drekka það heldur hellti því niður frammi fyrir Jehóva. 19 Hann sagði: „Það kemur ekki til greina að ég geri þetta því að það væri rangt í augum Guðs míns. Á ég að drekka blóð þessara manna sem hættu lífi sínu?+ Þeir lögðu líf sitt í hættu til að sækja það.“ Þess vegna vildi hann ekki drekka vatnið. Þetta gerðu kapparnir þrír.
20 Abísaí+ bróðir Jóabs+ fór fyrir öðru þríeyki. Einu sinni sveiflaði hann spjóti sínu og drap yfir 300 menn. Hann var jafn frægur og þrír bestu stríðskappar Davíðs.+ 21 Hann skaraði fram úr í þríeykinu sem hann fór fyrir en jafnaðist þó ekki á við kappana þrjá.
22 Benaja+ Jójadason var hugrakkur maður* sem vann mörg þrekvirki í Kabseel.+ Hann drap báða syni Aríels frá Móab og eitt sinn þegar snjóaði fór hann ofan í gryfju og drap þar ljón.+ 23 Hann drap líka risavaxinn Egypta sem var fimm álnir á hæð.*+ Egyptinn var með spjót í hendi sem var eins svert og þverslá í vefstól+ en Benaja fór á móti honum með staf, hrifsaði spjótið úr hendi hans og drap hann með hans eigin spjóti.+ 24 Þetta gerði Benaja Jójadason. Hann var jafn frægur og þrír bestu stríðskappar Davíðs. 25 Hann skaraði fram úr hinum þrjátíu en jafnaðist þó ekki á við kappana þrjá.+ Davíð setti hann yfir lífvarðarsveit sína.
26 Stríðskappar hersins voru Asael+ bróðir Jóabs, Elkanan, sonur Dódós frá Betlehem,+ 27 Sammót Haróríti, Heles Pelóníti, 28 Íra,+ sonur Íkkess frá Tekóa, Abíeser+ frá Anatót, 29 Sibbekaí+ Húsatíti, Ílaí Ahóhíti, 30 Maharaí+ Netófatíti, Heled,+ sonur Baana Netófatíta, 31 Íttaí, sonur Ríbaí frá Gíbeu í Benjamín,+ Benaja Píratoníti, 32 Húraí frá flóðdölum* Gaas,+ Abíel frá Bet Araba, 33 Asmavet frá Bahúrím, Eljahba Saalbóníti, 34 synir Hasems Gísoníta, Jónatan, sonur Sage Hararíta, 35 Ahíam, sonur Sakars Hararíta, Elífal Úrsson, 36 Hefer Mekeratíti, Ahía Pelóníti, 37 Hesró Karmelíti, Naaraí Esbaíson, 38 Jóel bróðir Natans, Míbhar Hagríson, 39 Selek Ammóníti, Nahraí frá Beerót, skjaldsveinn Jóabs Serújusonar, 40 Íra Jítríti, Gareb Jítríti, 41 Úría+ Hetíti, Sabad Ahlaíson, 42 Adína, sonur Sísa Rúbeníta og höfðingi Rúbeníta, og 30 manns með honum, 43 Hanan Maakason, Jósafat Mitníti, 44 Ússía frá Astarót, Sama og Jeíel, synir Hótams frá Aróer, 45 Jedíael Simríson og Jóha Tísíti, bróðir hans, 46 Elíel Mahavíti, Jeríbaí og Jósavja Elnaamssynir, Jítma Móabíti, 47 Elíel, Óbeð og Jaasíel frá Mesóbaja.
12 Þetta eru mennirnir sem komu til Davíðs í Siklag+ þegar hann var á flótta undan Sál+ Kíssyni. Þeir voru meðal kappanna sem studdu hann í stríði.+ 2 Þeir voru vopnaðir bogum og gátu slöngvað steinum+ og skotið örvum af boga bæði með hægri hendi og vinstri.+ Þeir voru af bræðrum Sáls, Benjamínítum.+ 3 Mennirnir voru: Ahíeser leiðtogi þeirra ásamt Jóasi, en þeir voru synir Semaa frá Gíbeu,+ einnig Jesíel og Pelet Asmavetssynir,+ Beraka, Jehú frá Anatót, 4 Jismaja Gíbeoníti,+ einn stríðskappanna þrjátíu+ og foringi þeirra, Jeremía, Jahasíel, Jóhanan, Jósabad frá Gedera, 5 Elúsaí, Jerímót, Bealja, Semarja, Sefatja Harífíti, 6 Kóraítarnir+ Elkana, Jissía, Asarel, Jóeser og Jasóbeam 7 og Jóela og Sebadja, synir Jeróhams frá Gedór.
8 Nokkrir Gaðítar slógust í lið með Davíð þegar hann var í fjallavíginu í óbyggðunum.+ Þeir voru miklir kappar, þjálfaðir hermenn sem báru stóra skildi og spjót. Þeir líktust ljónum í framan og fóru hratt um eins og gasellur á fjöllum. 9 Eser var höfðingi þeirra, Óbadía var annar, Elíab þriðji, 10 Mismanna fjórði, Jeremía fimmti, 11 Attaí sjötti, Elíel sjöundi, 12 Jóhanan áttundi, Elsabad níundi, 13 Jeremía tíundi og Makbannaí ellefti. 14 Þeir voru Gaðítar,+ foringjar hersins. Hinn aumasti var á við 100 manns og hinn sterkasti á við 1.000.+ 15 Það voru þeir sem fóru yfir Jórdan í fyrsta mánuðinum, þegar hún flæddi yfir bakka sína, og þeir hröktu burt alla sem bjuggu á láglendinu, til austurs og vesturs.
16 Einnig komu nokkrir menn úr ættkvíslum Benjamíns og Júda til Davíðs í fjallavígið.+ 17 Davíð gekk út til þeirra og sagði: „Ef þið komið með friði og viljið hjálpa mér þá tek ég ykkur opnum örmum. En ef þið ætlið að svíkja mig í hendur óvina minna þótt ég hafi ekki gert neitt rangt þá sér Guð forfeðra okkar það og dæmir.“+ 18 Þá kom andinn yfir Amasaí,+ leiðtoga hinna þrjátíu, og hann sagði:
„Við erum þínir, Davíð, og við erum með þér, sonur Ísaí.+
Friður, friður sé með þér og friður sé með þeim sem hjálpar þér
því að Guð þinn hjálpar þér.“+
Þá tók Davíð við þeim og skipaði þá meðal foringja herliðsins.
19 Nokkrir af ættkvísl Manasse gengu einnig til liðs við Davíð þegar hann fór með Filisteum til að berjast við Sál. Hann varð Filisteum þó engin hjálp því að höfðingjar þeirra+ komu sér saman um að senda hann burt. „Hann gengur til liðs við Sál herra sinn og það mun kosta okkur höfuðið,“ sögðu þeir.+ 20 Þegar hann fór til Siklag+ gengu þessir menn í lið með honum af ættkvísl Manasse: Adna, Jósabad, Jedíael, Mikael, Jósabad, Elíhú og Silletaí, foringjar þúsund manna flokka Manasse.+ 21 Þeir hjálpuðu Davíð að verjast ránsflokknum því að þeir voru allir hugrakkir menn og miklir kappar.+ Þeir urðu höfðingjar í hernum. 22 Á hverjum degi komu menn til Davíðs+ til að styðja hann. Að lokum voru herbúðir hans eins fjölmennar og herbúðir Guðs.+
23 Þetta er fjöldi þeirra hermanna sem komu vopnum búnir til Davíðs í Hebron+ til að fá honum konungdóm Sáls eins og Jehóva hafði fyrirskipað.+ 24 Af ættkvísl Júda komu 6.800 menn sem báru stóra skildi og spjót og voru búnir til bardaga. 25 Af ættkvísl Símeons komu 7.100 hugrakkir stríðskappar.
26 Af Levítum komu 4.600. 27 Jójada+ var leiðtogi sona Arons+ og með honum voru 3.700 menn. 28 Á meðal þeirra var Sadók,+ hugrakkur ungur kappi, og 22 foringjar úr ætt hans.
29 Af ættkvísl Benjamíns, bræðrum Sáls,+ komu 3.000 en flestir þeirra höfðu áður stutt ætt Sáls af heilum hug. 30 Af ættkvísl Efraíms komu 20.800 hugrakkir kappar sem voru nafntogaðir í ættum sínum.
31 Af hálfri ættkvísl Manasse komu 18.000 menn sem höfðu verið valdir til að koma og gera Davíð að konungi. 32 Af ættkvísl Íssakars komu 200 höfðingjar sem vissu hvað tímanum leið og hvað Ísrael þurfti að gera, og allir bræður þeirra voru undir þeirra forystu. 33 Af ættkvísl Sebúlons komu 50.000 menn sem gátu barist með hernum. Þeir skipuðu sér í fylkingar búnir alls konar stríðsvopnum og studdu allir Davíð heils hugar.* 34 Af ættkvísl Naftalí komu 1.000 foringjar ásamt 37.000 mönnum sem báru stóra skildi og spjót. 35 Af ættkvísl Dans komu 28.600 menn búnir til bardaga. 36 Og af ættkvísl Assers komu 40.000 menn sem gátu barist með hernum og skipað sér í fylkingar.
37 Af ættkvíslunum hinum megin við Jórdan,+ af Rúbenítum, Gaðítum og hálfri ættkvísl Manasse, komu 120.000 hermenn búnir alls konar stríðsvopnum. 38 Þeir voru allir hermenn, tilbúnir til að halda út á vígvöllinn. Þeir komu til Hebron staðráðnir í að gera Davíð að konungi yfir öllum Ísrael og aðrir Ísraelsmenn voru sammála um að gera Davíð að konungi.+ 39 Þeir voru hjá Davíð í þrjá daga og átu og drukku því að bræður þeirra höfðu séð þeim fyrir mat. 40 Þeir sem bjuggu í næsta nágrenni og allt til Íssakars, Sebúlons og Naftalí komu einnig með mat á ösnum, úlföldum, múldýrum og nautum. Þeir komu með mjöl, fíkjukökur, rúsínukökur, vín, olíu og naut og sauði í miklum mæli því að gleði ríkti í Ísrael.
13 Davíð ráðfærði sig við höfðingja þúsund manna flokka og hundrað manna flokka og alla hina leiðtogana.+ 2 Síðan sagði Davíð við allan söfnuð Ísraels: „Ef ykkur líst vel á og ef það er Jehóva Guði okkar að skapi skulum við senda eftir bræðrum okkar sem eftir eru í öllum héruðum Ísraels og einnig prestunum og Levítunum sem búa í borgum sínum+ með tilheyrandi beitilöndum. 3 Við skulum sækja örk+ Guðs okkar.“ En fólkið hafði verið áhugalaust um örkina á dögum Sáls.+ 4 Allur söfnuðurinn samþykkti þetta því að fólkinu fannst tillagan góð. 5 Davíð safnaði þá saman öllum Ísrael, frá Egyptalandsá* allt til Lebó Hamat,*+ til að sækja örk hins sanna Guðs til Kirjat Jearím.+
6 Davíð og allur Ísrael fór upp til Baala+ í Júda, það er að segja til Kirjat Jearím, til að sækja örk Jehóva, hins sanna Guðs sem situr í hásæti sínu yfir kerúbunum,*+ en frammi fyrir henni ákallar fólk nafn hans. 7 Örk hins sanna Guðs var sótt á nýjum vagni+ úr húsi Abínadabs. Ússa og Ahjó stjórnuðu vagninum.+ 8 Davíð og allur Ísrael fögnuðu frammi fyrir hinum sanna Guði af öllum mætti, sungu og léku á hörpur og önnur strengjahljóðfæri, tambúrínur,+ málmgjöll+ og lúðra.+ 9 En þegar þeir komu á þreskivöll Kídons lá við að uxarnir veltu vagninum. Þá rétti Ússa út höndina og greip í örkina. 10 Reiði Jehóva blossaði upp gegn Ússa og hann greiddi honum banahögg vegna þess að hann hafði gripið í örkina.+ Hann lét þar lífið frammi fyrir Guði.+ 11 En Davíð gramdist það* að reiði Jehóva skyldi hafa brotist út gegn Ússa. Staðurinn var nefndur Peres Ússa* og heitir það enn þann dag í dag.
12 Davíð varð hræddur við hinn sanna Guð þennan dag og sagði: „Hvernig get ég flutt örk hins sanna Guðs til mín?“+ 13 Davíð flutti ekki örkina heim til sín í Davíðsborg heldur lét fara með hana heim til Óbeðs Edóms í Gat.* 14 Örk hins sanna Guðs var á heimili Óbeðs Edóms í Gat í þrjá mánuði og Jehóva blessaði heimilisfólk hans og allt sem hann átti.+
14 Híram,+ konungur í Týrus, sendi menn á fund Davíðs. Hann sendi einnig sedrusvið, steinsmiði og trésmiði til að byggja hús* handa honum.+ 2 Davíð skildi að Jehóva hafði fest hann í sessi sem konung yfir Ísrael+ enda hafði hann hafið konungdóm hans til vegs og virðingar vegna þjóðar sinnar, Ísraels.+
3 Davíð tók sér fleiri eiginkonur+ í Jerúsalem og eignaðist fleiri syni og dætur.+ 4 Þetta eru nöfn barna hans sem fæddust í Jerúsalem:+ Sammúa, Sóbab, Natan,+ Salómon,+ 5 Jíbhar, Elísúa, Elpalet, 6 Nóga, Nefeg, Jafía, 7 Elísama, Beeljada og Elífelet.
8 Þegar Filistear fréttu að Davíð hefði verið smurður til konungs yfir öllum Ísrael+ lögðu þeir allir af stað til að leita að honum.+ Þegar Davíð frétti það fór hann á móti þeim. 9 Filistear komu nú og gerðu áhlaup á íbúa Refaímdals.*+ 10 Davíð spurði Guð: „Á ég að fara gegn Filisteum? Ætlarðu að gefa þá í mínar hendur?“ Jehóva svaraði honum: „Farðu gegn þeim. Ég mun vissulega gefa þá í þínar hendur.“+ 11 Davíð fór þá upp til Baal Perasím+ og sigraði þá þar. Hann sagði: „Hinn sanni Guð hefur brotist í gegnum fylkingar óvina minna með hendi minni eins og vatnsflaumur sem ryður sér leið.“ Þess vegna er staðurinn nefndur Baal Perasím.* 12 Filistear skildu guði sína eftir þar og menn brenndu þá í eldi+ að fyrirskipun Davíðs.
13 Nokkru síðar komu Filistear aftur og gerðu áhlaup í dalnum.*+ 14 Davíð leitaði enn á ný leiðsagnar Guðs en hinn sanni Guð svaraði: „Farðu ekki beint á móti þeim. Taktu heldur sveig, komdu aftan að þeim og gerðu árás á þá hjá bakarunnunum.+ 15 Þegar þú heyrir þyt í toppum bakarunnanna eins og í þrammandi hermönnum skaltu leggja til atlögu því að hinn sanni Guð fer þá fyrir þér til að leggja her Filistea að velli.“+ 16 Davíð gerði eins og hinn sanni Guð sagði honum+ og Ísraelsmenn sigruðu her Filistea frá Gíbeon til Geser.+ 17 Orðstír Davíðs barst um öll lönd og Jehóva lét allar þjóðir hræðast hann.+
15 Davíð byggði sér fleiri hús í Davíðsborg. Hann bjó einnig stað handa örk hins sanna Guðs og sló upp tjaldi fyrir hana.+ 2 Við það tækifæri sagði Davíð: „Enginn má bera örk hins sanna Guðs nema Levítarnir því að Jehóva hefur valið þá til að bera örk Jehóva og þjóna sér um ókomna tíð.“+ 3 Síðan stefndi Davíð öllum Ísrael til Jerúsalem til þess að flytja örk Jehóva upp eftir á staðinn sem hann hafði búið henni.+
4 Davíð kallaði saman afkomendur Arons+ og Levítana.+ 5 Af Kahatítum kom leiðtoginn Úríel og 120 af bræðrum hans. 6 Af Merarítum kom leiðtoginn Asaja+ og 220 af bræðrum hans. 7 Af Gersomítum kom leiðtoginn Jóel+ og 130 af bræðrum hans. 8 Af afkomendum Elísafans+ kom leiðtoginn Semaja og 200 af bræðrum hans. 9 Af afkomendum Hebrons kom leiðtoginn Elíel og 80 af bræðrum hans. 10 Af afkomendum Ússíels+ kom leiðtoginn Ammínadab og 112 af bræðrum hans. 11 Davíð kallaði einnig til sín prestana Sadók+ og Abjatar+ auk Levítanna Úríels, Asaja, Jóels, Semaja, Elíels og Ammínadabs. 12 Hann sagði við þá: „Þið eruð ættarhöfðingjar Levíta. Helgið ykkur ásamt bræðrum ykkar og flytjið örk Jehóva Guðs Ísraels upp eftir til staðarins sem ég hef búið henni. 13 Af því að þið báruð hana ekki í fyrra skiptið+ braust reiði Jehóva Guðs okkar út gegn okkur.+ Við leituðum ekki leiðsagnar hans um hvernig við ættum að bera okkur að.“+ 14 Þá helguðu prestarnir og Levítarnir sig til að geta flutt örk Jehóva Guðs Ísraels upp eftir.
15 Síðan lögðu Levítarnir örk hins sanna Guðs á axlirnar með burðarstöngum hennar+ eins og Móse hafði fyrirskipað að boði Jehóva. 16 Því næst skipaði Davíð leiðtogum Levítanna að segja bræðrum þeirra, söngvurunum, að taka sér stöðu. Þeir áttu að syngja fagnandi og leika undir á hljóðfæri sín: hörpur+ og önnur strengjahljóðfæri og málmgjöll.+
17 Levítarnir völdu Heman+ Jóelsson, Asaf+ Berekíason af bræðrum hans og Etan+ Kúsajason af ætt Merarí. 18 Með þeim voru bræður þeirra úr öðrum flokki:+ Sakaría, Ben, Jaasíel, Semíramót, Jehíel, Únní, Elíab, Benaja, Maaseja, Mattitja, Elífelehú og Mikneja ásamt hliðvörðunum Óbeð Edóm og Jeíel. 19 Söngvararnir Heman,+ Asaf+ og Etan áttu að leika á kopargjöll+ 20 og Sakaría, Asíel, Semíramót, Jehíel, Únní, Elíab, Maaseja og Benaja léku á strengjahljóðfæri stillt í alamót.*+ 21 Mattitja,+ Elífelehú, Mikneja, Óbeð Edóm, Jeíel og Asasja léku á hörpur stilltar í símjónít*+ og þeir voru tónlistarstjórar. 22 Kenanja+ leiðtogi Levítanna hafði umsjón með flutningi arkarinnar því að hann hafði mikla þekkingu á því sviði. 23 Hliðverðirnir Berekía og Elkana gættu arkarinnar. 24 Prestarnir Sebanja, Jósafat, Netanel, Amasaí, Sakaría, Benaja og Elíeser blésu hátt í lúðrana frammi fyrir örk hins sanna Guðs.+ Óbeð Edóm og Jehía voru einnig hliðverðir og gættu arkarinnar.
25 Davíð, öldungar Ísraels og höfðingjar þúsund manna flokkanna gengu nú glaðir í bragði+ heim til Óbeðs Edóms+ til að sækja sáttmálsörk Jehóva. 26 Sjö ungnautum og sjö hrútum var fórnað+ af því að hinn sanni Guð hjálpaði Levítunum sem báru sáttmálsörk Jehóva. 27 Davíð klæddist ermalausri yfirhöfn úr gæðaefni og sömuleiðis allir Levítarnir sem báru örkina, söngvararnir og Kenanja sem hafði umsjón með flutningnum og söngvurunum. Davíð klæddist einnig línhökli.+ 28 Allir Ísraelsmenn fluttu sáttmálsörk Jehóva upp eftir með fagnaðarópum.+ Þeir blésu í horn og lúðra,+ létu málmgjöllin hljóma og léku hátt og snjallt á hörpur og önnur strengjahljóðfæri.+
29 En þegar sáttmálsörk Jehóva kom til Davíðsborgar+ leit Míkal+ dóttir Sáls út um gluggann og sá Davíð konung hoppa um og fagna. Hún fyrirleit hann þá í hjarta sínu.+
16 Örk hins sanna Guðs var nú borin inn og henni komið fyrir í tjaldinu sem Davíð hafði slegið upp fyrir hana,+ og færðar voru brennifórnir og samneytisfórnir frammi fyrir hinum sanna Guði.+ 2 Eftir að Davíð hafði fært brennifórnirnar+ og samneytisfórnirnar+ blessaði hann fólkið í nafni Jehóva. 3 Auk þess gaf hann öllum Ísraelsmönnum, bæði körlum og konum, einn kringlóttan brauðhleif á mann, eina döðluköku og eina rúsínuköku. 4 Síðan skipaði hann nokkra Levíta til að gegna þjónustu frammi fyrir örk Jehóva,+ til að tigna,* þakka og lofa Jehóva Guð Ísraels. 5 Asaf+ fór með forystuna og Sakaría var honum næstur. Jeíel, Semíramót, Jehíel, Mattitja, Elíab, Benaja, Óbeð Edóm og Jeíel+ léku á hörpur+ og önnur strengjahljóðfæri. Asaf lék á málmgjöll+ 6 og prestarnir Benaja og Jahasíel áttu stöðugt að blása í lúðra frammi fyrir sáttmálsörk hins sanna Guðs.
7 Þennan dag samdi Davíð í fyrsta sinn þakkarsöng handa Jehóva sem Asaf+ og bræður hans fluttu:
10 Segið stolt frá heilögu nafni hans.+
Hjörtu þeirra sem leita Jehóva gleðjist.+
12 Munið eftir máttarverkunum sem hann vann,+
kraftaverkum hans og dómunum sem hann kvað upp,
13 þið afkomendur Ísraels þjóns hans,+
þið synir Jakobs, hans útvöldu.+
14 Hann er Jehóva Guð okkar.+
Dómar hans gilda um alla jörð.+
15 Minnist sáttmála hans að eilífu,
loforðsins sem hann gaf þúsund kynslóðum,+
16 sáttmálans sem hann gerði við Abraham+
og eiðsins sem hann sór Ísak.+
17 Hann gaf Jakobi hann sem lög+
og Ísrael sem varanlegan sáttmála.
