Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g91 8.1. bls. 32
  • Ættum við að trúa á þrenninguna?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ættum við að trúa á þrenninguna?
  • Vaknið! – 1991
Vaknið! – 1991
g91 8.1. bls. 32

Ættum við að trúa á þrenninguna?

Ian Boyne, sem ritar um trúarbrögð í blaðið The Sunday Gleaner á Jamaica í Vestur-Indíum, ræðir um bækling sem vottar Jehóva gáfu út nýlega og segir meðal annars:

„Vottarnir eiga skilið einkunnina ‚A‘ fyrir þetta sönnunarskjal sem er alsett — öfgalaust — tilvitnunum í nafnkunna fræðimenn og heimildarrit en er þó sett fram á svo einföldu máli að táningar geta lesið það. . . . Með útgáfu bæklingsins Ættum við að trúa á þrenninguna? slá vottarnir meistarahögg, og núna er enginn þrenningarsinni — eða tvenningarsinni — óhultur. Bæklingurinn hleður tilvitnun á tilvitnun ofan frá heimildum innan sagnfræðinnar og guðfræðinnar til að sýna að þrenningarkenningin var ekki leidd út af Biblíunni. Hann hefur eftir hinu trausta fræðiriti The Encyclopedia of Religion: ‚Guðfræðingar eru sammála um að skýr þrenningarkenning finnist ekki heldur í Nýjatestamentinu.‘“

Boyne segir einnig: „Það er mjög erfitt fyrir þann sem hér ritar um trúmál að sjá hvernig hinn dæmigerði kirkjugestur — eða jafnvel sá sem er meira en dæmigerður — getur svarað hinum knýjandi og áhrifamiklu rökum sem vottarnir fylkja hér fram gegn þeirri skoðun að Jesús sé Guð.“

Óskir þú eftir að fá eintak af þessum bæklingi skaltu vinsamlega útfylla og senda beiðnina hér að neðan.

Ég vil gjarnan fá sendan 32-blaðsíðna bæklinginn Ættum við að trúa á þrenninguna? (Sjá heimilisfang á bls 4.)

[Rétthafi myndar á blaðsíðu 32]

Museo Bardini, Florence.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila