„Frábært efni!“
Hvernig getur ungt fólk fundið tilgang í lífinu, skilið sjálft sig eða lært að eiga góð samskipti við foreldra sína? Nýverið fékk útibú votta Jehóva á Spáni bréf sem í stóð meðal annars:
„Ég skrifa til að óska ykkur innilega til hamingju með það góða verk sem þið hafið unnið, að gefa út stórgóðar bækur eins og bókina sem heitir Spurningar unga fólksins — svör sem duga. Þetta er frábært efni! Ég óska höfundunum og útgefendunum til hamingju. Þeir hafa uppfyllt drauma þúsunda ungmenna.
Ég er 21 árs gömul stúlka og hef áður leitað til Biblíunnar og kynnt mér hana. . . . Það var fyrir tilviljun sem bókin Spurningar unga fólksins — svör sem duga barst mér í hendur frá vini.
Í fyrstu hélt ég að hún kæmi mér ekki að gagni en smám saman jókst áhugi minn á að lesa hana. Hún fékk mig til að hugsa um margt, eins og hvað ég ætti að gera í lífinu, og með tímanum svaraði hún spurningum mínum. Með þennan fjársjóð í höndum lærði ég að skilja foreldra mína, að fyrirgefa og að hegða mér eins og kona.“
Ef þú vilt njóta góðs af efninu í bókinni Spurningar unga fólksins skaltu útfylla og senda meðfylgjandi miða.