Orsakir unglingaafbrota
MARGIR halda að ungir afbrotamenn séu aðallega af fátæku fólki og að börn úr „góðum“ fjölskyldum lendi sjaldan á glapstigum. Í Asíu töldu sumir að þessi skoðun ætti sér stoð í veruleikanum. „En svo er ekki lengur,“ segir tímaritið Asia Magazine. „Lögregluskýrslur og afbrotasögur víða um Asíu sýna að æ fleiri táningar frá virðulegum heimilum stela, eyðileggja, neyta fíkniefna og stunda vændi.“
Helmingur allra unglinga, sem ákærðir eru fyrir alvarleg afbrot í Japan, eru af miðstéttarfólki. Svipaða sögu er að segja frá Bangkok. „Áður fyrr voru afbrot unglinga yfirleitt til komin af peningaskorti,“ segir Adisai Ahapanun, forstöðumaður Muhita-þjálfunarskólans. „Núna er meira en helmingur unglinganna hér frá heimilum sem hafa miðlungstekjur og eiga ekki í fjárhagserfiðleikum.“
Sumir kenna um útivinnandi mæðrum, tíðari hjónaskilnuðum og efnishyggju. Eddie Jacob, aðstoðarforstöðumaður unglingaathvarfs í Singapúr, segir: „Meginorsökin er vanhæf heimili þar sem foreldrarnir hafa skilið, foreldrar eru einstæðir eða báðir foreldrar vinna úti og krakkarnir eru vanræktir. Börn læra lífsgildin heima fyrir.“
Biblían spáði því að okkar tímar myndu einkennast af vaxandi uppreisnargirni barna og unglinga. (2. Tímóteusarbréf 3:1, 2) En Biblían getur líka gefið fjölskyldum þau gildi sem þarf til að varðveita sterk tengsl, óháð efnahag. Biblían er þess virði að kynna sér hana því að „sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti.“ (2. Tímóteusarbréf 3:16) Vottar Jehóva í Asíu — og reyndar um heim allan — hafa komist að raun um að fjölskyldunám í Biblíunni er mjög gagnlegt. Þeir eru reiðubúnir að veita þér aðstoð við biblíunám.
[Myndir á blaðsíðu 31]
Það er þitt að velja — milli afbrota og velþóknunar Guðs.