19 Á þeim tíma voru þeir fáir að tölu,
já, mjög fáir, og þeir voru útlendingar í landinu.+
20 Þeir reikuðu um frá einni þjóð til annarrar,
frá einu ríki til annars.+
21 Hann leyfði engum að kúga þá+
en þeirra vegna ávítaði hann konunga+
22 og sagði: ‚Snertið ekki mína smurðu
og gerið spámönnum mínum ekki mein.‘+
23 Lofsyngið Jehóva, allir jarðarbúar!
Segið frá björgunarverkum hans dag eftir dag!+
24 Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna,
undraverkum hans meðal allra manna,
25 því að Jehóva er mikill og verðskuldar lof,
hann er mikilfenglegri en allir aðrir guðir.+
28 Veitið Jehóva verðskuldað lof, þið ættir þjóðanna,
lofið Jehóva fyrir dýrð hans og mátt.+
Fallið fram fyrir* Jehóva í helgum skrúða.*+
30 Öll jörðin skjálfi frammi fyrir honum.
Jörðin* stendur stöðug, hún haggast ekki.+
31 Himnarnir fagni og jörðin gleðjist.+
Boðið meðal þjóðanna: ‚Jehóva er orðinn konungur!‘+
32 Hafið drynji og allt sem í því er,
sáðlöndin fagni og allt sem á þeim er
33 og tré skógarins hrópi af gleði frammi fyrir Jehóva
því að hann kemur* til að dæma jörðina.
35 Segið: ‚Bjargaðu okkur, Guð okkar og frelsari.+
Safnaðu okkur saman og frelsaðu okkur frá þjóðunum
svo að við getum þakkað heilögu nafni þínu+
og lofað þig fagnandi.+
Og allt fólkið sagði: „Amen!“* og lofaði Jehóva.
37 Davíð lét síðan Asaf+ og bræður hans verða eftir frammi fyrir sáttmálsörk Jehóva. Þeir áttu stöðugt að gegna þjónustu frammi fyrir örkinni+ og sinna daglegum verkefnum sínum.+ 38 Óbeð Edóm og bræður hans 68 voru hliðverðir og einnig Óbeð Edóm Jedútúnsson og Hósa. 39 Sadók+ prestur þjónaði ásamt öðrum prestum frammi fyrir tjaldbúð Jehóva á fórnarhæðinni í Gíbeon.+ 40 Þeir áttu stöðugt að færa Jehóva brennifórnir á brennifórnaraltarinu, kvölds og morgna, og fylgja öllu sem stendur í lögum Jehóva sem hann gaf Ísrael.+ 41 Hjá þeim voru Heman og Jedútún+ og hinir mennirnir sem höfðu verið valdir til að þakka Jehóva+ því að „tryggur kærleikur hans varir að eilífu“.+ 42 Heman+ og Jedútún voru með þeim til að lofa hinn sanna Guð með lúðrum, málmgjöllum og öðrum hljóðfærum, og synir Jedútúns+ voru við hliðið. 43 Síðan fór allt fólkið heim til sín og Davíð fór einnig heim til fjölskyldu sinnar til að blessa hana.
17 Þegar Davíð hafði komið sér fyrir í húsi sínu* sagði hann við Natan+ spámann: „Hér bý ég í húsi úr sedrusviði+ en sáttmálsörk Jehóva er undir tjalddúkum.“+ 2 Natan svaraði Davíð: „Gerðu allt sem þér býr í hjarta því að hinn sanni Guð er með þér.“
3 En sömu nótt kom orð Guðs til Natans: 4 „Farðu og segðu við Davíð þjón minn: ‚Jehóva segir: „Það ert ekki þú sem átt að reisa mér húsið sem ég mun búa í.+ 5 Frá því að ég leiddi Ísrael út úr Egyptalandi og allt til þessa hef ég ekki búið í húsi heldur hef ég farið frá tjaldi til tjalds og frá einum búðum til annarra.*+ 6 Ég ferðaðist lengi með öllum Ísrael og skipaði dómara Ísraels sem hirða þjóðar minnar. En spurði ég nokkurn tíma einhvern þeirra: ‚Hvers vegna hafið þið ekki reist mér hús úr sedrusviði?‘“‘
7 Segðu auk þess við Davíð þjón minn: ‚Jehóva hersveitanna segir: „Ég sótti þig í hagann þar sem þú gættir hjarðarinnar og gerði þig að leiðtoga yfir þjóð minni, Ísrael.+ 8 Ég verð með þér hvert sem þú ferð+ og eyði öllum óvinum þínum frammi fyrir þér.+ Ég geri nafn þitt eins frægt og nöfn stórmenna jarðarinnar.+ 9 Ég vel stað handa þjóð minni, Ísrael, og gróðurset hana þar svo að hún geti búið þar óáreitt. Illir menn munu ekki kúga hana* eins og áður,+ 10 eins og þeir gerðu allt frá því að ég skipaði dómara yfir þjóð mína, Ísrael.+ Og ég sigra alla óvini þína.+ Auk þess segi ég þér: ‚Jehóva ætlar að stofna handa þér konungsætt.‘*
11 Þegar dagar þínir eru liðnir og þú ert kominn til forfeðra þinna geri ég afkomanda þinn, einn af sonum þínum, að konungi eftir þig+ og staðfesti konungdóm hans.+ 12 Hann mun reisa mér hús+ og ég mun staðfesta hásæti hans að eilífu.+ 13 Ég verð faðir hans og hann verður sonur minn.+ Ég tek ekki tryggan kærleika minn frá honum+ eins og ég tók hann frá forvera þínum.+ 14 Ég læt hann ríkja yfir húsi mínu og konungdæmi að eilífu+ og hásæti hans mun standa um ókomna tíð.“‘“+
15 Natan flutti Davíð öll þessi orð og alla þessa sýn.
16 Þá gekk Davíð konungur inn, settist frammi fyrir Jehóva og sagði: „Hver er ég, Jehóva Guð? Og hver er ætt mín úr því að þú hefur látið mig ná svona langt?+ 17 En ekki nóg með það, Guð, heldur hefurðu líka sagt að ætt þjóns þíns muni vara til fjarlægrar framtíðar.+ Og í þínum augum, Jehóva Guð, er ég maður sem á að hljóta enn meiri upphefð.* 18 Hvað meira getur Davíð sagt við þig um þann heiður sem þú hefur sýnt þjóni þínum? Þú þekkir þjón þinn svo vel.+ 19 Jehóva, þú hefur unnið öll þessi stórvirki vegna þjóns þíns og samkvæmt vilja þínum* og sýnt hve stórfenglegur þú ert.+ 20 Enginn er eins og þú, Jehóva,+ og enginn er Guð nema þú.+ Allt sem við höfum heyrt með eigin eyrum staðfestir það. 21 Og hvaða þjóð á jörðinni er eins og þjóð þín, Ísrael?+ Hinn sanni Guð frelsaði hana* og gerði hana að þjóð sinni.+ Þú gerðir nafn þitt frægt með því að vinna mikil og stórfengleg verk.+ Þú hraktir burt þjóðir undan fólki þínu+ sem þú leystir úr ánauð í Egyptalandi. 22 Þú hefur gert Ísraelsmenn að þjóð þinni um alla eilífð+ og þú, Jehóva, gerðist Guð þeirra.+ 23 Jehóva, haltu ævinlega loforðið sem þú hefur gefið þjóni þínum og ætt hans. Gerðu það sem þú hefur lofað.+ 24 Megi nafn þitt standa stöðugt* og vera mikið+ að eilífu svo að fólk segi: ‚Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, er sannarlega Guð Ísraels.‘ Og megi ætt Davíðs þjóns þíns standa stöðug frammi fyrir þér.+ 25 Guð minn, þú hefur opinberað þjóni þínum að þú ætlar að stofna handa honum konungsætt.* Þess vegna þorir þjónn þinn að bera þessa bæn fram fyrir þig. 26 Jehóva, þú ert hinn sanni Guð og hefur lofað þjóni þínum öllum þessum gæðum. 27 Viltu því blessa ætt þjóns þíns og megi hún standa að eilífu frammi fyrir þér. Þú, Jehóva, hefur blessað hana og hún nýtur blessunar að eilífu.“
18 Nokkru síðar barðist Davíð við Filistea og sigraði þá og tók Gat+ og tilheyrandi þorp* úr höndum þeirra.+ 2 Hann sigraði líka Móab+ og Móabítar urðu skattskyldir þegnar Davíðs.+
3 Davíð sigraði Hadadeser,+ konung í Sóba,+ nálægt Hamat,+ en Hadadeser var þá í leiðangri til að tryggja völd sín við Efratfljót.+ 4 Davíð tók 1.000 vagna, 7.000 riddara og 20.000 fótgönguliða að herfangi.+ Síðan skar hann í sundur hásinarnar á öllum vagnhestunum að 100 undanskildum.+ 5 Þegar Sýrlendingar frá Damaskus komu til að hjálpa Hadadeser, konungi í Sóba, lagði Davíð 22.000 þeirra að velli.+ 6 Síðan kom Davíð setuliðum fyrir í Sýrlandi, sem er kennt við Damaskus, og Sýrlendingar urðu skattskyldir þegnar hans. Jehóva veitti Davíð sigur hvert sem hann fór.+ 7 Davíð tók gullskildina sem menn Hadadesers báru og fór með þá til Jerúsalem. 8 Hann tók einnig gríðarlegt magn af kopar í Tibat og Kún, borgum Hadadesers. Úr honum gerði Salómon koparhafið,+ súlurnar og koparáhöldin.+
9 Þegar Tóú, konungur í Hamat, frétti að Davíð hefði sigrað allan her Hadadesers,+ konungs í Sóba,+ 10 sendi hann Hadóram son sinn tafarlaust til Davíðs konungs til að flytja honum kveðju og óska honum til hamingju með sigurinn á Hadadeser, en Tóú hafði oft átt í stríði við Hadadeser. Hadóram færði honum alls konar gripi úr gulli, silfri og kopar. 11 Davíð konungur helgaði gripina Jehóva+ eins og hann gerði við silfrið og gullið sem hann hafði tekið frá öllum þjóðunum: frá Edóm og Móab og frá Ammónítum,+ Filisteum+ og Amalekítum.+
12 Abísaí+ Serújuson+ felldi 18.000 Edómíta í Saltdalnum.+ 13 Hann kom fyrir setuliðum í Edóm og allir Edómítar urðu þjónar Davíðs.+ Jehóva veitti Davíð sigur hvert sem hann fór.+ 14 Davíð ríkti yfir öllum Ísrael+ og sá til þess að öll þjóðin nyti réttar og réttlætis.+ 15 Jóab Serújuson var settur yfir herinn,+ Jósafat+ Ahílúðsson var ríkisritari,* 16 Sadók Ahítúbsson og Ahímelek Abjatarsson voru prestar og Savsa var ritari. 17 Benaja Jójadason var settur yfir Keretana+ og Peletana+ og synir Davíðs voru næstæðstir á eftir konunginum.
19 Nokkru síðar dó Nahas konungur Ammóníta og sonur hans varð konungur eftir hann.+ 2 Þá sagði Davíð: „Ég vil sýna Hanún Nahassyni velvild*+ af því að faðir hans sýndi mér velvild.“ Síðan sendi Davíð sendiboða til að votta honum samúð sína eftir föðurmissinn. En þegar þjónar Davíðs komu inn í land Ammóníta+ til að hugga Hanún 3 sögðu höfðingjar Ammóníta við Hanún: „Ertu viss um að Davíð hafi sent þessa menn til að votta þér samúð sína og heiðra minningu föður þíns? Eru þjónar hans ekki frekar komnir til þín til að safna upplýsingum og njósna um landið til að geta steypt þér af stóli?“ 4 Hanún tók þá þjóna Davíðs, rakaði þá+ og skar af þeim fötin til hálfs, við rasskinnarnar, og sendi þá síðan burt. 5 Þegar Davíð frétti að menn sínir hefðu verið svo sárlega niðurlægðir sendi hann tafarlaust aðra menn á móti þeim með þessi skilaboð: „Verið um kyrrt í Jeríkó+ og komið ekki heim fyrr en skegg ykkar er vaxið aftur.“
6 Ammónítum varð nú ljóst að þeir höfðu bakað sér óvild Davíðs. Hanún og Ammónítar sendu þá menn með 1.000 talentur* af silfri til að leigja stríðsvagna og riddara frá Mesópótamíu,* Aram Maaka og Sóba.+ 7 Þeir leigðu 32.000 vagna og konunginn í Maaka ásamt liði hans, og þeir komu og slógu upp búðum fyrir framan Medeba.+ Ammónítar söfnuðust einnig saman úr borgum sínum og komu til bardagans.
8 Þegar Davíð frétti það sendi hann Jóab+ og allan herinn af stað ásamt fræknustu köppunum.+ 9 Ammónítar fóru út og fylktu liði sínu fyrir framan borgina en konungarnir sem höfðu komið stóðu einir síns liðs úti á bersvæði.
10 Þegar Jóab varð ljóst að árásarsveitir sóttu að honum bæði að framan og aftan valdi hann hermenn úr einvalaliði Ísraels og skipaði þeim að fylkja liði gegn Sýrlendingum.+ 11 Hina hermennina lét hann undir stjórn Abísaí+ bróður síns og þeir áttu að fylkja liði gegn Ammónítum. 12 Síðan sagði hann: „Ef Sýrlendingar+ reynast mér ofviða verður þú að koma og hjálpa mér. En ef Ammónítar reynast þér ofviða hjálpa ég þér. 13 Við verðum að vera hugrakkir og sterkir+ fyrir þjóð okkar og borgir Guðs okkar. Jehóva gerir síðan það sem hann telur best.“
14 Jóab og menn hans réðust nú til atlögu gegn Sýrlendingum og þeir flúðu undan honum.+ 15 Þegar Ammónítar sáu að Sýrlendingar voru flúnir hörfuðu þeir líka undan Abísaí bróður hans og leituðu skjóls í borginni. Eftir það sneri Jóab aftur til Jerúsalem.
16 Þegar Sýrlendingum varð ljóst að þeir höfðu beðið ósigur fyrir Ísrael sendu þeir menn til að safna saman þeim Sýrlendingum sem voru á svæðinu við Fljótið,*+ en Sófak hershöfðingi Hadadesers var foringi þeirra.+
17 Um leið og Davíð frétti af þessu safnaði hann saman öllum her Ísraels, fór yfir Jórdan og fylkti liði sínu gegn Sýrlendingum. Davíð hélt til orrustu gegn þeim og þeir börðust við hann.+ 18 En Sýrlendingar neyddust til að flýja undan Ísraelsmönnum. Davíð felldi 7.000 vagnkappa og 40.000 fótgönguliða Sýrlendinga og drap einnig Sófak hershöfðingja þeirra. 19 Þegar mönnum Hadadesers varð ljóst að þeir höfðu lotið í lægra haldi fyrir Ísraelsmönnum+ sömdu þeir frið við Davíð og gerðust þegnar hans.+ Þaðan í frá vildu Sýrlendingar ekki hjálpa Ammónítum.
20 Í ársbyrjun,* um það leyti sem konungar fara í hernað, fór Jóab+ með liði sínu í herferð og eyddi land Ammóníta. Hann settist um Rabba+ en Davíð var um kyrrt í Jerúsalem.+ Jóab réðst á Rabba og reif hana niður.+ 2 Síðan tók Davíð kórónuna af höfði Malkams* en hún var úr gulli sem reyndist vera ein talenta* að þyngd og var skreytt eðalsteinum. Hún var sett á höfuð Davíðs. Hann tók einnig gríðarmikið herfang úr borginni.+ 3 Hann flutti íbúana burt og lét þá saga steina og vinna með járnhökum og öxum.+ Þannig fór Davíð með allar borgir Ammóníta. Síðan sneri hann heim til Jerúsalem ásamt öllu liðinu.
4 Seinna braust út stríð við Filistea hjá Geser. Sibbekaí+ Húsatíti felldi þá Sippaí, sem var afkomandi Refaíta,+ og Filistear biðu ósigur.
5 Aftur kom til bardaga við Filistea. Elkanan Jaírsson felldi þá Lahmí, bróður Gatítans Golíats,+ en skaftið á spjóti hans var eins svert og þverslá í vefstól.+
6 Enn og aftur braust út stríð hjá Gat.+ Þar var risavaxinn maður+ með 6 fingur á hvorri hendi og 6 tær á hvorum fæti, alls 24 fingur og tær. Hann var líka kominn af Refaítum.+ 7 Hann hæddist+ að Ísrael en Jónatan, sonur Símea+ bróður Davíðs, drap hann.
8 Þessir menn voru afkomendur Refaíta+ í Gat.+ Þeir féllu fyrir hendi Davíðs og manna hans.
21 Dag einn reis Satan* upp gegn Ísrael og æsti Davíð til að telja Ísraelsmenn.+ 2 Davíð sagði þá við Jóab+ og höfðingja fólksins: „Farið og teljið Ísraelsmenn frá Beerseba til Dan.+ Látið mig síðan vita hversu margir þeir eru.“ 3 En Jóab svaraði: „Jehóva fjölgi þjóð sinni hundraðfalt! Herra minn og konungur, eru þeir ekki allir þegnar þínir hvort eð er? Hvers vegna vill herra minn gera þetta? Hvers vegna ættir þú að leiða sekt yfir Ísrael?“
4 En konungur vildi ekki hlusta á Jóab. Jóab lagði þá af stað, fór um allt Ísraelsland og kom síðan aftur til Jerúsalem.+ 5 Jóab lét Davíð vita hversu margir höfðu verið taldir: Í öllum Ísrael voru 1.100.000 vopnfærir menn og í Júda 470.000 vopnfærir menn.+ 6 En Jóab taldi ekki Leví og Benjamín+ því að hann hafði óbeit á skipun konungs.+
7 Hinn sanni Guð var mjög óánægður með það sem hafði gerst og þess vegna refsaði hann Ísrael. 8 Þá sagði Davíð við hinn sanna Guð: „Ég hef syndgað+ gróflega með því sem ég gerði. Fyrirgefðu nú þjóni þínum+ því að ég hef hagað mér heimskulega.“+ 9 Jehóva sagði þá við Gað+ sjáanda Davíðs: 10 „Farðu og segðu við Davíð: ‚Jehóva segir: „Ég set þér þrjá kosti. Veldu hvað ég á að gera þér.“‘“ 11 Gað gekk þá inn til Davíðs og sagði: „Jehóva segir: ‚Veldu eitt af þessu: 12 þriggja ára hungursneyð,+ þrjá mánuði þar sem óvinir þínir sigra þig og fjandmenn höggva þig með sverðum+ eða þrjá daga þar sem þú færð að kenna á sverði Jehóva, drepsótt í landinu,+ en þá mun engill Jehóva valda eyðingu+ í öllu landi Ísraels.‘ Hvað á ég að segja við þann sem sendi mig? Hugsaðu þig nú um.“ 13 Davíð svaraði Gað: „Mér líður hræðilega út af þessu. Láttu mig falla í hendur Jehóva því að miskunn hans er mjög mikil.+ En ég vil ekki falla í hendur manna.“+
14 Þá sendi Jehóva drepsótt+ yfir Ísrael og 70.000 Ísraelsmenn dóu.+ 15 Hinn sanni Guð sendi auk þess engil til Jerúsalem til að eyða íbúum hennar en þegar hann ætlaði að láta til skarar skríða sá Jehóva það og iðraðist þessarar ógæfu.+ Hann sagði við engilinn sem olli eyðingunni: „Þetta er nóg!+ Dragðu að þér höndina.“ En engill Jehóva stóð þá rétt hjá þreskivelli Ornans+ Jebúsíta.+
16 Davíð leit upp og sá engil Jehóva standa milli himins og jarðar með brugðið sverð í hendi+ sem hann beindi í átt að Jerúsalem. Davíð og öldungarnir féllu samstundis á grúfu til jarðar, klæddir hærusekkjum.+ 17 Davíð sagði við hinn sanna Guð: „Var það ekki ég sem skipaði að fólkið yrði talið? Það var ég sem syndgaði og það var ég sem braut af mér+ en hvað hafa þessir sauðir gert af sér? Jehóva Guð minn, láttu þetta bitna á mér og ætt föður míns en leiddu ekki þessa plágu yfir þjóð þína.“+
18 Gað+ fékk nú þau fyrirmæli frá engli Jehóva að segja Davíð að fara upp eftir og reisa altari handa Jehóva á þreskivelli Ornans Jebúsíta.+ 19 Davíð fór þá upp eftir eins og Gað hafði sagt honum í nafni Jehóva. 20 Ornan var þá að þreskja hveiti. Hann sneri sér við og sá engilinn en synir hans fjórir, sem voru með honum, földu sig. 21 Þegar Ornan sá Davíð nálgast flýtti hann sér út af þreskivellinum, hneigði sig fyrir Davíð og laut til jarðar. 22 Davíð sagði við Ornan: „Seldu* mér jörðina sem þreskivöllurinn er á svo að ég geti reist þar altari handa Jehóva. Seldu mér hana fyrir fullt verð svo að plágunni sem herjar á fólkið linni.“+ 23 En Ornan svaraði Davíð: „Þú mátt eiga hana, herra minn og konungur, og gera það sem þú vilt.* Taktu líka við þessum nautum fyrir brennifórnirnar, þreskisleðanum+ í eldivið og hveitinu í kornfórn. Ég gef þér þetta allt.“
24 En Davíð konungur svaraði Ornan: „Nei, ég ætla að borga fullt verð fyrir þetta því að ég vil ekki taka það sem þú átt og gefa það Jehóva. Ég ætla ekki að færa brennifórnir sem kosta mig ekkert.“+ 25 Davíð greiddi síðan Ornan 600 sikla* af gulli fyrir jörðina. 26 Davíð reisti þar altari+ handa Jehóva og færði brennifórnir og samneytisfórnir. Hann ákallaði Jehóva og hann svaraði honum með því að senda eld+ af himni á brennifórnaraltarið. 27 Síðan skipaði Jehóva englinum+ að slíðra sverð sitt. 28 Þegar Davíð sá að Jehóva hafði svarað honum á þreskivelli Ornans Jebúsíta hélt hann áfram að færa fórnir þar. 29 Tjaldbúð Jehóva, sem Móse hafði gert í óbyggðunum, og brennifórnaraltarið voru á þeim tíma á fórnarhæðinni í Gíbeon.+ 30 En Davíð hafði ekki getað farið þangað til að leita ráða hjá Guði því að hann var dauðhræddur við sverð engils Jehóva.
