Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g97 8.4. bls. 32
  • Hún knúði hann til verka!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hún knúði hann til verka!
  • Vaknið! – 1997
Vaknið! – 1997
g97 8.4. bls. 32

Hún knúði hann til verka!

Maður frá Karakas, höfuðborg Venesúela, heimsótti aldraðan föður sinn, Rufino. Faðirinn bjó í La Loma, afskekktu sveitaþorpi. Sonurinn færði Rufino bókina Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð.

Seinna fóru vottar Jehóva frá Los Humocaros að prédika í La Loma. Það kom þeim á óvart er þorpsbúar sögðu þeim að vottur kæmi og heimsækti þá. Vottunum þótti þetta undarlegt, því þeir vissu að engir vottar bjuggu á svæðinu. Þá benti einhver á hús hins svokallaða votts — það var hús Rufinos!

Rufino var mjög ánægður að hitta gestina. Hvers vegna höfðu þorpsbúar sagt hann vera einn af vottum Jehóva? Rufino hafði byrjað að lesa Lifað að eilífu bókina og er hann kom að kafla 13 sá hann mynd af Jesú senda fylgjendur sína í prédikunarstarfið. Rufino komst að þeirri niðurstöðu að kristnir menn nú á dögum ættu að vinna þetta sama starf. Og því byrjaði hann að segja nágrönnum sínum frá þeim biblíusannindum sem hann hafði lært.

Reglulegt biblíunámskeið var stofnað með Rufino og honum var sagt frá safnaðarsamkomum. Næsta sunnudag mætti hann í ríkissalinn. Rufino gekk í þrjá tíma til að komast þangað þótt hann væri áttræður. Upp frá því sótti hann hverja samkomu nema hann væri mjög veikur. Hann skráði sig jafnvel í Guðveldisskólann og flutti þar góða ræðu. Rufino veiktist á síðasta ári og dó í júlí 1996 en hafði þá örugga von um upprisu í paradís á jörð.

Við teljum að þú getir einnig haft hag af því að lesa þessa fallega myndskreyttu, 256 blaðsíðna bók, Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð. Ef þú vilt fá eintak af henni eða fá ókeypis heimabiblíunámskeið, þá vinsamlegast skrifaðu til Varðturnsins, Pósthólf 8496, 128 Reykjavík, eða til annars viðeigandi póstfangs á bls. 5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila