„Skaði fortíðarinnar þurrkaður út“
„Vér vitum, að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríðir allt til þessa.“ Þessi orð voru sönn er þau voru rituð fyrir næstum 2000 árum, og þau eru enn í fullu gildi. En er hægt að þurrka skaða fortíðarinnar út ásamt öllum þeim þjáningum sem menn hafa mátt þola? — Rómverjabréfið 8:22.
BÆKLINGURINN Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur? fjallar um þetta mál. ‚Guð mun bæta okkur upp þær þjáningar sem við kunnum að hafa mátt þola í þessum heimi,‘ segir hann. „Í gæsku sinni og meðaumkun mun Guð því gera meira en að bæta fyrir þá slæmu fortíð sem okkur kann að hafa verið íþyngt með.“
Þessi bæklingur dregur saman sannfærandi rök fyrir því að okkar bíði björt framtíð. Eftir að hafa lesið hann skrifaði tvítug kona í Kanada: „Ég á ekki orð til að lýsa því hve mjög þetta rit snerti hjarta mitt! Það er hrein gersemi. Það minnir okkur á þá stórfenglegu von sem Guð hefur gefið okkur. Mér finnst kaflinn ‚Skaði fortíðarinnar þurrkaður út‘ frábærlega skrifaður. Takk fyrir að minna okkur á hve heitt Jehóva elskar okkur.“
Ef þig langar til að eignast þennan bækling eða vilt að einhver heimsæki þig til að ræða þetta mál, hafðu þá samband við Varðturninn, Pósthólf 8496, 128 Reykjavík eða notaðu annað viðeigandi heimilisfang á blaðsíðu 5.