Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • my saga 11
  • Fyrsti regnboginn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fyrsti regnboginn
  • Biblíusögubókin mín
  • Svipað efni
  • Átta manns lifa flóðið af
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Ferst heimurinn aftur í flóði?
    Lærum af kennaranum mikla
  • Frásagan af Nóa og flóðinu mikla – er hún bara goðsögn?
    Biblíuspurningar og svör
  • Mennirnir lifa af flóðið
    Biblían — hver er boðskapur hennar?
Sjá meira
Biblíusögubókin mín
my saga 11

KAFLI 11

Fyrsti regnboginn

VEISTU hvert Nói lét verða sitt fyrsta verk þegar hann og fjölskylda hans komu út úr örkinni? Hann færði Guði fórn eða gjöf. Þú sérð hann gera það á myndinni hér fyrir neðan. Nói færði þessa dýrafórn til að þakka Guði fyrir að bjarga fjölskyldu sinni úr flóðinu mikla.

Heldur þú að Jehóva hafi verið ánægður með gjöfina? Já, það var hann. Og þá lofaði hann Nóa að hann myndi aldrei eyða heiminum aftur með flóði.

Fljótlega þornaði allt landið og Nói og fjölskylda hans hófu nýtt líf utan arkarinnar. Guð blessaði þau og sagði: ‚Þið verðið að eignast mörg börn. Ykkur verður að fjölga þangað til fólk býr út um alla jörðina.‘

En seinna, þegar menn myndu heyra sagt frá flóðinu mikla, gætu þeir orðið hræddir um að sams konar flóð kæmi aftur. Þess vegna gaf Guð mönnunum tákn til að minna þá á loforð hans um að láta flóð aldrei aftur eyða jörðina. Veistu hvaða tákn það var? Það var regnbogi.

Oft sést regnbogi á himninum þegar sólin skín eftir rigningu. Í regnbogum eru margir fallegir litir. Hefur þú einhvern tíma séð regnboga? Sérðu þann sem er á myndinni?

Guð sagði: ‚Ég lofa að aldrei aftur muni öllum mönnum og dýrum verða eytt með flóði. Ég set regnboga minn í skýin. Og þegar regnboginn birtist mun ég sjá hann og muna eftir loforði mínu.‘

Þegar þú sérð regnboga, á hvað ætti hann þá að minna þig? Já, á loforð Guðs um að hann muni aldrei aftur eyða heiminum með miklu flóði.

1. Mósebók 8:18-22; 9:9-17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila