Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g99 8.10. bls. 31
  • Eru blóðgjafir nauðsynlegar?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Eru blóðgjafir nauðsynlegar?
  • Vaknið! – 1999
  • Svipað efni
  • Er blóðgjöf eina bjargráðið?
    Vaknið! – 1991
  • Blóðgjafir — eiga þær framtíð fyrir sér?
    Vaknið! – 2007
  • Lífi bjargað með blóði – hvernig?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Lífgjöf eða koss dauðans?
    Vaknið! – 1991
Sjá meira
Vaknið! – 1999
g99 8.10. bls. 31

Eru blóðgjafir nauðsynlegar?

ÞESSARI spurningu var varpað fram í blaðagrein í nóvember á síðasta ári. Höfundur greinarinnar var Ciril Godec, læknir og forstöðumaður þvagfæradeildar Long Island háskólasjúkrahússins í New York. Hann skrifaði: „Blóð fengi sennilega ekki viðurkenningu núna sem læknislyf af því að það stæðist ekki öryggisviðmiðanir Lyfjaeftirlitsins. Blóð er líffæri og blóðgjöf er í raun og veru líffæraflutningur.“

Godec hélt áfram: „Líffæraflutningur er langsíðasti meðferðarkosturinn sem sjúklingum er boðið upp á. Líkurnar á alvarlegum aukaverkunum valda því að sjúklingurinn er upplýstur nákvæmlega um alla aðra möguleika áður en grætt er í hann líffæri.“ Um blóðgjafir sagði hann: „Gagnið af þeim er svo vafasamt að margir skurðlæknar hafa tekið þá afstöðu að forðast blóðgjafir, bæði af læknisfræðilegum ástæðum og lagalegum.“

Eitt af stærstu vandamálunum í sambandi við blóðgjafir er að þúsundir manna hafa smitast af banvænum sjúkdómum við blóðgjöf, þar á meðal alnæmi. Þótt blóðskimunaraðferðir hafi batnað víða segir Godec að það sé „alltaf hætta á ferðum ef blóðgjafi er smitaður en er ekki búinn að mynda mótefni sem hægt sé að finna með skimun.“

Í lok greinarinnar fjallar Godec um spurninguna sem varpað var fram í upphafi og segir: „Bættur skilningur lækna og skurðlækna á eðli súrefnisflutnings og viðurkenning á því að blóðrauðastigið þarf ekki að vera eins hátt og áður var haldið, gerir að verkum að þeir geta næstum alltaf fundið aðrar aðferðir en blóðgjöf. Það er ekki meira en ár síðan hjarta- og lifrarígræðsla hafði svo mikinn blóðmissi í för með sér að stórfelldar blóðgjafir voru næstum alltaf taldar nauðsynlegar. Núna hafa báðar þessar aðgerðir verið gerðar án blóðgjafa.

Það er vel hugsanlegt að blóðgjöfum verði hætt með öllu í mjög náinni framtíð. . . . Blóðgjafir eru ekki aðeins dýrar og hættulegar heldur geta þær hreinlega ekki flokkast undir bestu læknismeðferð sem sjúklingar verðskulda.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila