‚Einhver mesti brandari sögunnar‘
„Persónulega er ég sannfærður um að þróunarkenningin, einkum í þeim mæli sem hún hefur verið heimfærð, verði einhver mesti brandarinn í mannkynssögubókum framtíðarinnar. Komandi kynslóðir munu undrast að hægt hafi verið að meðtaka svona óskaplega haldlitla og vafasama tilgátu af þeirri ótrúlegu trúgirni sem raun ber vitni.“ Þetta voru orð breska útvarpsmannsins og rithöfundarins Malcolms Muggeridges (1903-90) í fyrirlestrum sem hann flutti við Waterloo-háskóla í Ontaríó í Kanada, Hann bætti við: „Ég held að ég hafi talað við ykkur áður um að þessi kynslóð sé einhver trúgjarnasta kynslóð sögunnar og ég tek þróunarkenninguna sem dæmi.“
Af hverju viðurkenna þá svona margir vísindamenn þróunarkenninguna? Fjallað er í smáatriðum um þá spurningu og margar aðrar í 256 blaðsíðna bók sem nefnist: Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Ef þig langar til að lesa þessa bók skaltu hafa samband við Varðturninn, Sogavegi 71, 108 Reykjavík.
Frjáls framlög standa straum af kristnu fræðslustarfi votta Jehóva.