22 Síðan sagði Davíð: „Hér verður hús Jehóva, hins sanna Guðs, og brennifórnaraltari Ísraels.“+
2 Því næst skipaði Davíð að útlendingum+ sem bjuggu í Ísraelslandi skyldi safnað saman. Hann gerði þá að steinhöggvurum sem áttu að höggva til steina fyrir hús hins sanna Guðs.+ 3 Davíð útvegaði mikið járn í naglana fyrir hurðir hliðanna og í spangirnar og svo mikinn kopar að ekki var hægt að vigta hann.+ 4 Hann útvegaði einnig óteljandi sedrusbjálka+ því að Sídoningar+ og Týrverjar+ færðu honum gríðarlegt magn af þeim. 5 Davíð sagði: „Salómon sonur minn er ungur og óreyndur*+ en húsið sem á að reisa handa Jehóva á að vera afburðaglæsilegt+ og þekkt um öll lönd+ fyrir fegurð sína.+ Þess vegna ætla ég að hjálpa honum með undirbúninginn.“ Davíð útvegaði því byggingarefni í miklum mæli áður en hann dó.
6 Síðan kallaði hann Salómon son sinn til sín og fól honum það verkefni að byggja hús handa Jehóva Guði Ísraels. 7 Davíð sagði við Salómon son sinn: „Ég óskaði þess af öllu hjarta að reisa hús til heiðurs nafni Jehóva Guðs míns.+ 8 En orð Jehóva kom til mín: ‚Þú hefur úthellt miklu blóði og háð mikil stríð. Þú munt ekki reisa hús nafni mínu til heiðurs+ því að þú hefur úthellt miklu blóði á jörðina frammi fyrir mér. 9 Þú munt eignast son+ sem verður maður friðar* og ég gef honum hvíld frá öllum óvinum hans allt í kringum hann.+ Hann á að heita Salómon*+ og ég veiti Ísrael frið og ró á hans dögum.+ 10 Hann á að reisa hús nafni mínu til heiðurs.+ Hann verður sonur minn og ég verð faðir hans.+ Ég mun staðfesta konunglegt hásæti hans yfir Ísrael að eilífu.‘+
11 Jehóva veri með þér, sonur minn. Megi þér takast að reisa hús Jehóva Guðs þíns eins og hann hefur sagt um þig.+ 12 Jehóva gefi þér skynsemi og skilning+ þegar hann felur þér yfirráð yfir Ísrael svo að þú haldir lög Jehóva Guðs þíns.+ 13 Þér mun ganga vel ef þú gætir þess að fylgja þeim ákvæðum+ og fyrirmælum sem Jehóva fól Móse að gefa Ísrael.+ Vertu hugrakkur og sterkur. Vertu ekki hræddur né óttasleginn.+ 14 Ég hef lagt mikið á mig til að útvega 100.000 talentur* af gulli og 1.000.000 talentur af silfri fyrir hús Jehóva og einnig svo mikinn kopar og járn+ að ógerlegt er að vigta það. Auk þess hef ég viðað að mér timbri og steinum,+ en þú átt eftir að bæta við það. 15 Þú hefur fjöldann allan af verkamönnum: steinhöggvara, steinsmiði,+ trésmiði og alls konar hæfileikamenn.+ 16 Þú hefur ómælt magn af gulli, silfri, kopar og járni.+ Hefstu nú handa og Jehóva sé með þér.“+
17 Síðan skipaði Davíð öllum höfðingjum Ísraels að aðstoða Salómon son sinn: 18 „Er ekki Jehóva Guð ykkar með ykkur og hefur hann ekki gefið ykkur frið allt í kring? Hann hefur gefið íbúa landsins mér á vald og nú er landið komið undir yfirráð Jehóva og þjóðar hans. 19 Leitið nú Jehóva Guðs ykkar af öllu hjarta og allri sál.*+ Hefjist handa við að reisa helgidóm Jehóva, hins sanna Guðs,+ svo að hægt sé að flytja sáttmálsörk Jehóva og heilög áhöld hins sanna Guðs+ í húsið sem verður reist nafni Jehóva til heiðurs.“+
23 Þegar Davíð var orðinn gamall og ævilokin nálguðust* gerði hann Salómon son sinn að konungi yfir Ísrael.+ 2 Hann safnaði saman öllum höfðingjum Ísraels, prestunum+ og Levítunum.+ 3 Levítarnir, 30 ára og eldri, voru taldir+ og voru þeir 38.000 talsins. 4 Af þeim höfðu 24.000 umsjón með vinnunni við hús Jehóva, 6.000 voru embættismenn og dómarar,+ 5 4.000 voru hliðverðir+ og 4.000 lofuðu+ Jehóva með hljóðfærunum sem Davíð sagði um: „Ég gerði þau fyrir lofsönginn.“
6 Davíð skipti þeim í flokka+ eftir sonum Leví, þeim Gerson, Kahat og Merarí.+ 7 Af Gerson komu Laedan og Símeí. 8 Synir Laedans voru Jehíel, sem var höfðinginn, Setam og Jóel,+ þrír talsins. 9 Synir Símeí voru Selómót, Hasíel og Haran, þrír talsins. Þetta voru höfðingjar ætta Laedans. 10 Synir Símeí voru Jahat, Sína, Jeús og Bería. Þessir fjórir voru synir Símeí. 11 Jahat var höfðinginn og Sísa var næstur á eftir honum. En Jeús og Bería áttu ekki marga syni og töldust því ein ætt og fengu sama þjónustuverkefni.
12 Synir Kahats voru Amram, Jísehar,+ Hebron og Ússíel,+ fjórir talsins. 13 Synir Amrams voru Aron+ og Móse.+ En Aron og synir hans voru aðgreindir frá hinum+ til að þjóna ævinlega í hinu allra helgasta, til að færa fórnir frammi fyrir Jehóva, veita honum þjónustu og blessa í nafni hans um aldur og ævi.+ 14 Synir Móse, manns hins sanna Guðs, töldust til ættkvíslar Levíta. 15 Synir Móse voru Gersóm+ og Elíeser.+ 16 Sebúel+ var höfðingi sona Gersóms. 17 Rehabja+ var höfðingi afkomenda* Elíesers. Elíeser átti ekki fleiri syni en synir Rehabja voru mjög margir. 18 Selómít+ var höfðingi sona Jísehars.+ 19 Synir Hebrons voru Jería, sem var höfðinginn, Amarja var næstur á eftir honum, Jahasíel var sá þriðji og Jekameam+ sá fjórði. 20 Synir Ússíels+ voru höfðinginn Míka og Jissía sem var næstur á eftir honum.
21 Synir Merarí voru Mahelí og Músí.+ Synir Mahelí voru Eleasar og Kís. 22 Þegar Eleasar dó hafði hann ekki eignast neina syni heldur aðeins dætur. Synir Kíss, frændur* þeirra, tóku þær sér fyrir konur. 23 Synir Músí voru Mahelí, Eder og Jeremót, þrír talsins.
24 Þetta voru synir Leví, skráðir eftir ættum sínum og ættarhöfðingjum. Allir Levítar sem þjónuðu við hús Jehóva, 20 ára og eldri, voru skráðir með nafni og taldir. 25 Davíð hafði sagt: „Jehóva Guð Ísraels hefur veitt fólki sínu frið+ og hann ætlar að búa í Jerúsalem að eilífu.+ 26 Og Levítarnir þurfa ekki lengur að bera tjaldbúðina né búnaðinn fyrir þjónustuna.“+ 27 Levítarnir, 20 ára og eldri, voru taldir í samræmi við síðustu fyrirmæli Davíðs. 28 Þeirra verkefni var að aðstoða syni Arons+ við þjónustuna í húsi Jehóva. Þeir áttu að sjá um forgarðana+ og matsalina, hreinsa allt sem var heilagt og sinna alls kyns nauðsynlegum störfum sem tengdust þjónustunni við hús hins sanna Guðs. 29 Þeir sáu um brauðstaflana,*+ fína mjölið fyrir kornfórnina, ósýrðu flatkökurnar,+ kökurnar sem voru bakaðar á plötu og olíublandaða deigið.+ Þeir sáu einnig um öll vökvamál og lengdarmál. 30 Þeir áttu að taka sér stöðu á hverjum morgni+ og hverju kvöldi til að þakka Jehóva og lofa hann.+ 31 Þeir hjálpuðu til þegar Jehóva voru færðar brennifórnir á hvíldardögum,+ tunglkomudögum+ og hátíðum+ í samræmi við þann fjölda sem kveðið var á um. Þetta gerðu þeir reglubundið frammi fyrir Jehóva. 32 Þeir gegndu einnig þjónustu við samfundatjaldið og helgidóminn og hjálpuðu bræðrum sínum, sonum Arons, að sinna þjónustunni við hús Jehóva.
24 Afkomendum Arons var skipt í flokka. Synir Arons voru Nadab, Abíhú,+ Eleasar og Ítamar.+ 2 Nadab og Abíhú dóu á undan föður sínum+ og áttu enga syni. En Eleasar+ og Ítamar voru áfram prestar. 3 Davíð skipti þeim í flokka eftir þjónustuverkefnum ásamt Sadók,+ sem var afkomandi Eleasars, og Ahímelek afkomanda Ítamars. 4 Þar sem fleiri höfðingjar voru meðal afkomenda Eleasars en afkomenda Ítamars var þeim skipt þannig að afkomendur Eleasars fengu 16 ættarhöfðingja og afkomendur Ítamars 8.
5 Báðum hópunum var skipt með hlutkesti+ því að höfðingjar helgidómsins og höfðingjar hins sanna Guðs voru bæði meðal afkomenda Eleasars og afkomenda Ítamars. 6 Semaja Netanelsson ritari Levítanna skráði síðan nöfn þeirra frammi fyrir konunginum, höfðingjunum, Sadók+ presti, Ahímelek+ Abjatarssyni+ og ættarhöfðingjum prestanna og Levítanna. Ættir Eleasars og Ítamars voru valdar til skiptis.
7 Fyrsti hluturinn féll á Jójaríb, annar á Jedaja, 8 þriðji á Harím, fjórði á Seórím, 9 fimmti á Malkía, sjötti á Míjamín, 10 sjöundi á Hakkós, áttundi á Abía,+ 11 níundi á Jesúa, tíundi á Sekanja, 12 11. á Eljasíb, 12. á Jakím, 13 13. á Húppa, 14. á Jesebeab, 14 15. á Bilga, 16. á Immer, 15 17. á Hesír, 18. á Happísses, 16 19. á Petaja, 20. á Jeheskel, 17 21. á Jakín, 22. á Gamúl, 18 23. á Delaja og 24. á Maasja.
19 Þannig var þjónustu þeirra+ háttað við hús Jehóva. Þeir áttu að koma þangað samkvæmt því fyrirkomulagi sem Aron forfaðir þeirra hafði komið á að boði Jehóva Guðs Ísraels.
20 Aðrir Levítar voru: Súbael af sonum Amrams,+ Jehdeja af sonum Súbaels,+ 21 höfðinginn Jissía af Rehabja,+ það er sonum Rehabja, 22 Selómót+ af Jíseharítum og Jahat af sonum Selómóts; 23 af sonum Hebrons: Jería,+ sem var höfðinginn, Amarja næstur á eftir honum, Jahasíel sá þriðji og Jekameam sá fjórði; 24 Míka af sonum Ússíels og Samír af sonum Míka. 25 Jissía var bróðir Míka og Sakaría var einn af sonum Jissía.
26 Synir Merarí+ voru Mahelí og Músí. Benó var einn af sonum Jaasía. 27 Afkomendur Merarí í ættlegg Jaasía voru Benó, Sóham, Sakkúr og Íbrí. 28 Eleasar var kominn af Mahelí en hann átti enga syni.+ 29 Jerahmeel var kominn af Kís, það er sonum Kíss. 30 Synir Músí voru Mahelí, Eder og Jerímót.
Þetta voru synir Leví eftir ættum þeirra. 31 Þeir vörpuðu einnig hlutkesti+ eins og bræður þeirra, synir Arons, í viðurvist Davíðs konungs, Sadóks, Ahímeleks og ættarhöfðingja prestanna og Levítanna. Eldri ættarhöfðingjarnir voru jafnir yngri bræðrum sínum hvað þetta varðar.
25 Davíð og umsjónarmenn þjónustuflokkanna tóku síðan frá nokkra af sonum Asafs, Hemans og Jedútúns+ til að lofa Guð og spá með hörpum, strengjahljóðfærum+ og málmgjöllum.+ Hér er skrá yfir mennina sem var falin þessi þjónusta: 2 af sonum Asafs: Sakkúr, Jósef, Netanja og Asarela. Synir Asafs voru undir stjórn Asafs sem spáði undir leiðsögn konungs. 3 Af Jedútún,+ það er sonum Jedútúns: Gedalja, Serí, Jesaja, Símeí, Hasabja og Mattitja,+ sex talsins. Þeir voru undir stjórn Jedútúns föður síns sem spáði með hörpu til að þakka Jehóva og lofa hann.+ 4 Af Heman,+ það er sonum Hemans: Búkkía, Mattanja, Ússíel, Sebúel, Jerímót, Hananja, Hananí, Elíata, Giddaltí, Rómamtí Eser, Josbekasa, Mallótí, Hótír og Mahasíót. 5 Allir þessir voru synir Hemans, sjáanda konungs sem miðlaði boðskap frá hinum sanna Guði, honum til heiðurs.* Hinn sanni Guð gaf Heman 14 syni og 3 dætur. 6 Allir þessir menn sungu undir stjórn föður síns í húsi Jehóva. Þeir léku á málmgjöll, strengjahljóðfæri og hörpur+ við þjónustuna í húsi hins sanna Guðs.
Asaf, Jedútún og Heman voru undir leiðsögn konungs.
7 Þeir voru 288 talsins ásamt bræðrum sínum sem voru þjálfaðir í að syngja fyrir Jehóva. Allt voru þetta meistarar á sínu sviði. 8 Þeir vörpuðu hlutkesti+ um störf sín, hinn minnsti og sá mesti, vanir menn sem byrjendur.
9 Fyrsti hluturinn féll á Jósef+ Asafsson, annar féll á Gedalja,+ en hann, bræður hans og synir voru 12 talsins. 10 Þriðji hluturinn féll á Sakkúr,+ syni hans og bræður, alls 12, 11 fjórði á Jísrí, syni hans og bræður, alls 12, 12 fimmti á Netanja,+ syni hans og bræður, alls 12, 13 sjötti á Búkkía, syni hans og bræður, alls 12, 14 sjöundi á Jesarela, syni hans og bræður, alls 12, 15 áttundi á Jesaja, syni hans og bræður, alls 12, 16 níundi á Mattanja, syni hans og bræður, alls 12, 17 tíundi á Símeí, syni hans og bræður, alls 12, 18 11. á Asarel, syni hans og bræður, alls 12, 19 12. á Hasabja, syni hans og bræður, alls 12, 20 13. á Súbael,+ syni hans og bræður, alls 12, 21 14. á Mattitja, syni hans og bræður, alls 12, 22 15. á Jeremót, syni hans og bræður, alls 12, 23 16. á Hananja, syni hans og bræður, alls 12, 24 17. á Josbekasa, syni hans og bræður, alls 12, 25 18. á Hananí, syni hans og bræður, alls 12, 26 19. á Mallótí, syni hans og bræður, alls 12, 27 20. á Elíata, syni hans og bræður, alls 12, 28 21. á Hótír, syni hans og bræður, alls 12, 29 22. á Giddaltí,+ syni hans og bræður, alls 12, 30 23. á Mahasíót,+ syni hans og bræður, alls 12, 31 24. á Rómamtí Eser,+ syni hans og bræður, alls 12.
26 Flokkar hliðvarðanna+ voru eftirfarandi: af Kóraítum: Meselemja+ Kóreson af sonum Asafs. 2 Meselemja átti syni: Sakaría var frumburðurinn, Jedíael var annar, Sebadja sá þriðji, Jatníel sá fjórði, 3 Elam sá fimmti, Jóhanan sá sjötti og Elíóenaí sá sjöundi. 4 Óbeð Edóm átti syni: Semaja var frumburðurinn, Jósabad var annar, Jóa sá þriðji, Sakar sá fjórði, Netanel sá fimmti, 5 Ammíel sá sjötti, Íssakar sá sjöundi og Pegúlletaí sá áttundi því að Guð hafði blessað hann.
6 Semaja sonur hans eignaðist syni sem urðu leiðtogar ætta sinna því að þeir voru dugmiklir og hæfir menn. 7 Synir Semaja voru Otní, Refael, Óbeð og Elsabat. Bræður Elsabats voru Elíhú og Semakja sem voru einnig dugmiklir menn. 8 Allir þessir menn voru afkomendur Óbeðs Edóms. Þeir, synir þeirra og bræður voru dugmiklir menn og hæfir til þjónustunnar, alls 62 af ætt Óbeðs Edóms. 9 Meselemja+ átti dugmikla syni og bræður, 18 talsins. 10 Hósa afkomandi Merarí átti syni. Simrí var höfðinginn því að faðir hans hafði skipað hann höfðingja þó að hann væri ekki frumburðurinn. 11 Hilkía var annar, Tebalja sá þriðji og Sakaría sá fjórði. Synir Hósa og bræður voru alls 13.
12 Höfðingjar þessara hliðvarðaflokka höfðu einnig sín verkefni í þjónustunni við hús Jehóva, rétt eins og bræður þeirra. 13 Menn vörpuðu hlutkesti+ um hvert hlið fyrir sig, hvort sem ættin var lítil eða stór. 14 Selemja fékk austurhliðina. Þeir vörpuðu einnig hlutkesti fyrir Sakaría son hans, sem var skynsamur ráðgjafi, og norðurhliðin féll í hlut hans. 15 Óbeð Edóm fékk suðurhliðina og birgðageymslurnar komu í hlut sona hans.+ 16 Súppím og Hósa+ fengu vesturhliðina nálægt Sallekethliðinu sem er við veginn upp eftir, hver varðflokkur við annan. 17 Austan megin stóðu sex Levítar, norðan megin fjórir hvern dag og sunnan megin fjórir hvern dag. Við birgðageymslurnar+ voru tveir og tveir. 18 Við súlnagöngin vestan megin stóðu fjórir við veginn+ og tveir við súlnagöngin. 19 Þetta voru flokkar hliðvarðanna sem Kóraítar og Merarítar skipuðu.
20 Af Levítunum sá Ahía um fjárhirslur húss hins sanna Guðs og fjárhirslurnar með mununum sem höfðu verið helgaðir.*+ 21 Synir Laedans, það er afkomendur Gersoníta í ætt Laedans, ættarhöfðingjar Laedans Gersoníta: Jehíel+ 22 og synir Jehíels, Setam og Jóel bróðir hans. Þeir höfðu umsjón með fjárhirslunum í húsi Jehóva.+ 23 Af Amramítum, Jíseharítum, Hebronítum og Ússíelítum+ 24 var Sebúel, sonur Gersóms Mósesonar, yfirumsjónarmaður birgðageymslnanna. 25 Bræður hans, afkomendur Elíesers,+ voru Rehabja+ sonur hans, Jesaja sonur hans, Jóram sonur hans, Síkrí sonur hans og Selómót sonur hans. 26 Þessi Selómót og bræður hans sáu um allar fjárhirslurnar með helguðu mununum,+ þeim sem Davíð konungur,+ ættarhöfðingjarnir,+ foringjar þúsund og hundrað manna flokka og hershöfðingjarnir höfðu helgað. 27 Þeir höfðu helgað hluta af herfanginu+ til að viðhalda húsi Jehóva. 28 Selómít* og bræður hans höfðu einnig umsjón með öllu sem Samúel sjáandi,+ Sál Kísson, Abner+ Nersson og Jóab+ Serújuson+ höfðu helgað. Þeim var falið að sjá um allt sem hafði verið helgað.
29 Af Jíseharítum+ var Kenanja og sonum hans falið að sinna stjórnsýslustörfum utan helgidómsins sem embættismenn og dómarar+ í Ísrael.
30 Af Hebronítum+ fóru Hasabja og bræður hans, 1.700 dugmiklir menn, með stjórnsýslu Ísraels á svæðinu fyrir vestan Jórdan. Þeir báru ábyrgð á öllum störfum tengdum þjónustunni við Jehóva og við konunginn. 31 Jería+ var höfðingi Hebroníta samkvæmt ættartölum þeirra. Á 40. stjórnarári Davíðs+ var leitað að dugmiklum og hæfum mönnum meðal þeirra og þeir fundust í Jaser+ í Gíleað. 32 Bræður hans voru 2.700 dugmiklir menn, höfðingjar ætta sinna. Davíð konungur setti þá yfir Rúbeníta, Gaðíta og hálfa ættkvísl Manasse í öllum málum sem sneru að hinum sanna Guði og konunginum.
27 Þetta er skrá yfir fjölda þeirra Ísraelsmanna sem voru í hernum. Þar á meðal voru ættarhöfðingjar, foringjar þúsund og hundrað manna flokka+ og embættismenn sem þjónuðu konungi+ í öllum málum sem sneru að herdeildunum. Hver deild gegndi þjónustu* einn mánuð í senn allt árið um kring og í hverri þeirra voru 24.000 menn.
2 Jasóbeam+ Sabdíelsson var yfir fyrstu deildinni sem þjónaði í fyrsta mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn. 3 Hann var afkomandi Peresar+ og höfðingi allra foringja flokkanna sem gegndu þjónustu fyrsta mánuðinn. 4 Dódaí+ Ahóhíti+ var yfir deildinni sem þjónaði í öðrum mánuðinum og Miklót var foringi. Í deild hans voru 24.000 menn. 5 Benaja,+ sonur Jójada+ yfirprests, var hershöfðingi yfir þriðju deildinni sem þjónaði í þriðja mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn. 6 Benaja var mikill stríðskappi. Hann var einn hinna þrjátíu og foringi þeirra. Ammísabad sonur hans fór fyrir deild hans. 7 Fjórði var Asael+ bróðir Jóabs+ í fjórða mánuðinum og Sebadja sonur hans tók við af honum. Í deild hans voru 24.000 menn. 8 Fimmti hershöfðinginn var Samhút Jísraíti í fimmta mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn. 9 Sjötti var Íra,+ sonur Íkkes frá Tekóa,+ í sjötta mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn. 10 Sjöundi var Heles+ Pelóníti af Efraímítum í sjöunda mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn. 11 Áttundi var Sibbekaí+ Húsatíti af Seraítum+ í áttunda mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn. 12 Níundi var Abíeser+ frá Anatót,+ afkomandi Benjamíns, í níunda mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn. 13 Tíundi var Maharaí+ Netófatíti af Seraítum+ í tíunda mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn. 14 Ellefti var Benaja+ Píratoníti, afkomandi Efraíms, í ellefta mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn. 15 Tólfti var Heldaí Netófatíti af ætt Otníels í tólfta mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn.
16 Höfðingjar ættkvísla Ísraels voru þessir: Elíeser Síkríson var höfðingi yfir Rúbenítum, Sefatja Maakason var yfir Símeonítum, 17 Hasabja Kemúelsson var yfir ættkvísl Leví, Sadók var yfir afkomendum Arons, 18 Elíhú,+ einn af bræðrum Davíðs, var yfir Júda, Omrí Mikaelsson var yfir Íssakar, 19 Jismaja Óbadíason var yfir Sebúlon, Jerímót Asríelsson var yfir Naftalí, 20 Hósea Asasjason var yfir Efraímítum, Jóel Pedajason var yfir hálfri ættkvísl Manasse, 21 Jiddó Sakaríason var yfir hálfri ættkvísl Manasse í Gíleað, Jaasíel Abnersson+ var yfir Benjamín og 22 Asarel Jeróhamsson var yfir Dan. Þetta voru höfðingjar ættkvísla Ísraels.
23 Davíð taldi ekki þá sem voru tvítugir og yngri því að Jehóva hafði lofað að gera Ísrael jafn fjölmennan og stjörnur himins.+ 24 Jóab Serújuson hafði byrjað að telja en ekki lokið við það. Guð reiddist Ísrael* vegna talningarinnar+ og talan var ekki skráð í bókina um sögu Davíðs konungs.
25 Asmavet Adíelsson var yfir fjárhirslum konungs.+ Jónatan Ússíason var yfir birgðageymslunum* á landsbyggðinni, í borgunum, þorpunum og turnunum. 26 Esrí Kelúbsson var yfir jarðyrkjumönnunum sem unnu á ökrunum. 27 Símeí frá Rama var yfir víngörðunum og Sabdí Sífmíti yfir vínbirgðunum. 28 Baal Hanan Gederíti var yfir ólívulundunum og mórfíkjutrjánum+ í Sefela+ og Jóas yfir olíubirgðunum. 29 Sítraí frá Saron+ hafði umsjón með nautgripunum sem gengu á beit á Saronssléttu og Safat Adlaíson með nautgripunum á dalsléttunum.* 30 Óbíl Ísmaelíti hafði umsjón með úlföldunum og Jehdeja Merónótíti með ösnunum. 31 Jasís Hagríti hafði umsjón með sauðfé og geitum. Allir þessir voru umsjónarmenn með eignum Davíðs konungs.
32 Jónatan+ bróðursonur Davíðs var ráðgjafi og ritari. Hann var vitur maður. Jehíel Hakmóníson gætti sona konungs.+ 33 Akítófel+ var ráðgjafi konungs og Húsaí+ Arkíti vinur* konungs. 34 Næstir á eftir Akítófel voru Jójada Benajason+ og Abjatar.+ Jóab+ var hershöfðingi konungs.
28 Davíð stefndi öllum höfðingjum Ísraels til Jerúsalem: höfðingjum ættkvíslanna, yfirmönnum deildanna+ sem þjónuðu konungi, foringjum þúsund manna og hundrað manna flokka+ og umsjónarmönnum með öllum eignum og búfénaði konungs+ og sona hans.+ Auk þess stefndi hann þangað hirðmönnum og öllum dugmiklum og hæfum mönnum.+ 2 Síðan stóð Davíð konungur upp og sagði:
„Hlustið á mig, bræður mínir og þjóð mín. Ég óskaði þess af öllu hjarta að reisa hús handa sáttmálsörk Jehóva, dvalarstað sem yrði fótskemill Guðs okkar,+ og ég hef undirbúið byggingu hússins.+ 3 En hinn sanni Guð sagði við mig: ‚Þú átt ekki að reisa hús nafni mínu til heiðurs+ því að þú ert stríðsmaður og hefur úthellt blóði.‘+ 4 Jehóva Guð Ísraels valdi mig af allri ætt föður míns til að vera konungur yfir Ísrael að eilífu.+ Hann valdi Júda sem leiðtoga+ og af ættkvísl Júda valdi hann ætt föður míns.+ Meðal sona föður míns var það ég sem hann hafði velþóknun á og hann gerði mig að konungi yfir öllum Ísrael.+ 5 Af öllum sonum mínum – en Jehóva hefur gefið mér marga syni+ – hefur hann valið Salómon son minn+ til að sitja í konungshásæti Jehóva og ríkja yfir Ísrael.+
6 Hann sagði við mig: ‚Salómon sonur þinn er sá sem á að reisa hús mitt og forgarða mína því að ég hef valið hann mér að syni og ég mun verða faðir hans.+ 7 Ég staðfesti konungdóm hans að eilífu+ ef hann leggur sig allan fram um að halda boðorð mín og lagaákvæði+ eins og hann gerir nú.‘ 8 Þess vegna segi ég frammi fyrir öllum Ísrael, söfnuði Jehóva, og í áheyrn Guðs okkar: Leitist við að hafa góðan skilning á öllum boðorðum Jehóva Guðs ykkar og fylgið þeim vandlega svo að þið fáið að vera áfram í landinu góða+ og getið gefið það sonum ykkar í arf um alla framtíð.
9 Og þú, Salómon sonur minn, kynnstu Guði föður þíns og þjónaðu honum af heilu hjarta+ og mikilli gleði* því að Jehóva rannsakar öll hjörtu+ og þekkir allar hvatir og hugsanir.+ Ef þú leitar hans lætur hann þig finna sig+ en ef þú yfirgefur hann hafnar hann þér að eilífu.+ 10 Hugleiddu þetta því að Jehóva hefur valið þig til að reisa hús sem helgidóm. Vertu hugrakkur og hefstu handa.“
11 Davíð gaf síðan Salómon syni sínum teikningar+ að forsalnum+ og herbergjunum, þar á meðal geymslunum, þakherbergjunum, innri herbergjunum og herbergi friðþægingarloksins.*+ 12 Hann gaf honum teikningar að öllu sem honum hafði verið innblásið:* að forgörðum+ húss Jehóva, öllum matsölunum allt í kring, fjárhirslum húss hins sanna Guðs og fjárhirslunum fyrir munina sem höfðu verið helgaðir.*+ 13 Hann gaf honum einnig fyrirmæli um presta-+ og Levítaflokkana, öll störf sem sneru að þjónustunni í húsi Jehóva og um öll áhöldin fyrir þjónustuna í húsi Jehóva. 14 Hann tiltók þyngd gullsins, það er gullsins sem nota átti í öll þjónustuáhöldin, þyngd allra silfuráhaldanna fyrir ýmiss konar störf, 15 þyngd gullljósastikanna+ og gulllampa þeirra, hinna ólíku ljósastika og lampa þeirra, og þyngd silfurljósastikanna og lampa þeirra eftir því í hvað átti að nota hverja stiku. 16 Hann tiltók einnig þyngd gullsins sem nota átti í borðin undir brauðstaflana,*+ í hvert borð fyrir sig, og sömuleiðis silfursins í silfurborðin, 17 þyngd gafflanna, skálanna og kannanna úr hreinu gulli, þyngd litlu gullskálanna,+ hverrar skálar fyrir sig, og litlu silfurskálanna, hverrar skálar fyrir sig. 18 Hann tilgreindi einnig þyngd skíragullsins sem nota átti í reykelsisaltarið+ og í táknmynd vagnsins,+ það er að segja gullkerúbana+ sem þenja út vængi sína og skyggja á sáttmálsörk Jehóva. 19 Davíð sagði: „Hönd Jehóva kom yfir mig og hann gaf mér visku til að gera nákvæman uppdrátt+ að öllu verkinu.“+
20 Síðan sagði Davíð við Salómon son sinn: „Vertu hugrakkur og sterkur og hefstu handa. Vertu ekki hræddur né óttasleginn því að Jehóva Guð, Guð minn, er með þér.+ Hann mun hvorki bregðast þér né yfirgefa þig+ heldur styður hann þig þar til allri vinnunni við hús Jehóva er lokið. 21 Hér eru flokkar prestanna+ og Levítanna,+ tilbúnir til að gegna alls konar þjónustu í húsi hins sanna Guðs. Þú hefur fúsa og færa verkamenn til að inna alls konar störf af hendi+ og auk þess höfðingjana+ og alla þjóðina sem hlýðir öllum fyrirmælum þínum.“
29 Davíð konungur sagði nú við allan söfnuðinn: „Salómon sonur minn, sem Guð hefur valið,+ er ungur og óreyndur*+ og verkið er mikið því að musterið er ekki ætlað manni heldur Jehóva Guði.+ 2 Ég hef gert mitt ýtrasta til að útvega það sem þarf fyrir hús Guðs míns: gull í það sem á að vera úr gulli, silfur í það sem á að vera úr silfri, kopar í það sem á að vera úr kopar, járn í það sem á að vera úr járni,+ timbur+ í það sem á að vera úr timbri, ónyxsteina, steina til að leggja í steinlím, mósaíksteina, alls konar eðalsteina og alabasturssteina í miklu magni. 3 Þar sem ég hef yndi af húsi Guðs míns+ gef ég líka gull og silfur úr mínum eigin sjóði+ til húss Guðs míns, auk alls sem ég hef útvegað fyrir hið heilaga hús. 4 Ég gef meðal annars 3.000 talentur* af gulli frá Ófír+ og 7.000 talentur af hreinu silfri til að klæða veggi herbergjanna, 5 gull í það sem á að vera úr gulli og silfur í það sem á að vera úr silfri og til að nota í alla listasmíði handverksmanna. En hver er fús til að færa Jehóva gjöf í dag?“+
6 Ættarhöfðingjarnir, höfðingjar ættkvísla Ísraels, foringjar þúsund manna og hundrað manna flokka+ og umsjónarmenn sem önnuðust ýmis störf í þjónustu konungs+ vildu fúslega leggja sitt af mörkum. 7 Þeir gáfu til vinnunnar við hús hins sanna Guðs 5.000 talentur af gulli, 10.000 daríka,* 10.000 talentur af silfri, 18.000 talentur af kopar og 100.000 talentur af járni. 8 Allir sem áttu eðalsteina gáfu þá til fjárhirslunnar í húsi Jehóva sem Jehíel+ Gersoníti+ hafði umsjón með. 9 Fólkið gladdist yfir að gefa þessar sjálfviljagjafir því að það gaf Jehóva þær af heilu hjarta.+ Davíð konungur var líka yfir sig glaður.
10 Davíð lofaði síðan Jehóva frammi fyrir öllum söfnuðinum og sagði: „Lofaður sért þú, Jehóva, Guð Ísraels föður okkar, um alla eilífð.* 11 Jehóva, þú ert mikill+ og voldugur,+ stórfenglegur, dýrlegur og vegsamlegur+ því að allt á himni og jörð er þitt.+ Konungdómurinn er þinn, Jehóva.+ Þú ert hafinn yfir allt sem höfðingi. 12 Auðurinn og dýrðin koma frá þér+ og þú ríkir yfir öllu.+ Í hendi þinni er máttur og styrkur+ og þú hefur vald til að upphefja+ og efla hvern sem er.+ 13 Og nú þökkum við þér, Guð okkar, og lofum þitt undurfagra nafn.
14 En hver er ég og hver er þjóð mín að við getum gefið slíkar sjálfviljagjafir? Allt er frá þér og við höfum aðeins gefið þér það sem við höfum fengið úr hendi þinni. 15 Frammi fyrir þér erum við útlendingar og innflytjendur eins og allir forfeður okkar.+ Dagar okkar á jörðinni eru eins og skuggi+ – án vonar. 16 Jehóva Guð okkar, öll þessi auðæfi sem við höfum útvegað til að reisa þér hús, nafni þínu til heiðurs, eru úr hendi þinni og þú átt það allt. 17 Ég veit, Guð minn, að þú rannsakar hjartað+ og gleðst yfir ráðvendni.*+ Ég hef gefið þetta allt af einlægu hjarta og fúsu geði og það gleður mig innilega að sjá fólk þitt, sem er hingað komið, færa þér sjálfviljagjafir. 18 Jehóva, Guð forfeðra okkar, Abrahams, Ísaks og Ísraels, varðveittu þessa löngun og hugarfar í hjarta fólks þíns að eilífu og beindu hjörtum þess til þín.+ 19 Gefðu Salómon syni mínum heilt hjarta+ svo að hann haldi boðorð þín,+ fyrirmæli og lög og geti gert allt þetta og reist musterið sem ég hef undirbúið.“+
20 Síðan sagði Davíð við allan söfnuðinn: „Lofið Jehóva Guð ykkar.“ Allur söfnuðurinn lofaði þá Jehóva, Guð forfeðra sinna, kraup og féll á grúfu frammi fyrir Jehóva og konunginum. 21 Daginn eftir voru Jehóva færðar fleiri sláturfórnir og Jehóva voru einnig færðar brennifórnir:+ 1.000 ungnaut, 1.000 hrútar og 1.000 hrútlömb ásamt tilheyrandi drykkjarfórnum.+ Fjölmargar sláturfórnir voru færðar fyrir allan Ísrael.+ 22 Fólkið át og drakk frammi fyrir Jehóva þennan dag og gleðin var mikil.+ Fólkið gerði Salómon son Davíðs að konungi öðru sinni og smurði hann til leiðtoga+ frammi fyrir Jehóva en Sadók til prests.+ 23 Salómon settist í hásæti Jehóva+ í stað Davíðs föður síns. Hann var farsæll konungur og allir Ísraelsmenn hlýddu honum. 24 Allir höfðingjarnir+ og stríðskapparnir+ og allir synir Davíðs konungs+ gengust undir vald Salómons konungs. 25 Jehóva gerði Salómon mjög mikinn fyrir augum alls Ísraels og veitti konungdómi hans meiri tign og vegsemd en nokkur Ísraelskonungur hafði notið á undan honum.+
26 Davíð Ísaíson var konungur yfir öllum Ísrael. 27 Hann ríkti yfir Ísrael í 40 ár, 7 ár í Hebron+ og 33 ár í Jerúsalem.+ 28 Hann dó í hárri elli+ eftir langa og góða ævi* og hafði hlotið mikil auðæfi og dýrð. Salómon sonur hans varð konungur eftir hann.+ 29 Samúel sjáandi, Natan+ spámaður og Gað+ sjáandi skráðu sögu Davíðs konungs frá upphafi til enda. 30 Þar er sagt frá allri stjórnartíð hans og afrekum og því sem gerðist hjá honum, Ísrael og öllum ríkjunum í kring.
Hugsanlega eiga tvö síðustu nöfnin við þjóðir sem komu af Javan.
Hugsanlega eiga þessi nöfn við þjóðir sem komu af Mísraím.
Hinir fjórir síðastnefndu eru synir Arams. Sjá 1Mó 10:23.
Sem þýðir ‚skipting‘.
Orðrétt „skiptist jörðin“.
Orðrétt „Synir“.
Eða „á Móabssléttu“.
Fursti var ættbálkahöfðingi.
Orðrétt „Synir“.
Sem þýðir ‚sá sem veldur ógæfu; sá sem veldur erfiðleikum‘. Einnig nefndur Akan í Jós 7:1.
Eða „helga eyðingu“. Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „Synir“.
Einnig nefndur Kaleb í versi 18, 19 og 42.
Einnig nefndur Kelúbaí í 9. versi.
Eða „þorpunum í kring“.
Sum nöfn í þessum kafla geta átt við staði frekar en fólk. Þá merkir „faðir“ hugsanlega ‚stofnandi‘.
Orðrétt „Synir“.
Orðrétt „synir“.
Orðrétt „synir“.
Einnig nefndur Kelúbaí í 9. versi.
Hebreska orðið getur átt við syni, barnabörn og aðra afkomendur.
Orðrétt „Synir“.
Orðrétt „synir“.
Orðrétt „synir“.
Orðrétt „synir“.
Sum nöfn í þessum kafla geta átt við staði frekar en fólk. Þá merkir „faðir“ hugsanlega ‚stofnandi‘.
Nafnið Jaebes er hugsanlega skylt hebresku orði sem merkir ‚kvöl‘.
Orðrétt „synir“.
Sem þýðir ‚smiðadalur‘.
Orðrétt „Synir“.
Hugsanlega er átt við Bitju sem nefnd er í 18. versi.
Eða „Þetta eru gamlar sögur“.
Hebreska orðið getur átt við syni, barnabörn og aðra afkomendur.
Eða „helguðu þá eyðingu“. Sjá orðaskýringar.
Eða „vanhelgaði“.
Hebreska orðið getur átt við syni, barnabörn og aðra afkomendur.
Eða „Tíglat Píleser“.
Eða „þorpunum í kring“.
Það er, Jeróbóams annars.
Eða „stunduðu vændi með guðum“.
Orðrétt „Synir“.
Orðrétt „húsinu“.
Einnig nefndur Gerson í 1. versi.
Eða „Afkomendur“.
Ekki sami Elkana og í 25. versi.
Eða „Afkomendur“.
Eða „víggirtum búðum“.
Eða hugsanl. „griðaborgina“, í samræmi við Jós 21:13.
Eða „Aðrir Kahatítar hlutu með hlutkesti“.
Eða hugsanl. „griðaborgina“, í samræmi við Jós 21:21.
Orðrétt „Synir“.
Hebreska orðið getur átt við syni, barnabörn og aðra afkomendur.
Eða „Súppím og Húppím“.
Eða „Húsím“.
Orðrétt „synir“.
Orðrétt „synir“.
Sem þýðir ‚með ógæfu‘.
Eða „Jehósúa“ sem merkir ‚Jehóva er hjálpræði‘.
Eða „þorpin í kring“.
Eða hugsanl. „Gasa“, þó ekki Gasa í Filisteu.
Einnig nefndur Sómer í 32. versi.
Líklega sá sami og er nefndur Hótam í 32. versi.
Eða hugsanl. „eftir að hafa rekið burt Húsím og Baöru eiginkonur sínar“.
Eða „þorpin í kring“.
Eða „stofnandi“.
Einnig nefndur Ísbóset.
Einnig nefndur Mefíbóset.
Á hebr. netiním sem þýðir ‚hinir gefnu‘, það er, til að þjóna Guði.
Eða „musteri“.
Eða „matsölunum“.
Eða „hvíta reykelsið“.
Það er, skoðunarbrauðin.
Eða „matsölunum“.
Eða „á lágsléttunni“.
Eða „tóku vopn hans“.
Sem þýðir ‚jarðfylling‘. Hugsanlega var þetta einhvers konar virki.
Eða „á Refaímsléttu“.
Orðrétt „sonur hreystimennis“.
Það er, um 2,23 m. Sjá viðauka B14.
Sjá orðaskýringar.
Eða „og enginn sem studdi Davíð var með tvískipt hjarta“.
Eða „Síhor í Egyptalandi“.
Eða „staðarins þar sem farið er inn í Hamat“.
Eða hugsanl. „á milli kerúbanna“.
Eða „féll það þungt“.
Sem þýðir ‚brýst út gegn Ússa‘.
Ef til vill er átt við borgina Gat Rimmon.
Eða „höll“.
Eða „Refaímsléttu“.
Sem þýðir ‚herra gegnumbrotanna‘.
Eða „á lágsléttunni“.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „minnast“.
Eða „leikið tónlist fyrir“.
Eða hugsanl. „talið um“.
Orðrétt „eftir augliti“.
Eða „Tilbiðjið“.
Eða hugsanl. „vegna ljómans af heilagleika hans“.
Eða „Frjósamt landið“.
Eða „er kominn“.
Eða „frá eilífð til eilífðar“.
Eða „Verði svo!“
Eða „höll sinni“.
Merkir hugsanl. ‚frá einu tjaldstæði til annars og frá einum dvalarstað til annars‘.
Orðrétt „slíta henni út“.
Orðrétt „reisa þér hús“.
Eða „er ég háttsettur maður“.
Orðrétt „hjarta þínu“.
Eða „keypti hana lausa“.
Eða „reynast traust“.
Orðrétt „reisa honum hús“.
Eða „þorpin í kring“.
Eða „sagnaritari“.
Eða „tryggan kærleika“.
Talenta jafngilti 34,2 kg. Sjá viðauka B14.
Orðrétt „Aram Naharaím“.
Það er, Efrat.
Það er, um vorið.
Sjá orðaskýringar.
Talenta jafngilti 34,2 kg. Sjá viðauka B14.
Eða hugsanl. „andstæðingur“.
Orðrétt „Gefðu“.
Eða „það sem er gott í þínum augum“.
Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.
Eða „óharðnaður“.
Orðrétt „hvíldar“.
Dregið af hebresku orði sem merkir ‚friður‘.
Talenta jafngilti 34,2 kg. Sjá viðauka B14.
Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „gamall og saddur daga“.
Orðrétt „sona“.
Orðrétt „bræður“.
Það er, skoðunarbrauðin.
Orðrétt „til að hefja upp horn hans“.
Eða „vígðir“.
Einnig nefndur Selómót í 25. og 26. versi.
Orðrétt „kom inn og fór út“.
Orðrétt „Reiði kom yfir Ísrael“.
Eða „fjárhirslunum“.
Eða „lágsléttunum“.
Eða „trúnaðarvinur“.
Eða „fúsu geði“.
Eða „friðþægingarstaðnum“.
Eða „andinn hafði miðlað honum“.
Eða „vígðir“.
Það er, skoðunarbrauðin.
Eða „óharðnaður“.
Talenta jafngilti 34,2 kg. Sjá viðauka B14.
Daríki var persnesk gullmynt. Sjá viðauka B14.
Eða „frá eilífð til eilífðar“.
Eða „hreinlyndi; réttlæti“.
Orðrétt „í góðri elli, saddur daga“.