Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g98 8.10. bls. 10
  • Loftslag framtíðarinnar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Loftslag framtíðarinnar
  • Vaknið! – 1998
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Kærleiksrík loforð skaparans
  • Loftslagsbreytingar og framtíð okkar – hvað segir Biblían?
    Fleiri viðfangsefni
  • Verið er að eyðileggja jörðina – hvað segir Biblían?
    Fleiri viðfangsefni
  • Hver mun bjarga jörðinni?
    Fleiri viðfangsefni
  • Hvað segir Biblían um vatnsskortinn í heiminum?
    Fleiri viðfangsefni
Sjá meira
Vaknið! – 1998
g98 8.10. bls. 10

Loftslag framtíðarinnar

MENGUN andrúmsloftsins er eitt af mörgum umhverfisvandamálum sem menn hafa skapað. Af öðrum má nefna stórfellda eyðingu skóga, útrýmingu dýrategunda og mengun áa, vatna og hafa. Sérhvert þessara vandamála hefur verið brotið til mergjar og tillögur hafa verið settar fram um lausn þeirra. Þar eð vandamálin eru alþjóðleg kalla þau á alþjóðlegar lausnir. Menn eru almennt sammála um vandamálin og hvaða úrlausna væri hægt að grípa til. Ár eftir ár heyrum við hvatt til aðgerða. Ár eftir ár er sáralítið gert. Þeir sem marka stefnuna eru sífellt að harma vandamálin og eru sammála um að eitthvað þurfi að gera, en allt of oft bæta þeir efnislega við: „En ekki ég og ekki alveg strax.“

Á degi jarðar, sem fyrst var haldinn árið 1970, var gengin kröfuganga í New York borg. Þar var haldið á loft stóru skilti með mynd af reikistjörnunni jörð að hrópa á hjálp. Ætlar einhver að bregðast við kallinu? Orð Guðs svarar: „Treystið eigi tignarmennum, mönnum sem enga hjálp geta veitt. Andi þeirra líður burt, þeir verða aftur að jörðu, á þeim degi verða áform þeirra að engu.“ (Sálmur 146:3, 4) Því næst bendir sálmaritarinn á skaparann því að hann einn hefur mátt, visku og vilja til að leysa öll þau flóknu vandamál sem blasa við mannkyni. Við lesum: „Sæll er sá . . . er setur von sína á [Jehóva], Guð sinn, hann sem skapað hefir himin og jörð, hafið og allt sem í því er.“ — Sálmur 146:5, 6.

Kærleiksrík loforð skaparans

Jörðin er gjöf frá Guði. Hann er hönnuður hennar og hann skapaði hana og allar hinar flóknu og stórkostlegu hringrásir sem gera loftslag jarðar þægilegt. (Sálmur 115:15, 16) Biblían segir: „[Guð] sem gjört hefir jörðina með krafti sínum, skapað heiminn af speki sinni og þanið út himininn af hyggjuviti sínu, þegar hann þrumar, svarar vatnagnýr í himninum, og hann lætur ský upp stíga frá endimörkum jarðar. Hann gjörir leiftur til þess að búa rás regninu og hleypir vindinum út úr forðabúrum hans.“ — Jeremía 10:12, 13.

Páll postuli lýsti kærleika skaparans til mannkynsins fyrir Lýstrubúum. Hann sagði: „[Guð hefur] vitnað um sjálfan sig með velgjörðum sínum. Hann hefur gefið yður regn af himni og uppskerutíðir. Hann hefur veitt yður fæðu og fyllt hjörtu yðar gleði.“ — Postulasagan 14:17.

Framtíð jarðar er ekki háð viðleitni manna eða sáttmálum þeirra og samningum. Guð, sem er fær um að stjórna loftslagi jarðar, sagði við þjóð sína til forna: „Skal ég jafnan senda yður regn á réttum tíma, og landið mun gefa ávöxt sinn og trén á mörkinni bera aldin sín.“ (3. Mósebók 26:4) Bráðlega fær fólk að njóta slíks um alla jörðina. Aldrei aftur þarf hlýðið mannkyn að óttast mannskaðastorma, flóðbylgjur, flóð, þurrka eða nokkrar aðrar náttúruhamfarir.

Veður, vötn og vindar verða mönnum til yndisauka. Það má vel vera að fólk haldi áfram að tala um veðrið en enginn gerir neitt í málinu. Framtíðin, sem Guð skapar, verður svo unaðsleg að það þarf ekki að bæta veðrið.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila