Hjálp fyrir hjónaband í molum
Kona frá Norðurey Nýja-Sjálands skrifaði um bókina Lykillinn að hamingjusömu fjölskyldulífi: „Þegar ég settist niður og byrjaði að athuga bókina fannst mér hjónaband mitt vera á því stigi að annaðhvort yrði ég að duga eða drepast.“
Hún skýrir frá uppvexti sínum. „Móðir mín átti að baki tvö hjónabönd þar sem hún hafði mátt búa við mikið heimilisofbeldi. Þar af leiðandi var okkur sífellt kennt að karlmenn væru einskis virði og þeir hugsuðu um það eitt að kúga konur. Ég varð því mjög þrjósk og ósveigjanleg og dró aldrei í land í deilumáli.“
Konan viðurkenndi þörfina á breytingum. „Mér varð ljóst að þar sem ég var ekki manni mínum undirgefin og var of stolt var ég að missa af tækifærinu til að lifa hamingjusömu fjölskyldulífi.“ Hún gerði því nauðsynlegar breytingar eins og hún útskýrir: „Við hjónin erum nú að nema bókina saman og ég er enn að læra hvernig kristin eiginkona á að vera. Við erum mjög ánægð með það sem áunnist hefur en eigum enn langt í land.
Heimili okkar hefur aldrei verið eins ástríkt og friðsælt.“
Ef þú hefðir áhuga á ókeypis eintaki af bæklingnum Hvers krefst Guð af okkur? skaltu hafa samband við Varðturninn, Pósthólf 8496, 128 Reykjavík, eða nota annað viðeigandi póstfang á bls. 2. Bæklingurinn er 32 blaðsíður og 8. kaflinn nefnist „Fjölskyldulíf sem er Guði þóknanlegt.“ Þér stendur einnig til boða ókeypis biblíunámskeið.