Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g96 8.1. bls. 31
  • „Rafeindaárás á heilann“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Rafeindaárás á heilann“
  • Vaknið! – 1996
  • Svipað efni
  • Hefur sjónvarpið breytt þér?
    Vaknið! – 1991
  • Hvernig get ég haldið sjónvarpsglápinu í skefjum?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga
  • Stjórnaðu sjónvarpinu, annars stjórnar það þér
    Vaknið! – 1991
Vaknið! – 1996
g96 8.1. bls. 31

„Rafeindaárás á heilann“

SJÓNVARPIÐ getur verið fræðandi og skemmtilegt. En prófessor Moshe Aronson við háskólann í Tel-Aviv varar við því að óhóflegt sjónvarpsáhorf geti verið hættulegt heilsunni. Hvernig?

Aronson segir að aðgerðarlaus áhorfandi byggi upp með sér spennu sem ekki sé hægt að losa um þar sem hann situr fyrir framan sjónvarpið. Við það losna úr læðingi streituhormón sem geta, í miklu magni, skaðað taugafrumur í drekanum (hippocampus) — heilastöð sem er mikilvæg fyrir minnið. Aronson getur þess að ítarlegri rannsókna sé þörf, en telur að þessi hrörnun geti stuðlað að vitglöpum og kannski aukið hættuna á Alzheimerssjúkdómi síðar á ævinni. Hvað sem því líður kallar tímaritið New Scientist óhóflegt sjónvarpsáhorf „rafeindaárás á heilann.“

Lestur örvar aftur á móti ímyndunaraflið og rökhyggjuna — sem getur varla talist aðgerðarleysi! Í sjónvarpinu eru allar myndir og hljóð túlkuð fyrir áhorfandann, en lesandinn skapar í huganum eigið sjónarsvið og leikhljóð. Þessi skapandi notkun hugans kemur í veg fyrir að hugurinn staðni og er því heilsusamleg. Væri ekki viturlegt að takmarka tímann sem þú situr fyrir framan sjónvarpið?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila