Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g90 8.7. bls. 11-12
  • Hvað er heilbrigði?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað er heilbrigði?
  • Vaknið! – 1990
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Heilbrigði og lífshættir
  • Varðveittu trú þína og andlegt heilbrigði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Heilbrigði — hvað getur þú sjálfur gert?
    Vaknið! – 1990
  • Hve heilbrigð erum við?
    Vaknið! – 1990
  • Höfum biblíulega afstöðu til heilsuverndar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
Sjá meira
Vaknið! – 1990
g90 8.7. bls. 11-12

Hvað er heilbrigði?

ER HÆGT að ganga að því sem gefnum hlut að sá sé hraustur og heilbrigður sem kennir sér einskis meins? Nei, alls ekki. Veist þú ekki um menn sem virtust við hestaheilsu en dóu svo skyndilega? Skýrslur sýna að nálega fimmtungur þeirra, sem deyja úr hjartasjúkdómum ár hvert, sýndi ekki minnstu merki þess að eitthvað væri að. Ljóst er að það er engin trygging fyrir hreysti og heilbrigði þótt maður kenni sér einskis meins.

Við skulum taka sem dæmi 22 ára körfuboltaleikara. Eftir öllum ytri teiknum að dæma var hann hraustur maður í blóma lífsins. Þá dó hann skyndilega eina nóttina. Krufning leiddi í ljós að dánarorsökin var ofneysla fíkniefna. Hann var hraustur að líkamanum til og í góðri þjálfun en lifði ekki heilbrigðu líferni.

Heilbrigði er því meira en aðeins það að vera ekki lasinn eða veikur. Að sjálfsögðu skipta erfðir og umhverfi máli en undir venjulegum kringumstæðum hafa lífshættir okkar meiri áhrif á heilsufar en nokkuð annað. Það sem við etum eða drekkum, hreyfing eða hreyfingarleysi, hvíld, viðbrögð við álagi og margar aðrar persónulegar venjur geta annaðhvort stuðlað að góðri heilsu eða spillt henni. Heilsufar okkar er því að verulegu leyti undir sjálfum okkur komið. Eftirfarandi meginregla Biblíunnar á fyllilega við um líkamsheilsu okkar: „Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.“ — Galatabréfið 6:7.

Heilbrigði og lífshættir

Það er velþekkt að japönsk stórfyrirtæki tíðka það að láta starfsmenn fara í stranga leikfimi dag hvern. Kemur það að gagni? „Talnaskýrslur benda eindregið til þess að japanskir verkamenn séu með þeim hraustustu í heimi,“ segir í fréttatímaritinu Asiaweek. Á hinn bóginn kemur fram í sömu grein að „um fjórðungur dauðsfalla [í Japan] er af völdum krabbameins; fimmta hvert af völdum hjartaáfalls eða slags og tólfta hvert af völdum öndunarfærasjúkdóma. Einn af hverjum 52 karlmönnum sviptir sig lífi (meðal kvenna er sjálfsmorðstíðnin 1 af hverjum 70).“

Virðast þessar upplýsingar á einhvern hátt mótsagnakenndar? Í rauninni ekki þegar allar staðreyndir eru skoðaðar. Fjörutíu af hundraði fullorðinna Japana reykja um 300 milljarða vindlinga á ári. Aðeins Grikkir reykja fleiri vindlinga miðað við höfðatölu en Japanir. Við það bætist að japanskir karlmenn drekka 8 milljarða flaskna af bjór og 1,5 milljarða lítra af sake (hrísgrjónabrennivíni) árlega. Það svarar til þess að hver karlmaður í Japan drekki upp undir hálfan lítra af hreinum vínanda á viku. Það væri stórmerkilegt ef svona óheilbrigt líferni hefði ekki veruleg áhrif á heilsufar fólks.

Þótt benda megi á að lífslíkur Japana séu með þeim hæstu í heimi og tóbaks- og áfengisneysla þeirra sé minni en sumra þjóða er slíkur samanburður í rauninni út í bláinn. Veruleikinn er sá að fólk deyr að þarflausu fyrir aldur fram. Það virðist kannski hraustara en gengur og gerist í heiminum en er það hraust og heilbrigt í raun og veru?

Heilsufar okkar er því greinilega spegilmynd lífernis okkar og daglegra hátta í heild sinni. Heilbrigði felur í sér líferni þar sem gætt er góðs jafnvægis, hefur í för með sér líkamlega, hugarfarslega, tilfinningalega og félagslega vellíðan, og gerir okkur fær um að takast á við lífið og njóta gleði og fullnægju af daglegu amstri okkar. Hvernig getum við gert það?

[Innskot á blaðsíðu 12]

Erfðir og umhverfi hafa sín áhrif á heilsufar en lífshættir okkar hafa meiri áhrif en nokkuð annað.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila