Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g95 8.7. bls. 30-31
  • Horft á heiminn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Horft á heiminn
  • Vaknið! – 1995
  • Millifyrirsagnir
  • Að telja stjörnurnar
  • Græni Kínamúrinn
  • Útvarp gegn bitmýi?
  • Matarþjófur
  • 80.000 jarðskjálftar á 40 árum
  • Ósoneyðing
  • Gott samband skiptir mestu
  • Einstök reikistjarna
  • Hvað gerir kennara vinsæla?
  • Vottar Jehóva á Kúbu
  • „Óþekkta reikistjarnan“
Vaknið! – 1995
g95 8.7. bls. 30-31

Horft á heiminn

Að telja stjörnurnar

Hefurðu einhvern tíma horft á stjörnum prýddan næturhimin og velt fyrir þér hve margar stjörnur þú gætið séð? Tímaritið Sky & Telescope fjallaði fyrir nokkru um þessa aldagömlu spurningu og í ljós kemur að svarið er ekki jafneinfalt og ætla mætti. Blaðið gat þess að stjarnfræðihandbækur segi að í tiltölulega illa upplýstu bæjarhverfi á norðurhveli jarðar sé að meðaltali hægt að sjá 2862 stjörnur. En þessar stjörnur eru ekki allar yfir sjóndeildarhring á sama tíma. Margar rísa og setjast. Og margar stjörnur, sem eru auðsæjar þegar þær eru hátt á lofti, eru ósýnilegar þegar þær eru lágt yfir sjóndeildarhring. Það kemur til af því að þegar stjarna er lágt á lofti þarf ljósið frá henni að fara lengri leið gegnum andrúmsloft jarðar en ella. Sky & Telescope segir að á fertugustu gráðu norðlægrar breiddar séu um 1809 stjörnur sýnilegar yfir árið.

Græni Kínamúrinn

Múrinn mikli í Kína, sem dugði takmarkað til að halda mongólskum innrásarherjum frá landinu fyrir alda öðli, nýtur nú kannski loksins verðskuldaðrar viðurkenningar. Að sögn Science News var byrjað að gróðursetja löng trjábelti meðfram múrnum á sjötta áratugnum. Í þessum græna Kínamúr, eins og trjábeltið hefur verið kallað, eru um 300 milljónir tjáa. Tilgangurinn er sá að mynda skjólbelti gegn rykstormunum sem ganga yfir Kína frá Góbíeyðimörkinni og öðrum þurrviðrissvæðum. Og hver er árangurinn? Á sjötta áratugnum gengu á bilinu 10 til 20 rykstormar yfir Pekíng á hverju vori með þeim afleiðingum að skyggni fór niður í 1 kílómetra eða minna í 30 til 90 stundir í mánuði hverjum. Á áttunda áratugnum voru rykstormarnir komnir niður fyrir fimm á vori, minna dró úr skyggni en áður og innan við tíu stundir á mánuði. Science News hefur eftir sérfræðingi að þessi gríðarmiklu skógabelti séu „sennilega einhverjar róttækustu aðgerðir til breytingar á veðurfari á 20. öldinni.“

Útvarp gegn bitmýi?

Sagt er að útvarpsstöð í Póllandi hafi fundið upp nýstárlega aðferð í baráttunni gegn aldagamalli plágu — mýbitinu. Franska náttúrulífstímaritið Terre Sauvage skýrir svo frá að á klaktíma mýflugnanna í Póllandi hafi þúsundir útvarpshlustenda getað varist óþægilegri ásókn þessara skordýra án þess að nota skordýraeitur. Þeir stilltu útvarpstækin sín einfaldlega á útvarpsstöð sem kallast Zet. Að sögn Terre Sauvage sendir stöðin út stöðugt merki sem mýflugurnar heyra en menn ekki. Merkið er eftirlíking hátíðnihljóðs frá leðurblökum sem nærast á mýflugum — og það nægir til að fæla burt hverja einustu mýflugu innan heyrnarsvæðis.

Matarþjófur

New Yorkbúi einn hefur setið 31 sinni í fangelsi fyrir sama brot: að stela sér máltíð. Maðurinn, sem er 36 ára, fer inn í veitingahús, pantar sér góðan lystauka og ljúffenga máltíð og lýkur með bolla af svörtu kaffi. Þegar honum er færður reikningurinn tilkynnir hann þjóninum að hann sé peningalaus og bíður síðan eftir handtöku. Af hverju gerir hann það? „Það er erfitt að komast af fyrir utan,“ segir maðurinn sem er heimilislaus. Í fangelsinu er röð og regla, maður fær reglulega að borða og maturinn er góður, segir hann. Auk þess vill hann ekki ræna fólk eða meiða; hann langar bara til að borða vel og hafa hreint rúm og friðsælan stað til að sofa. Hann lýsir sig því alltaf sekan fyrir rétti og fer fram á hámarksrefsingu. Það kostar skattgreiðendur yfir 10.000 krónur á dag að láta hann sitja inni. Síðasta máltíðin hans, að andvirði um 3300 krónur, kostaði skattgreiðendur næstum 950.000 krónur þá 90 daga sem hann sat í fangelsi. Hann hefur kostað New York yfir 16 milljónir síðastliðin fimm ár. Lögfræðingar stofnunar, sem veita fátækum lögfræðiaðstoð, „sjá fámennan en vaxandi hóp manna sem fremja smáafbrot í þeim tilgangi að lenda í fangelsi“ til að fá þar „skjól fyrir fátækt og hungri,“ að sögn The New York Times.

80.000 jarðskjálftar á 40 árum

„Jarðskjálftastöðin í Bensberg í grennd við Köln í Þýskalandi hefur skráð yfir 80.000 jarðskjálfta í öllum heimshlutum,“ að sögn dagblaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung. Prófessor Ludwig Ahorner, sem er yfirmaður stöðvarinnar, skýrði frá þessu, en stöðin hefur fylgst með skjálftum og hræringum jarðar í 40 ár. Hvernig getur stöðin mælt jarðskjálfta sem eiga sér stað í öðrum heimshlutum? Með tækjum sem eru svo nákvæm að þau nema jafnvel hinn veika titring sem verður þegar öldur brotna í vetrarstormunum á strönd Norðursjávar, í um 200 kílómetra fjarlægð. Stærsti skjálfti í Þýskalandi, sem mælst hefur í stöðinni, varð í apríl 1992. Hann mældist 5,9 stig á Richterkvarða.

Ósoneyðing

Alþjóðaveðurfræðistofnunin (OMM) í Genf í Sviss spáir því að þrátt fyrir tilraunir til að draga úr tjóni á ósonlagi jarðar haldi eyðing þessa verndarhjúps áfram að færast í aukana að minnsta kosti fram undir lok 20. aldar. Að sögn fréttaþjónustunnar France-Presse eru niðurstöður OMM byggðar á athugunum 266 vísindamanna í 29 löndum síðastliðin fjögur ár. Þær ráðstafanir, sem hafa verið gerðar fram til þessa í því skyni að draga úr iðnaðarmengun sem skemmir ósonlagið, virðast vera að skila árangri. En skýrsla OMM bendir á að ósonlagið í heiðhvolfi jarðar sé „jafnt og þétt á undanhaldi um heim allan“ og varar við því að hættulegasta tímabilið sé „enn framundan.“

Gott samband skiptir mestu

Það er sambandið sem unglingarnir hafa — ekki fjölskyldugerðin — sem gefur vísbendingu um hvort þeir fara út í fíkniefnaneyslu eða eiga við hegðunarvandamál að stríða,“ segir The Toronto Star. Rannsókn á vegum Fíknirannsóknastofnunarinnar, sem náði til 2057 unglinga í Ontario, leiddi í ljós að „eðli fjölskyldutengslanna hefur sterkari áhrif en fjölskyldugerðin,“ að sögn vísindamannsins Ed Adlafs. Unglingum, sem höfðu góð fjölskyldutengsl, jafnvel þótt þeir væru ættleiddir, byggju hjá stjúpforeldrum eða einstæðum mæðrum, vegnaði betur en þeim sem bjuggu við venjulega fjölskyldugerð þar sem sambandið var slæmt. „Afbrot eru sjaldgæfust hjá þeim sem tala reglulega um vandamál sín við foreldrana,“ sagði blaðið. „Ofdrykkja, fíkniefnaneysla og afbrot voru algengust hjá þeim sem töluðu aldrei við annað hvort foreldra sinna um vandamál.“ Tíminn sem unglingarnir verja með fjölskyldunni, hversu gott eða slæmt sambandið er og að foreldrarnir fylgist með því hvar börnin eru og hvað þau eru að gera eru veigamikil atriði til að draga úr vandamálum. Adlaf segir: „Það er þýðingarmikið og nota tíma með börnunum og skapa sér tíma til að vera með börnunum.“

Einstök reikistjarna

Vísindamenn hafi lengi velt þeim möguleika fyrir sér að líf geti leyst á öðrum reikistjörnum. Gert var ráð fyrir því að þær aðstæður, sem eru forsenda lífs á jörðinni, hljóti líka að vera til einhvers staðar í hundruðum milljarða vetrarbrauta alheimsins. Franska tímaritið Le Nouvel Observateur segir hins vegar að nú verði æ ljósara að „of margar undraverðar tilviljanir hafa átt sér stað á undan tilurð mannsins á jörðinni“ og að nýjustu uppgötvanir í sambandi við alheiminni og jörðina sjálfa hafi „dregið gríðarlega úr líkunum, sem voru þó ósköp litlar fyrir, á því að sama ferli hafi getað átt sér stað annars staðar.“ Tímaritið minnist á að það séu nær engar stærðfræðilegar líkur á að sams konar skilyrði séu á annarri reikistjörnu og segir að vísinda séu vissir um að líf sé til á að minnsta kosti einni reikistjörnu — okkar eigin.

Hvað gerir kennara vinsæla?

„Enda þótt mörg börn kvarti oftar og oftar undan skólanum eiga flest sér eftir sem áður uppáhaldskennara,“ segir þýska dagblaðið Nassauische Neue Presse. Heilt 91 prósent stúlkna og 83 prósent drengja eiga sér uppáhaldskennara. Í könnun, sem náði til 2080 nemenda á aldrinum 7 til 16 ára, var reynt að fá fram hvaða eiginleikar geri kennara vinsæla meðal nemenda sinna. Það kann að koma mörgum á óvart að „kennari, sem setur lítið fyrir, er ekki endilega í uppáhaldi.“ Það er miklu mikilvægara að kennarinn sé sanngjarn, hafi skopskyn og geri kennsluna áhugaverða. Og nemendur kunna vel að meta kennara sem útskýra hlutina vel, halda ró sinni og eru skilningsríkir.

Vottar Jehóva á Kúbu

Vottar Jehóva á Kúbu hafa notið meira frelsis en áður til þjónustu sinnar en áður em hefur gert þeim kleift að koma fagnaðarerindinu um Guðsríki á framfæri við fólk. Enda þótt starf þeirra njóti ekki opinberrar viðurkenningar og lögskráningar hefur þeim verið leyft að nota sínar fyrri skrifstofur og þeir hafa haft meira frelsi en áður til að koma saman til tilbeiðslu — meira að segja haldið smámót. Þeim hefur verið leyft að prenta tímarit. Þessir síðustu atburðir hafa fyllt vottana gleði og ákafa og þeir halda kappsamir áfram að prédika og leitast við að koma vonarboðskap Biblíunnar á framfæri.

„Óþekkta reikistjarnan“

Þrjár áður óþekktar apategundir hafa fundist í regnskógi Amasonsvæðisins á aðeins tveim árum. Um heim allan finnast að meðaltali þrjár nýjar fuglategundir á ári. Um 1200 bjöllutegundir fundust við rannsóknir á 19 trjám í Panama, og 80 af hundraði þeirra voru óþekktar áður. Tímaritið UNESCO Sources segir: „Gríðarlegur fjöldi lífvera er okkur óþekktur.“ Til dæmis „er talið að 40 prósent af ferskvatnsfiskum Suður-Ameríku séu enn óflokkaðir. . . . Og hvað munum við finna í hafdjúpunum sem eru að mestu ókönnuð?“ Vandinn vex þegar tillit er tekið til hins mikla fjölda smárra lífvera: gerla, sveppa, þráðorma, áttfætlna, skordýra og jurta sem hafa enn ekki uppgötvast. Aðeins „eitt gramm hitabeltisjarðvegs getur til dæmis innihaldið allt að 90 milljónir gerla og örvera.“ Sumir telja að tegundafjöldinn á jörð geri verið „allt að 200 milljónir,“ segir UNESCO Sources. Þrátt fyrir miklar rannsóknir er jörðin enn „óþekkta reikistjarnan.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila