Áhugavert rit
„BÆKLINGURINN Hvers krefst Guð af okkur? er frábær. Ég er bara tíu ára en ég átti auðvelt með að lesa hann og skilja. Mér fannst bæklingurinn svo skemmtilegur að ég vildi helst ekki lesa 16. kaflann þegar ég kom að honum. Ég vildi óska að hann hefði verið lengri.“
Bæklingurinn, sem er sýndur hér til hliðar, er ekki saminn sérstaklega fyrir börn. Efnismeðferðin er hins vegar svo skýr og einföld að börn geta skilið aðalkenningar Biblíunnar og þær hegðunarkröfur sem Guð gerir til okkar. Bæklingurinn svarar til dæmis spurningum eins og: Hvernig á að líta á lygar? Eru fjárhættuspil í lagi? Er rangt að verða ölvaður? Er í lagi fyrir ógift fólk að hafa kynmök?
Hafðu samband við Varðturninn, Sogavegi 71, 108 Reykjavík, og við munum senda þér endurgjaldslaust bæklinginn Hvers krefst Guð af okkur? Hann er 32 blaðsíður, skiptist í 16 kafla og er hugsaður sem grunnur að biblíunámi. Dæmi um kaflaheiti: „Hver er tilgangur Guðs með jörðina?,“ „Hvað er Guðsríki?,“ „Fjölskyldulíf sem er Guði þóknanlegt“ og „Hegðun sem Guð hatar.“